Dagur - 19.02.1982, Page 2

Dagur - 19.02.1982, Page 2
Lesendahomið Ótímabærar ásakanir Athugasemd við grein sem birt var í Degi 11. febrúar s.l. um fjárkaup og riðuvarnir. í umræddri grein er haldið fram fullyrðingum, sem ekki eiga við nein rök að styðjast og er það furðulegt að það skuli vera bóndi í Svarfaðardal, sem borinn er fyrir slíkum skrifum. Hann heldur því fram að bændur hér, sem riðu hefur orð- ið vart hjá, hafi fengið eitthvert tilboð frá því opinbera, ef þeir biðu í eitt eða tvö ár og sneru sér að einhverju öðru á meðan. Þá ætti fjárstofninn líklega að vera að mestu dauður eftir þann tíma, en hvað ætli það opinbera hafi ætlað sér? Það er að skilja á frásögn þessa nafnlausa bónda að það sé vandaiaust að skipta um bú- greinar árlega, en þetta eru kenningar sem mætti ætla að væri lítil hugsun á bak við og eiga vart heima á prenti. Ég fullyrði að ef þessi bóndi hefði eytt smá tíma í að kynna sér þessi mál í sambandi við fjárkaup og riðu- varnir undanfarin ár, þá hefði hann losnað við að gefa um- ræddri grein slíka yfirskrift. Ég vil benda á að heillavænlegra hefði verið að fara fram á um- ræðufund um þessi mál innan hreppsins áður en hann lét frá sér fara einhverjar kenningar, eða ráð, gegn riðuveiki. Það ætti að vera handhægt að fara fram á að viðkomandi búnaðarfélag stæði fyrir slíkum fundi. Riðu verður ekki útrýmt með ein- hverjum ásökunúm eða ádeilum á bændur, sem orðið hafa fyrir því að fá riðu í fjárstofn sinn, en það er að skilja á áðurnefndri grein að þessir bændur hafi sóst eftir að fá slíkan fjanda í fé sitt og vilji helst ekki missa hann aftur. Ég fullyrði að allir eru sam- mála um að stuðla að útrýmingu riðunnar, og er það hrein fá- sinna að halda því fram að bænd- ur búi við riðuna vegna þess að þeir vilji ekkert gera til varnar veikinni. Það rétta er að bændur hér hafa komist að þeirri niður- stöðu að sterkasta leiðin sé að kaupa fullorðið fé til að losna við riðuna úr stofninum, og hefur það tíðkast nokkur ár með góð- um árangri, en hins vegar hefur það verið svo að örfáir menn hafa gert allt sem þeir hafa getað til að koma í veg fyrir slík kaup og hafa menn af þeim sökum neyðst til að láta lifa gimbrar, sem oft hafa svo drepist strax á öðrum vetri. Það er talað um í áðurnefndri grein að fullorðið fé sem keypt sé leiti á heimaslóðir, en ég fuílyrði hins vegar að það heyri til algjörra undantekn- inga, ef.fé sem keypt hefur verið hingað í Svarfaðardai Ieiti á heimaslóðir. Að lokum vil ég benda á að riðuveiki er alvarlegra viðfangs- efni en svo að henni verði útrýmt með ótímabærum ásökunum í fjölmiðlum. Hins vegar gætu fræðslu- og umræðufundir kom- ið mönnum að einhverju gagni og að því ættu menn að stuðla. Jón Þórarinsson, Hræringsstöðum, Svarfaðardal. Hugsað um hunda á sunnudegi Á dögunum var ég á gangi upp á brekku. Það var sunnudagur - veður var fagurt og fjöldi fólks úti að ganga. Sumir leiddu börn sér við hlið, pör hnýttu sig saman eins og þetta væri þeirra síðasta stund. Ég var nýbúinn að eta góðan hádegismat og vissi sem var að miklar líkur voru á rjómapönnukökum með sultu- taui um fjögurleytið. Það var þá sem sá fyrsti birtist, skömmu síðar kom annar í ljós og sá þriðji, fjórði, fimmti, sjötti og ég hætti að telja. Þeir voru af öllum stærðum og gerðum, sumir aflangir aðrir breiðir, en allir vöktu þeir með mér hrylling. Mér hefur nefnilega aldrei þótt gaman af að horfa á úrgang og allra síst úr hundum. fflHEEHHHHSHHBHHHHHHHH^HBHEHHBHHHHHHEHHHHHHGHHHHHHHHEHHHBHHEHEHHHH S s s H S S S s Magra línan frá Mjólkursamlagi s s s s H s s s s s s s s s s s H s s B S S S S S s s s s H S H S S S S S S s s H S m s s s s s s B s KOTASÆLA Næringargildi í 100 g eru u.þ.b. Prótein 13,50 g Fita 4,50 g Kolvetni 3,00 g Kalsium 0,96 g Járn 0,03 g Hitaeiningar 110,00 (440 kj.) UNDAN- RENNA LETTMJÓLK Næringargildi í 100 g er um það bil í 100 g. eru.þ.b.: Hitaeiningar 35,00 Hitaeiningar 46 Prótein 3,5 g Prótein 3,5 g Fita 0,05 g Fita 1,5 g Kolvetni 4,7 g Kolvetni 4,7 g Kalk 0,12 g Kalk 120 mg Fosfór 0,09 g Fosfór 95 mg Járn 0,2 mg Járn 0,2 mg Bi -vitamin B2 -ö vitamin C -vitamin 15,00 ae 0,2 mg 0,5 mg Vitamín A, B-(, B^, C og D SÆLUFARS (4 skammtar) 400 g Kotasæla 1 gulrót 1 laukur 300 g kjötdeig 1 tsk salt pipar eftir smekk Hreinsið og rífið gulrótina og lauk- inn. Hrærið pipar og salti vel saman við kjötdeigið. Bætið Kota- sælu, gulrót og lauk í. Smyrjið ofn- fastfatmeðsmjöriogsetjiðdeigið Setjið sykurinn út i. Bakið i ofm við 200 C i um 45 mín. APPELSÍNUSÆLA 2(skammtar) 200 g Kotasæla 1 dl rjómi 1/2 ts ksykur 1 tsk vanillusykur 2 appelsínur í rjómann og þeytið. Afhýðið appelsínurnar og skerið íbita, blandið þeim ásamt ostinum saman við rjómann. Berið fram kalt. Fitusnautt - Hollt - Næringarríkt s H SSSSSSHSHSSHHSHHHSSHSSHHHSSSSHSHSHSSHSHSSISHSSHSHSHSHSSSSSSSSSHS 2-DAGUR -19. febrúan 1982 Ég fór að tipla á milli og hef sjálfsagt litið út í fjarðlægð eins og balletdansmær er ég hoppaði til vinstri og hægri, beint áfram og gætti þes að stfga ekki alveg niður. Eftir að mestu ósköpin voru afstaðin, fór ég að velta fyrir mér hundum í bæjum og hundum í sveitum. Ætli það sé ekki hálf- gert hundalíf að búa sem hundui í bæ? Vera bundinn á svölunum eða fá ekki að fara út nema í bandi? Hvernig ætli mér liði ef húsbóndi minn væri kolsvartur terrier og að ég væri hlekkjaður niður við garðdyrnar - eftir því væri beðið að ég lyki mér af? Og hvernig er sú tilfinning þegar mig langar til að hlaupa en get það ekki - bandið skerst inn í hálsinn og hindrar að ég komist áfram. Ekki veit ég hvernig hundar hugsa, en hvort svo sem þeir geti velt fyrir sér frelsi og hlekkjum skiptir e.t.v. ekki öllu máli. Annars er svo margt merki- legt í sambndi við hunda og menn. Eigendur hunda er t.d. ekki skildugir til að sjá svo til um • að hundarnir gangi með bleyju svo þeir tefli ekki hvar sem vera skal og ég hef orð sannsöguls brekkubúa fyrir því að margir hundaeigendur gangi með skepnur sínar á einn ákveðinn stað svo þær geti géngið örna sinna. Börn íbúanna í hverfinu leika sér á svipuðum slóðum, sagði þessi heimildarmaður og bætti því við að börn og hunda- saur ætti tæplega vel saman. í lok þessarar hugleiðingar mætti varpa fram eftirfarandi spurningu: Ef hundaeiganda er leyfilegt að ganga út á hverjum degi með skepnuna svo hún megi létta á sér, hvað er á móti því að ég fari á hverju kvöldi út að næsta ljósastaur, hysji niður um mig brækurnar og tefli þar góða stund? Ég efa ekki að fyrsta kvöldið mun lögreglan mæta á staðinn og ég verð settur inn, ákærður um brot á siðgæð- islöjggj öfinni. En ég sé í sjálfu sér ekki mikinn mun á þessu öllu saman. Með ósk um að hundar verði bannaðir í bæjum. Kær kveðja, Hundavinur. • • OrlítQ athugasemd Kona nokkur hafði samband við Dag og vildi gera örlitla athuga- semd við lesendabréf þar sem kvartað var undan ágangi ung- linga á vélsleðum. Sagðist konan álíta að véi- sleðaakstur væri íþrótt ekki síður en skíðamennska eða þess háttar, og sagðist hún hafa orðið vitni að því að skíðamenn í Hlíð- arfjalli hefðu beinlínis verið dónalegir við unglinga á vélsleð- um sem hefðu þó ekki gefið neitt tilefni til þess. „Þessir unglingar verða einhversstaðar að fá að stunda sína íþrótt“ sagði konan. LystigarÖur Glerárhverfis Loftur Meldal skrífar: Ég þakka frú Svanhildi Þorsteins- dóttur fyrir greinargóða lýsingu á hvað konur í kvenfélaginu Baldursbrá í Glerárþorpi lögðu á sig til bjargar sér og sínum. Á þeim tíma var mikil fátækt á flestum heimilum þar um slóðir. Og sýnir það mikinn stórhug hjá konunum, þegar þær lögðu í hina miklu trjárækt, sem mun vera einsdæmi hjá svo fátæku íélagi. Nú skora ég á hina nýju bæjar- stjórn sem kosin verður í vor að sýna ekki minni stórhug heldur en kvenfélagið Baldursbrá, og koma þeim umbótum í framkvæmd, sem þarf til þess að garðurinn geti borið heitið Listi- garður Glerárhverfis. Jón Rögn- valdsson var búinn að gera til- lögur og teikningar þar um og ættu þær að geta orðið til leið- beiningar. 12/2 1982 Loftur Meldal.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.