Dagur - 02.03.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 02.03.1982, Blaðsíða 6
 FASTEIGN MEI Fyrir röskum þremur mánuö- um var ákveöiö að breyta göml- um gærugeymslum á Verk- smiðjum SIS svo Skinnasauma- stofan gæti fengið þar inni. Iðn- aðarmenn hófust handa og smám saman tóku salirnir á sig nýja mynd og fyrir nokkrum dögum flutti Skinnasaumastof- an í nýja húsnæðið. - Það tókst að flytja alla starfsemina um eina helgi. Ég held að það hafi verið kraftaverk,en við máttum ekki missa úr neinn vinnudag því eftirspurnin er svo mikil, sagði Einar Bridde, feldskeri og yfirmaður Skinnasauma- stofunnar þegar við gengum um sali stofunnar. - Mesta vandamálið þessa stundina er skortur á starfsfólki. Það er svo undarlegt að á sömu stundu og talað er um atvinnuleysi á Akureyri fáum við ekkert starfsfólk, en tilfellið er að launagreiðslur hjá Skinna- saumastofunni eru síst lægri en annarsstaðar. Því má og bæta við að ætlunin er að taka upp bónuskerfi hjá starfs- fólkinu sem er tæplega 30. Kom til viðgerðar - eftir 10 ára notkun! Skinnasaumastofa Sambands- ins mun vera eina stofan sinnar tegundar hér á landi og hún er þekkt fyrir vandaða vöru. Sigurð- ur Arnórsson, einn af aðstoðar- framkvæmdastjórum Iðnaðar- deildar, sagði að iíkja mætti vand- aðri mokkaskinnskápu við fast- eign með tölum og hann bætti því við að fyrir skömmu hefði deildin fengið 10 ára gamla flík inn, en ástæðan var sú að eigandinn vildi láta gera ögn við hana. Stofan var upprunalega í Borg- arnesi og hét þá Verksmiðjan Vör h.f. Starfsemin var flutt til Akur- eyrar í upphafi árs 1968 og var komið fyrir hjá vinnufatadeild Heklu. Smám saman varð stofan að sérstakri deild í Heklu, en var síðan flutt í leiguhúsnæði á Ós- eyri. Einar sagði að aðstaðan hefði ekki boðið upp á möguleika á nægilegri hagræðingu né hefði verið hægt að búa nógu vel að starfsfólkinu. Vel hefur verið hugsað um síðarnefnda þáttinn í nýja húsnæðiniu því þar er að finna fullkomið lofthreinsikerfi, sem sér um að lofthiti og rakastig sé rétt. Einar tók það fram að innan fárra daga væru væntanlegir blómakassar, en ekki hafði tekist að flytja þá úr gamla húsnæðinu. Þar höfðu blómin dafnað mæta Ingólfur Ólafsson verkstjóri, hefur starfað hjá saumastofunni frá upphafi. Unnið við pelssaumavél. vel og gerðu þeir félagar ekki ráð fyrir að myndi væsa um þau á nýja staðnum. 30% aukning - með sama mannskap. - Við erum búnir að ráðstafa okkar tíma út þetta ár og gætum selt meira ef framleiðslan væri meiri. Ætlunin er að með aukinni hagræðingu á þessum stað verði hægt að auka framleiðsluna um 30% með sama mannskap, en hér er einungis unnið á dagvakt og við gætum hæglega bætt við okkur 8 til 12 starfsmönnum við sauma- skap. Enn sem komið er framleið- ir stofan eingöngu mokkakápur af ýmsum stærðum og gerðum, en við gerum okkur vonir um að hefja aftur á árinu framleiðslu á húfum og lúffum. Ef t.d. áætlanir um pelsaframleiðslu sem er ný framleiðsla hjá okkur standast má gera ráð fyrir að stofuna vanti fjóra til fimm starfsmenn í heils- dagsvinnu til viðbótar því sem ég nefndi áðan, sagði Einar um leið og hann strauk yfir fallega kápu er hékk á slá. - Það fara um sjö skinn í eina svona kápu og það skiptir mjög miklu máli að flokk- unin takist vel. Sú hefur orðið á raunin hjá okkur og því má bæta við að gæði skinnanna frá sútun- ardeildinni hafa aukist til muna á undanförnum árum. Það hefur hjálpað okkur mjög mikið í sölu- málunum, enda skiptir það miklu að hráefnið sé gott. Á þessu ári er gert ráð fyrir að saumastofan framleiði sjö þúsund kápur. Af þeim munu um 1600 fara á innanlandsmarkað, en meirihluti framleiðslunnar fer í verslanir í Svíþjóð. Umboðs- Áður en flíkin er saumuð þarf að raka h: 6-DAGUR-2. mars 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.