Dagur - 02.03.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 02.03.1982, Blaðsíða 12
VIFTUREIMAR í FLESTA BÍLA Verðbólgan veldur sívaxandi erfiðleikum í rekstrinum — sagði Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, á félagsráðsfundi KEA „Rekstur félagsins á árinu 1981 einkenndist eins og undanfarin ár af miklum umsvifum í verk- legum framkvæmdum og fjár- festingum, en auk þess varð veruleg veltuaukning hjá félag- inu á ýmsum þýðingarmiklum sviðum, þótt samdráttur yrði á einstaka sviði vegna sérstakra ytri aðstæðna“, sagði Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, á félagsráðsfundi KEA,sem haldinn var fyrir skömmu. Samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri varð heildarvelta félagsins á árinu 770,8 Mkr. og hefur aukist að meðaltali um 51,5% frá fyrra ári. Veltuaukning í vinnslu og sölu landbúnaðarafurða (34,2%) dregur niður heildar meðaltalið og er það eðlilegt miðað við ríkj- andi aðstæður, þar eð búvöru- framleiðsla hefur farið minnkandi í kjölfar kvótakerfis og kjarnfóð- ursskatts. Veltauaukning í versl- un (56,8%) iðnaði (57,4%), þjón- ustu (66,4%) og sjávarútvegi (60,9%) er hins vegar verulega mikil og má telja mjög vel viðun- andi miðað við verðþróun í land- inu. Laun og launatengd gjöld hjá félaginu á árinu 1981 námu kr. 101.886,168,91, án þess að laun sláturhússreiknings séu meðtalin. Samsvarandi upphæð á árinu 1980 var kr. 67.854,789,75 og hefur launakostnaður þá hækkað um 50,1%. Má það teljast hagstæð þróun miðað við veltuaukningu. Valur sagði að verðbólgan setti mikið svipmót á allar veltutölur og ylli sívaxandi erfiðleikum í fjármögnun rekstursins og fjár- mögnun framkvæmda. “Fram- kvæmdir hljóta að stöðvast að miklu leyti eftir að lokið er yfir- standandi verkefnum, verði verð- bólga og vaxtakjör svo óhagstæð sem nú. Jafnframt kalla vaxta- kjörin á sérstakar hagræðingarað- gerðir í rekstri félagsins, þarf þar ekki síst að líta til smásöluversl- unar félagsins, þrátt fyrir talsvert aukna veltu hennar á síðasta ári. Sérstaklega er þörf skipulags- breytinga í þýðingar- miklum þáttum varðandi mat- vörudreifinguna á Akureyri. Jafnframt gerir vaxandi sam- keppni á Akureyri útilokað að fé- lagið geti þolað hallarekstur á verslunarútibúum í Eyjafirði". Rekstur sumra útibúanna getur því orðið að breytast í ýmsum at- riðum, en skipulagsmál verslun- arinnar eru nú í sérstakri athugun með aðstoð erlends sérfræðings og lýkur henni væntanlega með vorinu. Sagði Valur að þá væri hægt að móta nánar, til hvaða ráð- stafana yrði gripið til þess að gera vörudreifingu félagsins sem sam- keppnishæfasta, jafnframt því sem hún geti veitt félagsfólkinu sem hagstæðast vöruverð miðað við veitta þjónustu. Tæknin lætur ekki að sér hæða. Á dögunum var til sýnis í versluninni Akurvík 60 tommu sjónvarpsskermur, en venjulegt sjónvarpstæki er með rösklega 20 tommu skerm. Róbert Árnason, verslunarstjóri, sagði að þetta tæki nýttist fyrst og fremst fyrirýmiskonar félagasamtök, en þess væri tæplega langt að bíða að svona skermar yrðu almenningseign. - Möguleikarnir eru óþrjótandi og þessum tækjum fleygir stöðugt fram, sagði Róbert og hann sýndi okkur einnig lítið sjónvarpstæki sem 2ja tommu skerm. í því er einnig útvarp og vckjaraklukka.... Róbert sagði að í landinu væru til tveir 60 tommu skermar og sá í Akurvík til sölu ef einhver vill kaupa. Hinn mun vera kominn í reykvískan skemmtistað. Lit- blöndun fer fram á skerminum, en litunum er varpað á hann úr kassa sem í eru þrír myndlampar. Hljóðinu er varpað á skerminn úr kassanum og þaðau berst hljóðið til áhorfendans sem verður að vera í minnst 3ja m. fjarlægð. Skákmót á Raufarhöfn Mikill skákáhugi er nú á Rauf- arhöfn og um áramótin var þar stofnaö skákfélag. Upphafs- maðurinn er kennari, sem kom til Raufarhafnar sl. haust, Þór Örn Jónsson. Hann kennir 20 - 30 börnum skák í skólanum og að sögn Gunnars Hilmars- sonar, sveitarstjóra, eru þau flest ef ekki öll í félaginu. Auk þess er þar röskur tugur full- orðinna. Um hverja helgi eru haldin skákmót. „Við teflum núna í þremur flokkum“, sagði Gunnar, „og þátttakendurnir hafa verið þetta á milli 30 og 40 um hverja helgi. Nú vinnum við að þvf að fá hingað al- þjóðlegan meistara til að tefla við okkur fjöltefli og halda fyrirlestur um skák“. Prentskilasafn Amtsbókasafnsins: Ríkið taki þátt í kostnaóinum „Prentskilasafnið kostar bæjarfélagið ansi mikið fé, því það þarf húsnæði undir þessa prentgripi, það þarf að binda þá inn og skrá þá. Mér fyndist ekki óeðlilegt að Amtsbóka- safnið fengi frá ríkinu sem svar- aði einum bókavarðarlaunum upp í þennan kostnað“, sagði Lárus Zóphóníasson, amts- bókavörður, í viðtali við Dag. Eins og kunnugt er á að varð- veita alla prentgripi, sem gefnir eru út á íslandi og nú er það gert í þremurbókasöfnum. Landsbóka- safnið fær 2 eintök frá hverjum út- gefanda, Háskólabókasafnið eitt og Amtsbókasafnið á Akureyri eitt eintak. Eins og fram kom hjá Lárusi er töluverður kostnaður að varðveita bækur og blöð. Akur- eyrarbær rekur Amsbókasafnið, en bæði Landsbókasafnið og Háskólabókasafnið eru rekin á kostnað ríkisins. Finnst mörgum það nokkurt óréttlæti að ríkið skuli ekki taka þátt í kostnaði við prentskilasafnið á Akureyri, eins og gert er í Reykjavík. „Eg hef nokkuð lengi verið að ympra á þessu máli við ráðamenn, en ekki fengið úrlausn ennþá. Það er mikill fengur í því fyrir okkur hér á Ákureyri að hafa þetta prentskilasafn og ég vil alls ekki missa það, en auk þess er talið ör- yggisatriði að hafa slíkt safn víðar en á einum stað á landinu. Því hef ég lagt þetta til, að ríkið greiði laun eins bókavarðar upp í þenn- an kostnað,“ sagði Lárus Zóp- hóníasson að lokum. Óvænt úrslit Um helgina var prófkjör hjá Sjálfstæöisflokknum á Akur- eyri og einnig var prófkjör hjá Alþýðuflokknum. Úrslit voru bindandi fyrir fjóra efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins, en aðeins fyrir þann sem hlaut sjötta sætið á lista Alþýðu- flokksins. Gert er ráð fyrir að báðir þessir flokkar gangi frá listum sínum fyrir eða um miðj- an mars. Freyr Ófeigsson varð í fyrsta sæti í prófkjöri Alþýðuflokksins, í öðru sæti varð Tryggvi Gunnars- son, Jórunn Sæmundsdóttir f # Órólegir gestir Um síðustu helgi kom til Ak- ureyrar hópur skólanemenda úr Reykjavík. Á honum sann- aðist hið fornkveðna að það þarf ekki nema einn gikk í hverja veiðistöð, en örfáir nemendanna höguðu sér á þann veg að það var skól- anum ekki til sóma. M.a. höfðu tveir þeirra björgunar- vesti úr flugvélinni á brott með sér þegar til Akureyrar kom og þeir hnupluðu leið- beiningaspjaldi úr gufubaði sundlaugarinnar. Auk þess fóru þeir i sund um nóttina og notuðu brunastiga hótels þess er þeir gistu á, í stað þess að fara hefðbundna leið. • Nýttblað á Akureyri Fyrir nokkrum dögum komu tveir ungir sveinar með blað á ritstjórn Dags. Þeir höfðu gef- ið það út sjálfir og voru nú að selja blaðið, sem þeir nefna „Spaðinn". Alls eru níu síður með lesmáli af ýmsu tagi, en mest ber þó á skrýtlum og gátum. Strákarnir, sem heíta Jón Stefán Einarsson og Hjalti Finnsson hafa með þessu blaði stigið sín fyrstu spor á sviði blaðamennsku og óskar S&S þeim til ham- ingju með blaðið. þriðja, Snælaugur Stefánsson í fjórða, Birgir Marinósson í fimmta og Alfreð Ó Alfreðsson í sjötta sæti. 390 kusu, sem er rúm- lega þriðjungur þeirra sem kusu flokkinn í síðustu bæjarstjórnar- kosningum. 63 atkvæði voru ógild. Alls tóku 1134 þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, þar af voru gild atkvæði 1117. Gísli Jónsson varð í fyrsta sæti, Gunnar Ragn- ars í öðru, Jón G. Sólnes í þriðja, Sigurður J. Sigurðsson í fjórða, Margrét Kristinsdóttir í fimmta og Bergljót Rafnar í sjötta. • Góa Góa hófst í síðustu viku, en góa er f immti mánuður vetrar. Daginn er tekið að lengja og vorið er ekki svo langt undan samkvæmt dagatalinu. Margt hefur verið ort um þetta tíma- bil og í kviðlingi segir: Velkomin sértu góa mín og gakktu I bæinn. Vertu ekki úti í vindinum vorlangan daginn. í bók Árna Björnssonar, Saga daganna, segir að stundum sé eins og verið að hnýta í þorra um leið og góu er gefið undir fótinn: Góa kemur með gæðin sln gefst þá nógur hitinn. Fáir sakna þorri þín þú hefur verið skitinn. # Bíll kennir bíl Börn geta oft verið skemmti- leg í tilsvörum og margar af hugmyndum þeirra um tilver- una eru skringilegar. S&S frétti t.d. af barni sem fór með foreldrum sínum í bíltúrog sá þá í fyrsa sinn hvar bíll var dreginn eftir götunni af öðr- um bíl. Barnið lagði nefið að rúðunni og sagði eftir andar- tak: - Sjáiði, þarna er bfll að kenna öðrum bíl hvernig á að keyra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.