Dagur - 26.02.1982, Qupperneq 12
Munið að panta fermingar-
matinn tímanlega, því allt er
að verða fullbókað.
Sjáum einnig um heitan
veislumat og getum þá sent
starfsmann til að sjá um
veisluna.
Munið að panta borð tímanlega fyrir
helgarnar og takið vinsamlegast fram,
hvort þið óskið eftir að koma á tíma-
bilinu 18.30-19.30 eða eftir kl. 21.00.
Lítið við á nýju setustofunni okkar,
fyrir eða eftir matinn, en hún er ein-
göngu fyrir matargesti.
XJr
gömlum
áiið 1963—’64
Rólegt var um jól og áramót
1963-1964 á Akureyri að sögn
lögregiunnar. Alls voru 26
brennur í bænum, og sýnir það
glögglega að ungir piltar á
þeim árum hafa verið fram-
takssamari í brennuefnissöfn-
un en jafnaldrar þeirra í dag. í
Degi 4. janúar 1964 sagði lög-
reglan að dansleikir hafi verið
á fjórum stöðum á Akureyri
um áramótin. Allt fór vel fram,
en þó þurfti lögreglan að aka
nokkrum heim sem ekki voru
rólfærir og var þeim komið inn
fyrir dyr heima hjá sér.
„Grjót-fóðraður
farvegur“
Verkfræðiskrifstofa Sigurðar
Thoroddsen hafði lagt fram til-
lögur um hvernig ganga skyldi
frá farvegi Glerár. Um það
sagði í frétt Dags 5. febrúar:
Samkvæmt áætlun (áætlun A,
sem er aðgengilegri) er gert ráð
fyrir grjótfóðruðum skurði eða
árfarvegi með tveim 1,3 m
stöllum eða fossum. Er það
miðað við árfarveginn allt frá
Gefjunarstíflu niður undir
ós . . .
Lét féð elta sig
Á Litlu-Hámundarstöðum á
Árskógsströnd bjó þá Jón
Guðmundsson, góður fjár-
maður og áhugasamur um
fjárrækt. Voru í Degi 12.
febrúar sagðar sögur af því
hvernig hann hafði það er hann
þurfti að koma fé sínu milli
staða. Brá hann sér jafnan í
hlutverk forustusauðs og á eftir
þrammaði allur kindahópur-
inn. Mun Jón hafa notað þessa
óvenjulegu aðferð oftar en
einu sinni og oftar en tvisvar
bæði í vondum veðrum og
myrkri.
Hótel KEA sprakk
Svo virðist sem mikil sprenging
hafi orðið í Hótel KEA um
þetta leyti. Ekki er vitað um
skemmdir, enda mun ástæðan
einfaldlega hafa verið sú að
Bændaklúbburinn hélt mjög
svo fjölmennan fund þar 10.
febrúar. Reyndar varð engin
sprenging í húsinu, en Dagur
sagði frá fundinum undir eftir-
farandi fyrirsögn: „Bænda-
klúbbsfundurinn sprengdi
Hótel KEA“.
Böðlast áfram
Þann 15. febrúar tjáði lögregl-
an á Akureyri að búið væri að
sekta fjölda manns fyrir að
virða ekki eina stöðvunar-
merkið sem sett hefði verið
upp í bænum, á horni Gránuf-
élagsgötu og Geislagötu. í
fyrirsögn sagði: „Menn böðlast
áfram - með réttu eða röngu“.
Þá var sagt frá sýningu Leikfé-
lags Akureyrar á „Góðir eigin-
menn sofa heima“, sem er
„skemmtilega vitlaus leikur“
eins og sagði í grein Dags.
Ókyrrð að Saurum
Það vakti geysilega athygli um
allt land er dularfullir atburðir
tóku að gerast að Saurum á
Skaga. Mikil ókyrrð var þar,
húsmunir og fleira á flegiferð
og bæði hreppstjóri og sýsiu-
maður létu hafa eftir sér að
þetta væri ekki af mannavöld-
um. Saurar voru umtalaðasti
bær landsins, og heimilisfólkið
þar hafnaði allri samvinnu við
blaðamenn - af slæmri reynslu
- og voru Saurar lokað land
blaðamönnum.
Fréttamenn í felum
Philip prins, hertogi af Edin-
borg heimsótti Norðurland, og
var geysilegur mannfjöldi við
móttöku í Lystigarðinum á
Akureyri. Á leiðinni norður
kom hertoginn við í Borgar-
fírði og renndi fyrir lax. Frétta-
menn fengu ekki að vera við-
staddir, en er fyrsti laxinn beit
á hjá hinum tigna gesti tóku
runnar og hríslur í nágrenninu
að færast úr stað. Kom í ijós að
margir fréttamenn höfðu falið
sig á snilldarlegan hátt, dul-
búnir sem runnar og hríslur,
áður en hertoginn hóf veiðarn-
ar. Var þessum runnum og
hríslum stuggað burtu.
OSB
„Mítt líf snýst
allt um knattspymu“
Breski knattspyrnuþjálfarinn
Douglas Reynolds sem þjálfa
mun 2. deildarlið Þórs í sumar
er kominn til Akureyrar og
hefur þegar tekið til starfa við
þjálfun liðsins. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem hann þjálfar
hér, hann var þjálfari Þórs á
árunum 1976-1977 og spurð-
um við hann fyrst hvað hefði á
daga hans drifíð síðan.
„Ég er búinn að fara ansi víða,
hef m.a. verið við þjálfun í
Bandaríkjunum, Hong Kong,
Singapore og í Oatar. Það kemst
ekkert annað að hjá mér en
knattspyrna og aftur knatt-
spyrna, mitt líf hefur allt snúist
um knattspyrnu og ég reikna
með að svo verði áfram.“
Reynolds er ákaflega við-
kunnalegur náungi, lífsgleðin
ljómar af honum og hann talar
ekki margar setningar í einu í
alvarlegum dúr. Húmorinn er
svo sannarlega til staðar og er
óspart notaður. En hvernig vildi
það til að hann kom aftur til
Þórs, er það vegna þess að hann
fái svo mikla peninga hér?
„Nei, ertu vitlaus,“ segir
Reynolds og hlær. „Þú hlýtur að
vera að gera að gamni þínu.
Annars var það þannig að þegar
ég var í Oatar að ég kynntist
skoskri stúlku og við keyptum
okkur hús miðja vegu á milli
Glasgow og Edinborgar, þú ætt-
ir að líta við ef þú verður ein-
hverntíma á ferðinni,“ bætti
hann við. „Þar var ég í haust
þegar Þórsararnir töluðu við mig
og þar sem mér hafði líkað ákaf-
lega vel að vera hér, ákvað ég að
slá til. Ég hreifst mjög að því
hvernig fólkið vinriur hérna og
hvemig það lifir, loftslagið er
líka ákaflega gott þannig að mig
l'angaði að koma hingað aftur
þótt allar aðstæður séu mjög erf-
iðar hér vegna veðurfarsins. Við
getum ekki byrjað að æfa úti fyrr
en löngu eftir að þeir eru byrjað-
ir í Reykjavík til dæmis. Mig
langaði einfaldlega að koma
hingað og gerði það, þótt ég væri
með önnur tilboð um þjálfun,
t.d. bæði frá Ástralíu og Hong
Kong og miklu meiri laun í boði,
það spilar fleira inn í þetta en
peningar.“
- Hvernig leggst svo í þig að
leiða Þór til sigurs í 2. deild, en
ég geri ráð fyrir að það sé það
sem þú munir stefna að?
„Mér líst mjög vel á þetta, það
eru komnir margir ungir piltar í
liðið frá því ég var hér og margir
þeirra eru mjög efnilegir. Eg
mun hinsvegar gera þeim fulla
grein fyrir því að í deildinni
verða 9 lið til viðbótar, og þau
stefna öll að sama markinu, þ.e.
að komast upp í 1. deild. Mínir
menn verða því að gera sér grein
fyrir því að það þarf að hafa fyrir
hlutunum, það verður að berjast
fyrir sigri til síðustu mínútu í
hverjum einasta leik. En auðvit-
að stefni ég að því að koma Þór
upp t 1. deild, það er ekkert
launungarmál.
Douglas Reynolds.
DelSeii
Það
er
merkið