Dagur - 09.03.1982, Page 5

Dagur - 09.03.1982, Page 5
Gunnvör Braga dagsrárfulltrúi: Æskilegt að auka barna- og unglingaefni héðan „Það var byrjað að flytja barnaefni reglulega frá Akur- eyri árið 1978 og það er óhætt að segja að það hafi gefist mjög vel. Við höfum verið afskap- lega heppin með fólk hér fyrir norðan og það hefur sýnt sig og sannað að þetta á fullan rétt á sér,“ sagði Gunnvör Braga dagskrárfulltrúi Ríkisútvarps- ins sem hefur umsjón með barna- og unglingaefni. Gunn- vör var á ferðinni á Akueyri á dögunum og við ræddum stutt- lega við hana. „Við höfum verið með fastan þátt héðan frá Akureyri en það er „Litli barnatíminn“. Að honum eru þrfr stjórnendur, Heiðdís Norðfjörð, Dómhildur Sigurðar- dóttir og Gréta Ólafsdóttir, og hafa þær séð um þáttinn sinn mán- uðinn hver. Erindi mitt hingað norður er auðvitað fyrst og fremst að þinga með þessum ágætu kon- um um sumarið sem framundan er, og Ieita að nýju fólki sem hefur hug á að fást við stjórn á barna- og unglingaefni. Þessir þættir héðan hafa verið unnir eins og þeir væru fyrir land- ið allt, þetta er ekki staðbundið efni. En vissulega gæti það verið gaman að vera stöku sinnum með staðbundið efni. Það má nefna efni eins og hvað verður boðið upp á hér á Akureyri fyrir krakka í sumar, hvaða félög verða starf- andi, hvernig getum við hagað okkar útivist og fleira í þeim dúr.“ - Ef farið verður út í það að fjölga þáttum héðan frá Akureyri fyrir börn og unglinga, yrði það þá þáttur fyrir unglinga sem kæmi til viðbótar við „Litla barnatím- ann“? „Barna- og unglingaefni í út- varpinu er í ákveðnum ramma ef svo má segja. Mér sýnist það sterklega koma til greina að Ak- ureyri haldi „Litla barnatíman- um“, en fái svo t.d. á föstudögum útsendingu fyrir eldri krakkana, þ.e. 10-14 ára. Það gæti einnig komið til greina að sá þáttur sem bættist við yrði unglingaþáttur sem yrði á dagskrá á kvöldin." Gunnvör Braga. Leikklúbburinn Saga: Frumsýnir íslenskt verk í næsta mánuði Hespulopi Uppskrift nr. 200 Magn: 1400 gr. (str. 40) Verð kr. 256.00 Plötulopi Og Tweed-lopi í mörgum litum Álafoss Lopi-light Léttur-lopi Uppskrift nr. 196 Magn 650 gr. (str. 40) Verðkr. 107.50 ALAFOSS LOPI er íslensk gæðavara á hagstæðu verði. Það er til fjöldi uppskrifta, hvernig væri að kynna sér úrvalið. Álafosslopi Crystal-Fleece Eingirni Uppskrift nr. 212 Magn: 600 gr. (str. 40). Verð kr. 102.00. 200 Sigurtar Gubmmlssonarftf. Leikklúbburinn Saga á Akur- eyri hefur nú hafið æfingar á nýju íslensku leikverki sem frumsýnt verður um miðjan aprfl. Leikritið nefnist „Anna Lísa“ og höfundur þess er Helgi Már Barðason. Leiks- tjóri er Þröstur Guðbjartsson. Hlutverkin í leikritinu eru alls 11. Verkinu er skipt í þrjá þætti og fjallar hver þáttur um stúlk- una Önnu Lísu á mismunandi aldursskeiðum, samskipti henn- ar við fjölskyldu, vini og um- hverfi. Einnig verða í leikritinu söng- og dansatriði unnin af höfundi og leikstjóra í samein- ingu. „Anna Lísa“ er skrifað sér- staklega fyrir Leikklúbbinn Sögu og í samvinnu við leikhóp og leikstjóra. Leikmynd ereinn- ig unnin á svipaðan máta. „Anna Lísa“ er að ýmsu leyti gamanleikrit, en inn í það flétt- ast þó alvöruþrungin og spenn- andi atriði. Þetta er fyrsta leikrit Helga Más í fullri lengd, en hann hefur áður samið leikþætti og styttri revíur fyrir árshátíðir og skemmtanir. Leikstjórann, Þröst Guðbjartsson, ættu Akur- eyringar að þekkja úr „Þrem systrum", sem L.A. sýnir um þessar mundir. Leikklúbburinn Saga er ung- lingaleikhús og Jiið eina sinnar tegundar hér á landi. Félagar eru allir á aldrinum 14-22 ára. Klúbbnum hefur verið boðið til Danmerkur næsta sumar með verkið, en ennþá hefur ekki ver- ið tekin ákvörðun um hvort klúbburinn þekkist boðið. Mun fjárhagsstaða klúbbsins að lokn- um sýningum á „Önnu Lísu“ Formaður Leikklúbbsins skera úr um það. Sögu er Jóhanna Birgisdóttir. HAFNARSTRÆTI96 SIMI 96*24423 AKUREYRI íc fl Elektro EHi Helios Lítið útlitsgallaðir kæli- og frystiskápar Allt að 24% afsláttur Elektro cTc Hitadunkar 100-300 lítra Norskgæðavara úr ryðfríju stáli með sjálfvirkum hitastilli. HDHX Þilofnar, margar stærðirog gerðir. Rakatæki og blástursofnar. > Eldavélar, uppþvotta- vélar og ísskápar. Hagstætt verð. öryggisofnar með snúningsdiski þrefalt öryggi á hurð. Gæðavara í sérflokki. ftvERsuo hjá fagmanni ★ NÝLAGNIR' VIÐGERÐIR • VIÐHALD • VERSLUN 9. mars 1982 t. DAGUR - 5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.