Dagur - 02.03.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 02.03.1982, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyrí, þríðjudagur 2. mars 1982 24. tölublað Falsaði 17 ávísanir — að fjárhæð tæpar níu þúsund krónur Á fímmtudag barst rannsókn- arlögreglunni á Akureyri kæra vegna ávísanamisferlis. Við rannsókn kom í Ijós að hér var Akureyringur að verki og hafði hann gefíð út 17 falsaðar ávísanir samtasls að upphæð kr .8.300 Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar var maðurinn gestur í húsi hér i bæ og var ölvaður. Þegar hann yfirgaf húsið hafði hann ávísanahefti á brott með sér og gaf flestar ávís- anirnar út á veitingastað í bænum. Að sögn lögreglunnar hefur um- ræddur Akureyringur ekki verið staðinn að ávísanamisferli áður. Fyrstu skipstjór- arnir útskrifaðir — frá framhaldsdeild Dalvíkurskóla í vór Undanfarin ár hefur verið starfrækt framhaldsdeild við Dalvíkurskóla. í vetur hefur verið rekin skipstjórnarbraut I tengslum við hana. í vor út- skrifast í fyrsta skipti nemendur af þeirri braut með skipstjórn- arréttindi á 120 tonna fískibáta. Dalvíkingar eru áhugasamir um þetta nám og stefna að því að bjóða upp nám á fyrsta og öðru stigi næsta skólaár. í viðtali við blaðið sögðu Trausti Þorsteinsson skólastjóri og Hilmar Daníelsson formaður skólanefndar, að undanfarin ár hefðu nemendur framhaldsdeild- ar aðeins getað lokið eins árs námi á Dalvík, en síðan þurft að ljúka námi sínu á Akureyri eða annars- staðar. Sl. vor hefði fæðst sú hug- mynd hvort ekki mætti koma á fót skipstjórnarnámi á Dalvík. Bæjaryfirvöld á Dalvík hefðu sýnt þessu mikinn áhuga. Auk þess hefði fræðsluráð Norðurl. kjörd. eystra mælt einróma með þessu, talið slíkt nám vel komið á Dal- vík vegna góðra tengsla við allar tegundir útgerðar. Skóla og bæjaryfirvöld á Dalv- ík hafa þegar markað þá stefnu að komið verði upp námi 1. og 2. stigs Stýrimannaskóla á Dalvík. Hafi því þegar verið komið áleiðis til viðkomandi yfirvalda. í vetur stunda 9 nemendur nám á skip- stjórnarbraut. Nú í vor ljúka þeir 1 stigi, sem gefur réttindi til að stjórn 120tonnafiskibátum. Höfð hefur verið samvinna við Stýrim- annaskólann í Reykjavík og kennt eftir sömu námsskrá. Aðspurðir um aðstöðu fyrir slíkt nám á Dalvík sögðu Trausti og Hilmar að hún væri góð. Fyrir aðkomna nemendur væri heima- vist á staðnum. Auk þess væri ver- ið að byggja við skólann og væri nú lokið fyrri hluta fyrsta áfanga, með 5 kennslustofum og góðri vinnuaðstöðu fyrir nemendur og kennara. Voru þeir félagar bjart- sýnir og töldu í sjónmáli góða kennsluaðstöðu. Margir notfærðu sér góða veðrið á dögunum og þvoðu bfla sína hátt og lagt, Akureyringar með full- trúa í Vasa-göngunni Akureyringar munu um næstu helgi eiga fulltrúa í hinni stór- frægu Vasa-skíðagöngu, því Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdarstjóri Flugfélags Norðurlands og stórtrimmari, brá sér til Svíþjóðar á dögum til þess að taka þátt í þessari fjöl- mennu skíðagöngu. Hann læt- ur ekki þar við sitja, heldur mun hann einnig taka þátt í Holmenkollen-göngunni, sem fram fer í Noregi 14.mars. Þrír aðrir íslendingar a.m.k., munu taka þátt í Vasa-göngunni og eru læknarnir Friðrik Páll Jónsson og Kristinn Eyjólfsson þar á meðal, en þeir eru við fram- haldsnám í Svíþjóð. Vasa-gangan er kennd við at- burð þann, er Gústav Vasa, Svía- kóngur, flúði þessa leið á skíðum undan Dönum. Leiðin er 85 km. löng, milli Sjálen og Mora. Um 10 þúsund manns taka þátt í göng- unni, víðs vegar að úr heiminum. Hermann Sigtryggsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á Akureyri, hafði milíigöngu um að skrá ís- lendingana í keppnina, sem er orðin liður í heimskeppni trimm- ara. Að sögn Hermanns er nú fyrirhugað að halda hér á landi al- þjóðlega keppni í skíðatrimmi á næsta ári. FRAMBOÐSLISTI FRAMSOKNARMANNA TIL BÆJARSTJORNARKOSNMGA A AKUREYRI Á fundi Fulltrúaráðs Fram- sóknarfélags Akureyrar á sunnudag var listi fram- sóknarmanna til bæjar- stjórnarkosninga 22. maí í vor ákveðinn, að undan- gengnu forvali félaga í Framsóknarfélagi Akureyr- ar, sem uppstillingarnefnd hafði síðan hliðsjón af við val á listann. Algjör einhug- ur var um tillögu uppstill- ingarnefndarinnar, sem hlaut atkvæði allra fundar- manna. Listann skipa: 1. Sigurður Óli Brynjólfsson kennari, 2. Sigurður Jóhannesson full- trúi, 3. Úlfhildur Rögnvalds- dóttir ritari, 4. Sigfríður Ang- antýsdóttir kennari, 5. Jón Sigurðarson framkvæmda- stjóri, 6. Þóra Hjaltadóttir hagræðingur, 7. Valur Arn- þórsson kaupfélagsstjóri, 8. Sólveig Gunnarsdóttir ritari, 9. Pétur Pálmason verkfræð- ingur, 10. Auður Þórhalls- dóttir húsmóðir, 11. Tryggvi Gíslason skólameistari, 12. Sigrún Höskuldsdóttir kennari, 13. Ingimar Eydal kennari, 14. Eva Pétursdóttir nemi, 15. Ingimar Friðfinns- son húsgagnasmiður, 16. Margrét Emilsdóttir iðn- verkakona, 17. Pálmi Sigurðs- son verkamaður, 18. Snjólaug Aðalsteinsdóttir afgreiðslu- stúlka, 19. Jónas Karlesson verkfræðingur, 20. Gísli Kon- ráðsson forstjóri, 21. Stefán Reykjalín byggingameistari, 22. Jakob Frímannsson fyrr- verandi kaupfélagsstjóri. Sjá viðtal við Hákon Hákonar- son, formann fulltrúaráðsins á bls. 3. Sigurður Óli Brynjólfsson. Sigurdur Jóhannesson. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Sigfríður Angantýsdóttir. Jón Sigurðarson. Þóra Hjaltadóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.