Dagur - 12.02.1982, Síða 11

Dagur - 12.02.1982, Síða 11
Leikfélag Þórshafnar: Leikarar I sýningunni á Þorláki þreytta. Þorlák þreytta að hann er vel liðtækur leikari, búinn mörgum góðum kostum. Guðrún lék Ágústu af öryggi og hnökralausri reysn. Hin stjórn- sama eiginkona Þorláks var þarna lifandi komin. Voru þau Guðbjörn og Guðrún burðarás- ar sýningarinnar ásamt Ómari Aðalbjörnssyni. Fannst mér Ómar fara á kostum í hlutverki Jóns Fuss og sýna að í honum búa miklir hæfileikar. Voru ýmsir tilburðir hans í hlutverki hins misskilda listamanns mjög sannfærandi og skemmtilegir. Þá skiluðu þau Fjóla Jóseps- dóttir og Grétar Magnússon vel sínum hlutverkum, en þau léku tvö hlutverk hvort. Aðrir leikar- ar eru Elín Björnsdóttir, Valur Hilmarsson, Friðrik Eggerts- son, Sigurjón Kristjánsson, Inga Ástvaldsdóttir og Geir Hörður Ágústsson og komust öll þokka- lega frá sínum hlutverkum. Eins og fyrr segir er fleira gert en ^ð leika í svona sýningum. Mikil vinna hefur greinilega verið lögð í smekklega búninga og sáu þær Hanna Maronsdóttir og Guðfinna Svavarsdóttir um þá og eiga lof skilið. Leiktjöld smíðuðu þeir Ríkharður Sig- urðsson, Sveinn Stefánsson og Jón Ólafsson. Ljós og leikhljóð voru í höndum þeirra Hjartar Sigurðssonar og Þrastar Ölafs- sonar og sáu þeir um að ailt var á réttum stað og tókst vel. Leik- muni sá Steinn Jónsson um og féllu þeir vel inn í myndina. Hvíslari var Elley Kristmunds- dóttir og umsjón með hinu ómissandi og góða kaffi hafði Jóna Antonsdóttir og gerðu fáir betur. Að lokum vil ég þakka Leik- félagi Ólafsfjarðar fyrir ánægju- lega skemmtun, sem ég vona að sem flestir fái að njóta. Það er vel þess virði að eyða einni kvöldstund með þessu hressa fólki. Takk fyrir. Bergsveinn Auðunsson Sýnlng í Rauda húslnu Nk. lauganlag 13. febráar U. 16. mfiw opmfi sýning ( Ranða hádau é verkum Kees Vissers. Kees er fcddur i Haariem á Hollandi 1948. Hann er sprenglarfiur i Ust sinni og befur getið sér gott orð i heimalandi sinu og viðar. Siðastliðin tvð ár hefur Kees búið á íshuidi og er þetta fyrsta einkasýn- ing hans hér á landi, en hann hefur tekið þátt i nokknun samsýningum hérlendis. Sem fyrr segir verður sýningin opnuð 13. febrúar kl. 16 og verður opin daglega frá U. 16 til 20 fram til sunnodagsins 21. febrúar. Bókmennta kynning Leikritið „Þrjár systur“ eftir Anton Tsékhov verður frum- sýnt föstudaginn 19. febrúar. í tilefni af frumsýningunni, hefur L.A. fengið hingað rúss- neskan bókmenntafræðing til þess að kynna skáldið og verk hans. Þessi bókmenntakynning fer fram nk. laugardag 13. febrúar í Samkomuhúsinu og hefst kl. 17. Kynningin er öilum opin og fer fram á ensku. Sörnu- leiðis hefur L.A. fengið hingað stórmyndina „Ófullgert verk fyrir sjálfspilandi píanó“ eftir Níkíta Mikhalkov. Var þessi mynd sýnd á kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík fyrir tveim árum. Myndin sækir efni sitt í verk Tsékhovs og þó einkum eitt - Sögu Platonovs. Munið bókmenntakynning- una laugardaginn 13. febrúarkl. 17 í samkomuhúsinu og kvik- myndina í Borgarbíó mánudag- inn 15. febrúar kl. 17. Leikfélag Ólafsfjarðar: Þorlákur þreytti. Höfundar: Neal og Farmer. Þýðandi: Emil Thoroddsen Leikstjóri: Auður Jónsdóttir Aðst. leikstjóri: Gréta Ágústsdóttir. Föstudaginn 5. febrúar s.l. frumsýndi Leikfélag Ólafsfjarð- ar leikritið „Þorlákur þreytti". Er það 21. verkefni félagsins frá stofnun þess 1961. Sýnt var fyrir fullu húsi og tóku leikhúsgestir leiknum forkunnar vel og var leik'endum og leikstjóra óspart klappað lof í lófa í leikslok. Undirritaður hefur séð nokkr- ar sýningar félagsins undanfarin ár og dáðst að dugnaði og áhuga félagsmanna við að koma sýn- ingunum upp. Ekki gera allir sér grein fyrir hvílík vinna liggur að baki hverri sýningu. Það er ekki aðeins leikurinn, heldur bún- ingasaumur, leiktjaldasmíði, ljós, leikhljóð, leikmunir, að ógleymdri kaffiuppáhelling- unni. Þeir eru ekki fáir kaffilítr- arnir, sem renna niður þurrar kverkar leikara og annars starfsfólks, meðan á æfingum og undirbúningi stendur. Eftir- minnilegasta sýning L.Ó., sem ég hef séð eru „Skjaldhamrar“ Jónasar Árnasonar, þar tókst mönnum afburða vel upp, en af ýmsum óviðráðanlegum ástæð- um urðu sýningar sorglega fáar og engin sýning utan byggðar- lagsins. Að þessu sinni varð „Þorlákur þreytti“ fyrir valinu. Er það létt verk og skemmtilegt og kemur sér vel f skammdeginu. Gott meðal til að feykja burt skamm- degisdrungangum úr geði manna. Það eru ekki nema mestu fýlupúkar, sem ekki geta hlegið hressilega og tekið þátt í lífinu og fjörinu, sem einkennir þennan ieik þeirra Neals og Farmers. Klækjarefirnir sem Þorlákur vefur í kringum sig og félaga sína, koma honum aftur og aftur í klandur. Saklausir samborgarar, mislukkaðir lista- menn og góðhjartaðir góðborg- arar, mynda slíkan vef að með ólíkindum er. Sat svikarinn að lokum fastur í eigin vefnaði, - en slapp þó. Leikstjóranum, Auði Jóns- dóttur, tekst vel að ná fram góðri framsögn hjá flestum leik- aranna, sem hafa mislanga reynslu að baki. Ég sat aftast í salnum og heyrði hvert einasta orð. Auður er enda enginn ný- græðingur í listinni. Hefur hún leikið í flestum leikritum Leik- félags Kópavogs, er einn af stofnendum þess félags. Mér eru minnisstæð hlutverk hennar í Músagildrunni og Tíu blindum músum, eftir Agöthu Cristie. Auður hefur undanfarin ár starf- að vfða um land á vegum Banda- lags íslenskra leikfélaga. Sýnist mér hún ekki gera þeim störfum lakari skil, en í leiknum forðum í Kópavogi. Sýningin verkaði nokkuð fumlaus og hnökralítil. Klækja- brögðin og fyndin atriðin gengu vel upp. Leikurinn fór hægt af stað en æstist eftir því sem á leið, að sið góðra ærslaleikja. Flest komst vel til skila og margir leik- aranna stóðu sig prýðisvel. Þótti mér í senn gamán og fróðlegt að sjá húsverði, húsmæður, iðnað- armenn og fleiri breytast í einni svipan í gróssera, glæsikvendi, listamenn o.s.frv. Læddist að mér sú hugsun að öll erum við að búa okkur til grímur og hlutverk til að leika í raunveruleikanum. En hvað er á bak við? Erum við e.t.v. öll „Guðjón bak við tjöldin“? Aðalhlutverkin, Þorlák Dormar og Ágústu Dormar, voru í höndum þeirra Guð- björns Arngrímssonar og Guð- rúnar Víglundsdóttur. Skiluðu þau hlutverkum sínum mætavel. Guðbjörn lék Þorlák af öryggi og krafti og sýndi enn einu sinni Blessað barnalán Leikfélag Þórshafnar frum- sýnir nk. fímmtudag í Þórs- veri leikritíð „Blessað barna- Ián“ eftir Kjartan Ragnars- son, en leikstjóri er Sigurgeir Scheving. „Það hefur verið alveg sér- staklega gaman að vinna með þessu áhugasama fólki hér á Þórshöfn sem lætur hvorki blindbyl né storma aftra sér frá því að sækja æfingar," sagði Sig- urgeir er við ræddum við hann. Sigurgeir sem er þrautreyndur leikari og ieikstjóri úr Vest- mannaeyjum, sagði að 12 leikar- ar kæmu fram í sýningunni, en alls eru það um 20 manns sem tengjast sýningunni á einhvern hátt. Sem fyrr sagði verður frumsýntnk. fimmtudagogönn- ur sýning verður á föstudags- kvöld. „Marta Richter, formaður Leikfélagsins tjáði okkur að fé- lagið hefði síðast verið endur- vakið 1978 eftir 8 ára hlé og hefði verið flutt eitt leikrit á hverju ári síðan. Heldur erfitt væri að fá leikara í karlhlutverk- in vegna þess hvernig atvinnu væri háttað á Þórshöfn, en að þessu sinni væri þó vel mannað í öll hlutverk og samstarfið við Sigurgeir leikstjóra hefði verið með miklum ágætum. Leikararnir í „Blessað barnalán“. Góð skemmtun Leynimelur 13 Höfundur: Þrídrangur Leikstjóri: Theodór Júlíusson Fyrir nokkru frumsýndi Leikfé- lag Öngulstaðahrepps leikritið Leynimel 13, við góðar undir- tektir áhorfenda. Þetta er fyrsta og eina verkefni vetrarins, en leikfélagið hefur tekið fyrir eitt verkefnið á hverjum vetri undanfarin ár. Sé tekið mið af viðbrögðum áhorfenda þá hefur L.Ö. tekist vel upp að þessu sinni. Leikritið er líka meinfyndið og tekst leik- urunum vel að koma textanum til skila. Ekki er ástæða til þess að fara nákvæmlega út í frammistöðu einstakra leikara, en þó er rétt að muna eftir þætti Leifs Guð- mundssonar, sem veldur hlut- verki sínu afar vel. Leifur er þó ekki sviðsvanur - og sama má segja um ýmsa aðra sem komu fram í sýningunni. Sá leikaranna sem hefur eflaust mesta reynslu í leiklist, er Jónsteinn Aðalsteins- son, sem leikur Svein Jónsson skósmið, enda kemur það ber- lega fram í sýningunni. Jón- steinn veit út í ystu æsar hvað hann á að gera hverju sinni og ekur í gegnum verkið á hæfileg- um strætóhraða. Undanfarin ár hefur verið töluverð umræða um fjölskyld- una og samvistir einstakra fjöi- skyldumeðlima við hvern annan. í umræðunni hefur kom- ið fram hvað eftir annað að fólk gerir of lítið af því að vinna saman, tala saman og skemmta sér saman. Það er svo sannar- lega hægt að mæla með því við akureyrskar fjölskyldur, að þær bregðu sér suður í Freyvang og eigi þar ánægjulega kvöldstund með Leikfélagi Öngulsstaða- hrepps. Það er líka jafn víst að ekki mun fjölskylduna skorta umræðuefni eftir sýninguna, stöðugt koma í hugann smellin tilsvör og ánægjulegur samleik- ur. Þökk fyrir sýninguna. A.T. Allt á fullu á heimili Knudsen. ifebniatl 982-iOAGUR-11

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.