Dagur


Dagur - 26.02.1982, Qupperneq 4

Dagur - 26.02.1982, Qupperneq 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Hvað segja þeir um samvinnuhreyfinguna í tilefni af 100 ára afmæli samvinnuhreyfingar- innar á íslandi hafa á síðustu dögum orðið miklar umræður um samvinnumálefni í nær öllum fjölmiðlum. Fróðlegt er að sjá hvað sagt hefur verið um samvinnuhreyfinguna á þess- um tímamótum og skal hér vitnað til nokkurra ummæla. Páll Pétursson formaður þingflokks fram- sóknarmanna, segir: „Gildi samvinnuhreyf- ingarinnar er auðvitað geysilega mikið fyrir ís- lenskt þjóðlíf. Þegar við lítum til baka yfir þetta hundrað ára skeið, þá dylst engum að samvinnuhreyfingin hefur átt einna drýgstan þátt í því að skapa það þjóðfélag jöfnuðar og velsældar, sem við búum við í dag. “ Sighvatur Björgvinsson formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, hafði þetta að segja: „Samvinnuhreyfingin hefur ásamt verkalýðs- hreyfingunni, en þetta eru sambærilegar fé- lagsmálahreyfingar, lyft Grettistaki í íslensku þjóðlífi og orðið til mjög mikilla breytinga og umbóta. Hún hefur í senn markað ný spor í atvinnumálum þjóðarinnar, orðið íslenskri bændastétt til stórkostlegrar upplyftingar, og ennfremur valdið gerbyltingu í verslunarhátt- um öllum. “ Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins, hafði eftirfarandi að segja: „Ég tel samvinnuhreyfinguna afar mikilvæga fyrir ís- lenskt þjóðlíf. Samvinnuhreyfingin átti mikinn þátt í því að flytja verslunina inn í landið og er víða burðarás í atvinnulífi byggðanna. “ Allir þessir áhrifamiklu menn eru á einu máli um mikilvægi samvinnuhreyfingarinnar fyrir land og lýð, þó að Sighvatur og Geir finni hreyfingunni og umsvifum hennar raunar sitt- hvað til foráttu. Ekki er óeðlilegt að skiptar skoðanir séu í þeim efnum, þar sem um svo mikilvirkt þjóðfélagsafl er að ræða. Athyglisverð eru hins vegar ummæli Svavars Gestssonar formanns Alþýðubanda- lagsins, en þar kveður við annan tón. Það sem honum er efst í huga er þetta: „Enginn vafi leikur á því að samvinnuhreyfingin hefur markað djúp spor í íslenskt þjóðlíf á þeirri öld sem nú er minnst. Meginatriðið er þó að sam- vinnuhreyfingin verði hreyfing en ekki stofn- un og að hún verði samtök fólks en ekki sam- steypa fyrirtækja sem fara fram í nafni sinna rekstrarlegu hagsmuna, gjörsamlega án tillits til hverjir eru hagsmunir þess fólks, sem sam- vinnuhreyfingin í öndverðu var stofnuð til að berjast fyrir.“ Meira að segja oddviti einkarekstursins í landinu, Geir Hallgrímsson, á í fórum sínum betri kveðjuorð til samvinnumanna á 100 ára afmælinu, en Svavar Gestsson, félagsmálar- áðherra og formaður flokks, sem kennir sig við alþýðu. Það skyldi þó ekki vera satt, að Al- þýðubandalagið sé einangrað fyrirbæri í ís- lenskri þjóðmálaumræðu? Guðný Pálsdóttir med prjóna sína, Guöný PáLsdóttir prjónakennari: Uér iili11* aHWÍ'SS „Ætli vön prjónakona sé ekki tvo eöa þrjá daga með eina lopapeysu, en þær duglegu eru ekki nema einn dag. Að sjálfsögðu eru til hamhleypur meðal prjónakvenna ekki síður en annars staðar,“ sagði Guðný Pálsdóttir er Dagur hitti hana á förnum vegi. Guðný er vel þekkt meðal prjónakvenna við Eyjafjörð og fyrir austan, en síðan 1971 hefur hún stýrt hverju prjónanámskeiðinu á fætur öðru. Síðast var hún á Dalvík og í Hrísey og um miðjan mars er fyrirhugað að halda nám- skeið á Akureyri. Guðný var beðin um að gera grein fyrir hvað gerðist á þessum nám- skeiðum. 40 konur á Dalvík „Já, ég hef verið að segja kon- um til með lopaprjón fyrst og fremst, og hvernig eigi að með- höndla hann. Eg segi þeim hvernig eigi að prjóna peysu eftir uppskrift og hafi þær prjón- að of fast, þá reyni ég að kenna þeim .að prjóna lausar. Þær mega ekki gera sér verkið of erfitt og kona sem prjónar fast á það á hættu að fá vöðvabólgu. Hvert námskeið er 15 tímar og konurnar koma í fimm skipti. Aðsókn hefur alltaf verið mikil og sem dæmi get ég nefnt að á Dalvík komu 40 konur og ég varð að skipta hópnum í tvennt.“ Guðný sagði að hún legði aðaláherslu á að kynna konun- um hvernig ætti að prjóna lopa- peysur, en einnig hefur hún í fór- > n—— um sínum lopahúfur og sokka svo dæmi séu tekin. Þessi nám- skeið eru konunum að kostnað- arlausu, nema hvað séu nám- skeiðin utan Akureyrar, þá hafa þátttakendur greitt Guðnýju ferðastyrk og séð henni fyrir fæði. Guðný sagði að hún hefði miðað námskeiðsdagana á Dal- vík og Hrísey við mokstursdaga Vegagerðarinnar. Bara að byrja . . . „Það hefur alltaf verið áhugi fyrir prjónaskap hér á landi og það er ekkert langt síðan heilu heimilin prjónuðu og seldu, enda er margt eldra fólk mjög duglegt við að prjóna og konur hafa alltaf viljað prjóna hlýjan fatnað fyrir sín heimili. Á þessum námskeiðum eru lopa- peysurnar aðalatriðið, enda er það markmiðið öðrum þræði að kenna konunum að prjóna peys- ur sem hægt er að selja, en það er þó ekkert skilyrði af hálfu Sambandsins, sem stendur fyrir þessum námskeiðum, að þátt- takendurnir prjóni fyrir það. Þetta er þjónusta sem það veitir þeim sem það vi 1 j a. “ Það kom fram hjá Guðnýju að margar konur hafa komið oftar en einusinni, endamá alltaf læra eitthvað nýtt í þessu sem öðru. „Ég held að ég geti ekki kennt þátttakendum að flýta sér svo mikið, ég legg mun meiri áherslu á að veita þeim öryggi til að byrja að prjóna úr lopa. Til eru fjölmargar konur sem aldrei hafa prjónað úr lopa, en þær þurfa bara að byrja, þá kemur þetta mjög fljótt. Skapandi vinna „í upphafi hvers námskeiðs kem ég með plötulopa og kenni konunum að vinda hann, síðan að fitja upp, en það eru margar konur sem nota ekki rétta fit. Ég segi þeim hvaða prjóna á að nota fyrir snúning og fyrir bol og við notum einna mest hringprjóna. Ég kenni þeim einnig að ganga frá flíkinni, þ.e. að þvo hana og hvernig hún eigi að vera ef ætl- unin er að selja hana.“ - En er það vel borguð vinna að prjóna lopapeysur? „Nei, hún er það ekki. Hins vegar hefur þetta batnað smám saman. Þetta er heimilisiðnaður og það má segja að hann hafi aldrei verið vel borgaður, en það er gaman að prjóna, þetta er skapandi vinna og það hefur svo sannarlega sitt að segja. Kona sem fer að prjóna peysur er varla búin að fella af einni peysu þegar hún er farin að hugsa hvernig næsta peysa á að vera og fitjar upp á henni.“ - Hafa karlmenn komið á námskeiðin hjá þér? „Nei, það hefur aldrei gerst, en við vitum að hér áður fyrr var það algengt að karlar prjónuðu. Nú er farið að kenna bæði strák- um og stelpum að prjóna í skólum. En ég veit að víða á heimilum þar sem prjónað er og selt, taka karlar til hendinni og prjóna beina prjónið." Dagur þakkar Guðnýju fyrir spjallið og minnir á að um miðj- an næsta mánuð verður hún með námskeið á Akureyri. Ef að lík- um lætur verður mikið prjónatif í Félagsborg þegar það hefst. 4 - DAGUR - 26. febrúar 1982

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.