Dagur - 02.03.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 02.03.1982, Blaðsíða 5
I Lausar stöður við Heilsuverndarstöð Akureyrar. Stöður Ijósmæðra við mæðraeftirlit, hlutastörf, eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 1. júní 1982 eða eftir sam- komulagi. Upplýsingar varðandi störfin veitir hjúkrunarfor- stjóri í síma 96-24052, kl. 13-15 alla mánudaga. Umsóknir sendast til stjórnar Heilsuverndar- stöðvarinnar eigi síðar en 15. apríl 1982. Stjórn Heilsuverndarstöðvar Akureyrar. Einingar- félagar Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar verð- ur haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri sunnu- daginn 7. mars n.k. kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnurmál. Almennur félagsgundur um kjaramálin verður haldinn síðar í mánuðinum. Reikningar ársins 1981 liggja frammi á skrifstofum félagsins. Athugið að sýna verður félagsskírteini við inn- ganginn. STJÓRN EININGAR. Mýtt Nýtt Florídana hreinn ananassafi Nýtt Nýtt •?>Kjörbúðir k *AKUREYRI Utboð Tilboð óskast í smíði 3. hæðartækjahúss póstsog símaá Akureyri. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu umsýsludeildar Landsímahúsinu í Reykjavík og á skrifstofu um- dæmisstjóra pósts og síma á Akureyri gegn skila- tryggingu kr. 1000,00. Tilboð verða opnuð á skrifstofu umsýsludeildar þriðjudaginn 16. mars kl. 11,00. Póst og símamálastofnunin. Skapti í nýtt húsnæði F.v.Skapti Áskelsson, Jón Berg og Jón Ævar Ásgrímsson. Á myndina vantar Vilhelm Ottesen. Mynd:áþ. húsgögn til fermingagjafa Ótrúlegt verð 1 manns bekkur og skrifborð kr. 3.350.00 Greiðsluskilmálar. Staðgreiðsluafsláttur 10%. Örkin hans Nóa Ráðhústorgi 7, sími 23509. Nýlega flutti byggingavöru- verslunin Skapti h.f. í nýtt húsnæði. í tæp 10 ár hefur verslunin veríð á annari hæð hússins nr. 13 við Furuvelli, en nú er hún komin á jarðhæð í sama húsi. Nýja húsnæðið, sem er bæði bjart og mjög rúmgott, er um 500 m2. Vöruúrval hefur veríð aukið og eigendurnir hafa ýmsar nýjungar á prjónunum. Jón Æ. Ásgrímsson, einn þriggja eigenda Skapta h.f., sagði að nýja verslunin gerði það að verkum að nú væri hægt að stór- auka þjónustuna við viðskiptavin- ina. Skapti h.f., sem selur bæði í smásölu og í heildsölu, hefur m.a. einkaumboð á Akureyri fyrir málningavörur frá Hörpu h.f. og einkaumboð á Norður- og Aust- urlandi fyrir vörur frá Sadolin og Holmblad A/S. Auk þess sem verslunin býður upp á fjölbreytt úrval af byggingavörum, selur hún margs konar vörur til hesta- manna. Eigendur Skapta h.f. eru þeir Hallgrímur Skaptason, Skapti Áslelsson og Jón Ævar Ásgríms- son. Tveir hinir síðastnefndu starfa í versluninni auk Jóns Berg og Vilhelms Ottesen. Innrétting- ar í Versluninni voru hannaðar af Teiknistofu Aðalgeirs T. Stefáns- sonar, raflögnin teiknaði Raftákn, en starfsmenn Norður- ljóss önnuðust lagnir. Bygginga- vöruverslunin Skapti er opin á laugardögum. Þess má geta að í versluninni er „barnahorn" og þar geta börnin setið og lesið Andrés Ond á með- an foreldrarnir versla. Það kom fram hjá Jóni Berg að vinsældir hornsins væru slíkar að eitt sinn hafi hánn orðið að leysa ungan svein út með blaðagjöfum, svo hann fengist til að yfifgefa versl- SunnudagurmeðPAUL WEEDEN Swmudaginn 7. nms Síðdegiskl. 15,30: Sunnudagsjass - eins og á gömlu góðu dögunum. Paul Weeden ásamt kunnum hljóðfæraleikurum frá Akureyri leika affingrum fram. KRÆSINGAR Á KAFFIHLAÐBORÐINU m:- L#, Um kvöldið: Jass- og danskvöld med Paul Weeden og fleirum frá kl. 19-24. SÉRTILBOÐ í tilefni heimsóknar hins víðkuniia jass- gítarleikara og söngvara Paul Weedwn. Veislustjórí Ingimar Eydal. MATSEÐILL: Spergilsúpa Jass duetl (2 gómsxtir kjötréttir). Triffle. Aðeins kr. 150,- JL Pantið borð í tíma. HÖTEL KEA AKUREYRI SÍMI: 96-22 200 'M. mars i 982 - DÁGÚR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.