Dagur - 02.03.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 02.03.1982, Blaðsíða 7
Þessi brosmilda kona heitir Aðalheiður. Hún er hér að sníða herrafrakka. 1 einum slíkum eru um 50 einingar. E> TÖLUM maður saumastofunnar í Svíþjóð hefur látið þau orð falla að hægt væri að selja mun meira af mokkakápum, svo ekki sé talað um gærukápurnar sem ætlunin er að hefja framleiðslu á í ár. Þær verða gerðar úr gráum gærum og snúa hárin út, en á hinum hefð- bundnu kápum snúa þau inn. Fram til þessa hafa Svíar keypt mikið af þessum gærum óunnum og framleitt kápurnar í Svíþjóð. - Skinnakaupmaður nokkur sagði eitt sinn við mig að íslend- ingar hefðu ekki gert sér grein fyrir því hversu mikil verðmæti væru fólgin í þessum skinnum, þau væru nánast dýrmætari en heita vatnið, sagði Einar, og Sig- urður bætti við að það sæi hver maður að með þessari framleiðslu sem ætti sér stað í saumastofunni, væri útflutningsverð margfaldað. sumum einingunum. Hanna hefur starfað hjá saumastofunni frá því hún var flutt til Akureyrar. Ein kápa á rúmum sex tímum Til þess að mokkakápurnar seljist þarf hönnunin að vera góð. Það kom fram hjá Sigurði að í ár væru framleiddar 14 mismunandi kápur, en þær hannaði sænskur maður. Sem dæmi um þá hagræð- ingu sem hægt er að koma fyrir, má geta þess að Svíinn gerði vas- ana á öllum kápunum eins og sömuleiðis er kraginn á þeim sömu gerðar. Hins vegar eru káp- urnar mjög mismunandi í útliti og liggur það í því að aðrir hlutar kápunnar eru mismunandi. Hver starfsmaður á saumastofunni hef- ur afmarkað verksvið og næst því smám saman mikill hraði. í lofti stofunnar er umfangsmikið „færslukerfi" en það er renni- braut sem flýtir fyrir og gerir það að verkum að erfiði er nær horfið. Að meðaltali tekur það sex og hálfan tíma að sauma eina kápu. Það er töluvert lengri tími en t.d. hjá Finnum sem geta gert sam- bærilega kápu á fjórum tímum. Einar sagði að munurinn lægi ein- vörðungu í þeirri reynslu sem Finnar búa yfir, en bætti því við að smám saman myndi starfsfólk- ið á Skinnasaumastofunni ná svip- uðum afköstum, enda væri t.d. gert ráð fyrir bónus og einnig væri ætlunin að leggja meiri rækt við starfsþjálfun. - En við höfum líka tekið nýtísku vélar í notkun og síðast en ekki síst var húsnæðið innréttað með þessa framleiðslu í huga, sagði Einar. Nú langaði útsendara Dags til að vita hvort ekki væri von til þess að verðið á mokkakápunum lækkaði þegar framleiðslugetan Einar Brídde (t.v.) og Sigurður Arnórsson. yrði meiri. Sigurður sagði að verðið myndi lækka eitthvað, enda væri ætlunin að Skinnadeild- in yrði samkeppnisfærari á er- lendum mörkuðum, sem eru nú í Svíþjóð eins og áður kom fram, en töluvert er einnig selt í Noregi og Danmörku. Mikilvægasti markaðurinn utan Skandinavíu er England. - Okkar framleiðsla hefur líkað vel, enda bendir eftir- spurnin til þess. Sem dæmi má geta að samkvæmt áætlunum munum við framleiða um 1300 gærupelsa á þessu ári og umboðs- maður okkar í Svíþjóð sagði að það væri bara dropi í hafið, sagði Sigurður. Vilja snúa við þróun- inni íslensku gærurnar hafa margt fram yfir þær útlendu, en helst eru það spánskar gærur sem eru sam- keppnisfærar. Þær eru álíka léttar og þær íslensku qg háraáferðin er svipuð. Háralag á Skandinavisk- um gærum er allt á annan veg og þær eru mun þyngri. Þetta hafa erlendir aðilar uppgvötað fyrir iöngu og kaupa héðan lítt unnar gærur, framleiða úr þeim lúx- usvöru og keppa síðan við ís- lenskar vörur. Þessari þróun vildu þeir Sigurður og Einar snúa við og sögðu að ef opinberir aðilar sýndu umræddri iðngrein nægan áhuga væri ekki ástæða til að óttast um framtíðina. 2. mars 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.