Dagur - 02.03.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 02.03.1982, Blaðsíða 3
Mjög sigurstranglegur listi - segir Hákon Hákonarson, formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélags Akureyrar um framboðslistann til bæjarstjórnarkosninga í vor „Ég er þess fullviss, að þessi listi er mjög sterkur og sig- urstranglegur. Með honum eru sameinaðir þeir höfuð- þættir, sem til þurfa að koma til að svo verði. Fyrst vil ég nefna það, að á listan- um eru menn sem hafa víð- tæka reynslu og þekkingu á málefnum bæjarins, í öðru lagi hafa konur fengið veru- legt brautargengi, og í þriðja lagi eru á listanum einstaklingar með mikil tengsl við atvinnulífíð í bænum, en það eru einmitt atvinnumálin, sem verða hvað mest í brennidepli á komandi misserum, því eins og allir gera sér grein fyrir, er traust, vaxandi og arð- samt atvinnulíf algjör for- senda velfarnaðar á öðrum sviðum, s.s. í félags- og menningarmálum“, sagði Hákon Hákonarson, for- maður fulltrúaráðs Fram- sóknarfélags Akureyrar í viðtali við Dag. „Fulltrúaráðið hefur um nokkurt skeið rætt það mjög ítarlega, hvernig staðið skyldi að ákvörðun um framboðs- mál. Fað sem menn vildu leggja áherslu á var í fyrsta lagi það, að tryggja áfram ör- ugga og markvissa forystu framsóknarmanna í bæjar- stjórnarmálum, í öðru lagi að hæfileg endurnýjun ætti sér stað innan forystusveitar flokksins og í þriðja lagi að tryggð yrðu áfram tengsl flokksins við atvinnulífið, bæði með þátttöku fulltrúa launa- fólks og þeirra sem í forsvari eru í atvinnul'ífinu. Framsóknarmenn hafa ávallt lagt mikla áherslu á þátttöku kvenna í stjórnmál- um, en því miður án þess að konur hafi séð sér fært að taka þátt í starfinu að marki. Nú hefur það hins vegar gerst, að konur eru tilbúnar að taka þátt í starfsemi flokksins af fullum krafti. Það má því ljóst vera, að framsóknarmenn bjóða nú fram lista sem skip- aður er hæfu fólki með marg- víslega reynslu og þekkingu. Kjarninn í stefnu Fram- sóknarflokksins er samhjálp til sjálfsbjargar. Framsókn- armenn vilja beita samtaka- mætti til að gera öllum kleift að lifa sem sjálfstæðir ein- staklingar í frjálsu landi. Með þetta að leiðarljósi munum við framsóknarmenn ganga bjartsýnir til kosningabaráttu og skorum á Akureyringa að veita lista okkar og þeim mál- efnum sem við berjumst fyrir atkvæði sín í komandi kosn- ingum“, sagði Hákon Hákon- arson að lokum. leiðsla á frábærlega góðu verði. Auðveldir í upp- setningu og miklir mögu- leikar í samsetningu. Góðir greiðsluskilmálar. Vöruhús KEA Hrísalundi 5 neðri hæð. World Carpets gólfteppin fljúga út, enda framúrskarandi gæðavara. Komdu og kynntu þér kosti World Carpets gólfteppanna. Leggjum, sníðum - vanir menn. Greiðsluskilmálar. HAFNAHSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96)21400 AEG borvélar AEG borvélar, margar gerðir. Ótrúlega miklir möguleikar með fylgi- hlutum. Omissandi á hverju heimili. Jám- og Glervörudeild 2. mars 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.