Dagur - 26.02.1982, Side 9

Dagur - 26.02.1982, Side 9
NOREGSPOSTUR Atli Rúnar Halldórsson Kartöflumús og hákarl Þorrinn var hressilega blótaður hér í íslandsnýlendunni um helgina og það er rúmlega dags- verk að ná sér eftir þvílíkt skralí! Þorrablót íslendingafélagsins er hápunktur skemmtanahalds landans. Að þessu sinni komu saman nær fjögur hundruð manns - fleiri en nokkru sinni áður, að mér er sagt. Ónefnt ríkisstyrkt flugfélag flutti hefð- bundnar kræsingar til okkar og eitt stykki gömludansahljóm- sveit að auki. Brjóstbirtan var norsk. Sumir söknuðu þess reyndar að hafa ekki staup af ósviknu íslensku brennivíni til að skola niður hákarlinum. Norskættað öl gat þó gengið til þess arna. Ég lenti í því á dögunum að lýsa þorrablóti fyrir norskum skólafélögum mínum. Þeim þótti mestur fengur í að fá upp- lýsingar um matinn, en þar brást mér illilega kunnáttan í norsk- unni þegar mest á reyndi. Hvernig í dauðanum átti ég að lýsa því á þeirra máli hvað lundabaggi væri? Eða kæstur hákarl? Nógu bölvanlega gekk mér að koma til skila aið við borðuðum kartöflustöppu með hangikjötinu. Ég mundi ekki í fljótu bragði hvað stappa er á norsku. Hins vegar mundi ég að amma kallaði þetta fyrirbæri ævinlega kartöfl- umús og snaraði þessu einfald- lega yfir á norskuna: potetmus. Þetta olli vægast dálitlum mis- skilningi. Norðmennirnir féllu nefnilega beint í sömu gryfjuna og ég sjálfur þegar ég var stúfur heima á Jarðbrú. Þá bjuggu afi og amma í eigin íbúð í öðrum enda hússins en við í hinum. Margt bar fyrir augu og eyru á hverjum degi sem sveinninn ungi átti bágt með að skilja - og þurfti ekki samlagningu eða frádrátt til. Það var þetta sem ég nefndi áðan, að amma í mínum enda hússins talaði alltaf um kartöflustöppu. Þessi matur hét á hinn bógin aldrei annað en kartöflumús í eldhúsinu hjá ömmu. Mér sýndist þó að hér væri um svipaða eða sams konar fæðu að ræða. Ég vildi ekki í fyrsta kasti gera mig að viðundri með því að spyrja um skýringu á þessu mis- munandi orðavali, en reyndi að afla mér vitneskju á eigin spýtur. Ég átti bágt með að trúa því að amma notaði mýs í matargerð- ina, en gat ekki útilokað mögu- leikann. Enda. kom í ljós við frekari rannsókn málsins að við sláturtunnuna í búrinu niðri í kjallara var alltaf höfð músa- gildra, reiðubúin til að klemma og drepa þá mýslu sem vogaði sér að narta í ostinn. Næst tók ég til bragðs að njósna um ömmu í eldhúsinu þegar ég vissi að hún ætlaði að setja á borð svið, hangikjöt, bjúgu eða annað sem þykir við- eigandi að bera fram ásamt stöppuðum kartöflum. Sérstak- lega var fylgst með ömmu ef hún brá sér niður í kjallara meðan á matargerðinni stóð. En aldrei sá ég hana koma með neitt sem líktist mús. Hún hlaut að stappa mýsnar annars staðar og bæta þeim út í svo lítið bæri á. Að minnsta kosti þóttist ég nú viss í minni sök. Einn daginn fór ég til ömmu og gaf formálalaust út eftirfarandi yfirlýsingu: „Aldrei skal ég borða hér af því þú notar dauðar mýs í matinn.“ Alltaf man ég svipinn á ömmu þegar hún starði niður á svein- staulann furðu lostinn: „Guð hjálpi þég barn! Dauðar mýs?“ Þá skildi ég um leið að ég hafði gert mig að fífli, amma var sak- laus. Það voru í mesta lagi kett- irnir sem töldu sér sæmandi að éta mýs. Ég hljóp út og minntist aldrei framar á stappaðar mýs. Enn þann dag í dag get ég samt ekki skilið hvers vegna kartöflu- stappa er kölluð kartöflumús! Þannig var nú það. Og nú mörgum árum seinna, halda fá- einir Norðmenn í Osló að ís- lendingar éti mýs á þorrablót- um. Sem betur fór tókst að leið- rétta þann misskilning strax. Eða það vona ég. Mér gekk mun betur að lýsa því sem við notum af sauðkindinni blesaðri á svona matorgíum: ”Við brennum hausana á rollunum og étum svo af þeim andlitið; augu, eyru, nasir og tungu. Bókstaflega allt nema tennur, kjálka og haus- kúpuna. Síðan höldum við aftur eftir skepnunni og étum líkam- spartana ýmist reykta, nýja, saltaða eða súrsaða. Ef um er að ræða hrúta, þá förum við niður í pung og nöppum úr þeim eistun- um. Tillan látum við eiga sig en verið getur að hann sé líka nýttur fyrir vestan eða einhvers staðar á íslandi þar sem ég þekki ekki til.“ Fjörugastar umræður spunn- ust um hákarlinn. Þá fæðu dá- samaði ég mjög, en lét þess um leið getið að um ágæti hákarlsins væru mjög skiptar skoðanir. Til dæmis legði ýldubræluna dögum saman frá vitum þeirra sem mest létu í sig af hákarli og það gæti skaðað samskipti við hitt kynið. Einnig lét ég getið kenninga um að hákarlsát og náttúruleysi færi saman. Ég minnti líka á að há- karlinn hafi í gamia daga verið notaður til lækninga. Þá var stækur hákarl lagður við fing- urmein og graftarbólur og sagan segir að margir hafi þá fengið nokkurn bata. Talsverða athygli vakti þegar ég reyndi að lýsa því hvernig hákarlinn var og er verkaður. Satt að segja veit ég ekki baun um það. Einhvern tíma var mér sagt að stykkin hafi verið grafin í sand og látin liggja lengi lengi. Jafnframt að ekki hafi þótt verra að míga annað slagið í sandinn beint yfir há- karlinn. Pissið átti að bæta verk- unina. Þessi fróðleikur þótti Norðmönnum betri en engin. Enda er nú svo komið, eftir lýs- ingar mínar á lifnaðarháttum ís- lendinga fyrr og nú, að ýmsir skólafélagar mínir hafa við orð að heimsækja landið og skoða mannverurnar sem þar hafast við. Mín landkynning er áreið- aniega ekki vitlausari en þær sem ferðaskrifstofurnar nota. Að auki er mín kynning miklum mun ódýari. Vill ekki fjármála- ráðherrann frá Varmahlíð að allir reyni að spara nú til dags? 7. febrúar 1982. H-100 auglýsir Tökum að okkur heitan og kaldan veislumat. Getum bætt við okkur fermingarveisium. Upplýsingar í síma 25500. Gæðafæða bragðast best. I.marskemurbeint frá London, fjöilistamaðurinn Nicky Vaughan og skemmtir á hverju kvöldi. Föstudaga og laugardaga matur frá kl. 20. H-100 opiðöllkvöld Snyrtilegur kæðnaður. Jass - Námskeið 1 .-7. mars Leiðbeinandi: Paul Weeden - víðkunnur jassleikari Kennt verður í tveimur f lokkum, fyrir byrjendur og þá sem leikið hafa jass, síðari hluta dags og á kvöldin. Æskileg hljóðfæri: Blásturshljóðfæri, gítar, píanó (orgel), trommur eða bassi. Ekkert þátttökugjald. Nánari upplýsingar í Tónlistarskólanum, sími 21788, kl. 13-17 á mánudag. Annars mæta þátttakendur til kynningar og skráningar í heimavist MA, 3. hæð, kl. 17 mánudaginn 1. mars. Tónlistarskólinn, Menntaskólinn og Tónlistarfélagið. Leyni- melur 13 Sýning laugardagskvöld kl. 20.30. Sýning þriðjudagskvöld kl. 20.30. Miðapantanir í síma 24936 og við innganginn. Síðustu sýningar. Freyvangur. * Magra línan frá Mjólkursamlagi * * * * * * í KOTASÆLA * UNDAN- RENNA LÉTTMJÓLK * * ♦ * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * Næringargildi í 100g eru u.þ.b. Prótein 13,50 g Fita 4,50 g Kolvetni 3,00 g Kalsium 0,96 g Járn 0,03 g Hitaeiningar 110,00 (440 kj.) Næringargildi í 100 g er um það bil Hitaeiningar 35,00 Próteín 3,5 g Fita 0,05 g Kolvetni 4,7 g Kalk 0,12 g Fosfór 0,09 g Járn 0,2 mg Bi - vitamin 15,00 ae B2 -ö vitamin 0,2 mg C -vitamin 0,5 mg í 100 g. er u.þ.b.: Hitaeiningar 46 Prótein 3,5 g Fita 1,5 g Kolvetni 4,7 g Kalk 120 mg Fosfór 95 mg Járn 0,2 mg Vitamín A, B^, B^, C og D OFNBAKAÐUR GRÆNMETISRÉTTUR (u.þ.b. 300 hitaein. eða 1260 kj í skammti) 300 ggulrófur 250 ggulrætur 200 gsellerírót 100 gblaðlaukur 200 gKotasæla 3 egg 100 g rifinn Óðalsostur 1 tsksalt 'h tskpipar 1 tskmeriam Hreinsið gulrætur og rófur og skerið þær smátt. Stífþeytið eggjahvíturnar. Brytjið blaðlauk- inn. Blandið saman Kotasælu, blaðlauk, eggjarauðum, osti og kryddi. Blandið þessu varlega saman við eggjahvíturnar. Smyrjið eldfast mót. Setjið gulróf- ur og gulrætur I mótið og hellið eggjahvítuhrærunni yfir. Bakið í 15 mín við 225°C. Berið fram með heitum kartöflum. SÆLUBRAUÐ Smyrjið kex eða brauð með smjöri. Leggið lag af Kotasælu ofan á. Síðan má setja t.d. tómata, agúrku, kavíar, kræki- berjasultu, gaffalbita eða annað álegg ofan á. í Fitusnautt - Hollt - Næringarríkt ▼★★★★★★★★★★★"★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★^- 26. febrúar 1982 - DAGUR - 9 *-*★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★*****▼****

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.