Dagur


Dagur - 09.03.1982, Qupperneq 9

Dagur - 09.03.1982, Qupperneq 9
Lið Þórs sem sigraði í 2. deildinni í körfuknattleik og leikur í 1. deild næsta vetur. Fremri röð frá vinstri: Konráð Óskarsson, Erlingur Jóhannsson, Valdimar Júlíusson, Þórhallur Vilhjálms- son, Björn Sveinsson. Aftari röð frá vinstri: Gylfi Kristjánsson þjálfari, Roger Behrends, Ríkharð Lúðvíksson, Guðmundur Björnsson, Jóhann Sigurðsson, Eiríkur Sigurðsson fyrir- liði, Þórður Stefánsson, Jón Hcðinsson með son sinn og Þórarinn Ólafsson. Ljósm. KGA Þórsarar eru komnir í 1. deild í körfubolta Um helgina voru leiknir hér á Akureyri úrslitaleikir í 2. deild í körfubolta, en þar var riðlakeppni og komust sigur- vegarar riðlanna í úrslita- keppni. Þau lið sem kepptu í úrslitunum voru Þór Akur- eyri, ÍME, Breiðablik Kópa- vogi og Vestmannaeyingar. Þórsarar stóðu sig mjög vel í þessari keppni, unnu alla leiki sína, en það sama gerðu þeir í sínum riðli. í liði Þórs eru margir ungir og efnilegir strákar, en kjölfestan er Jón Héðinsson, Eiríkur Sigurðsson og Banda- ríkjamaðurinn Roger Behr- ends. Hann er þó ekki eins af- gerandi í liði sínu eins og þeir Bandaríkjamenn sem áður hafa leikið hér, enda voru þeir frá- bærir. Þórsarar munu því leika í fyrstu deild næsta ár og vonandi komast þeir fljótlega í úrvals- deildina, en körfuboltinn á ís- landi rís nú hærra en hann hefur áður gert. Þór - Vestmannaeyjar 87-69 Fyrsti leikurinn í úrslitum annarrar deildar var leikinn á föstudagskvöldið. Þá léku Þórs- arar við Vestmannaeyinga í íþróttaskemmunni. Leikurinn varð aldrei spennandi, þar sem Þórsarar höfðu ávallt yfirburði. Þeir náðu strax afgerandi for- ustu sem þeir héldu út allan leik- inn. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 17 gegn 6, Þór í vil. Skömmu síðar meidd- ist Eiríkur hjá Þór, en þá komu bara yngri strákarnir meira inná og stóðu sig ágætlega. í hálfleik var staðan 37 gegn 20. Smám saman jókst forskotið og þegar flautað var til leiksloka var staðan 87 gegn 69 og öruggur Þórssigur í höfn. Það vakti sér- staka athygli að allir leikmenn Þórs fengu að spreyta sig í leikn- um, en í þeim hópi eru margir efnilegir strákar. Það hlýtur að vera meira gaman fyrir þá að vera með þegar þeir fá að taka þátt í leiknum þó ekki sé nema nokkrar mínútur. Roger Behrends var stiga- hæstur Þórsara með 28 stig, en ágætan leik sýndu m.a. Valdi- mar, Erlingur o.fl. Þór - Breiðablik 78-77 Þessi leikur var mjög spennandi og allan leikinn skildu aðeins fá stig liðin að, en Þórsarar höfðu þó yfirleitt forustuna. Það var ekki fyrr en á síðustu mín. að Blikarnir náðu forustu. Þegar 30. sek. voru eftir, hafði Breiða- blik boltann og var einu stigi yfir. Þórsarar komu þá alveg fram að miðju á móti þeim og Jóni Héðinssyni tókst að ná boltan- um þegar aðeins um 5 sek. voru eftir að leiknum. Hann henti fram til Valdimars sem komst upp að körfunni og skoraði ör- ugglega, og þá um leið gall flauta tímavarðarins og Þórsarar sigr- uðu með eins stigs mun. Jón Héðinsson var atkvæðamestur Þórsara í þessum leik. Þór-ÍME 104-90 Skemmtilegasti leikur úrslit- anna var tvímælalaust leikur Þórs og menntskælinga frá Egilsstöðum. Þeir hafa í broddi fylkingar hástökkvarana Unnar Vilhjálmsson og Sigurð Matthí- asson frá Dalvík, en þeir voru burðarásar liðsins. Til að byrja með var leikurinn mjög jafn, og mátti sjá jafnar tölur til að byrja með. Þórsurum tókst þó að ná smá forskoti eða níu stigum eftir tíu mín. leik, og það forskot dugði þeim til sigurs í leiknum. í hálfleik var staðan 47 gegn 38 fyrir Þór. 1 byrjun síðari hálfleiks náðu Austfirðingar að minnka mun- inn niður í sjö stig, en hingað og ekki lengra sögðu Þórsarar og skömmu síðar höfðu þeir aukið Ðjarmi í 1. deild Ungmennafélagið Bjarmi úr Fnjóskadal sem tekur þátt í annarri deild í blaki, vann um helgina góðan sigur á Fram úr Reykjavík. Með þessum sigri tryggði Bjarmi sér sigur í ann- arri deild, og leika þeir því í fyrstu deild næsta keppnis- tímabil. Eins og áður hefur komið fram, æfa þeir í íþrótta- húsinu sem er við Stórutjarn- arskóla en þar er aðstaða til blakiðkunar ágæt. Íþróttasíð- an óskar Fnjóskdælum til hamingju með sigurinn í muninn í tólf stig. Um miðjan síðari hálfleik var staðan 76 gegn 68 Þór í vil og þegar flautað var til leiksloka hafði Þór gert 104 stig en ÍME 90. Þórsarar höfðu því sigrað í þessari úrslitakeppni og jafnframt í annarri deild. Fyrir það fengu þeir eignarbikar og leikmenn verðlaunapeninga. Jón Héðinsson var bestur Þórs- ara í þessum leik, en hann skor- aði 22 stig. Stigahæstur þeirra var þó Roger Behrends. Þá var Erl- ingur góður og gerði t.d. tólf stig úr langskotum. Þeir Unnar Vil- hjálmsson og Sigurður Matthí- asson voru langbestir hjá ÍME, enda stökkkraftur þeirra mikill og hittni þeirra frábær. Sigur og tap hjá UMSE deildinni og vonar að þeir standi sig vel í keppninni í fyrstu deild. Eyfirðingar gulltryggðu setu sína í fyrstu deild í blaki þegar þeir sigruðu Laugdæli með þremurhrinumgegneinni. Dag- inn eftir kepptu þeir við Þrótt og þar hittu þeir fyrir ofjarla sína sem sigruðu Eyfirðinga með þremur hrinum gegn einni. Það verða þá Laugdælir sem falla í aðra deild að þessu sinni. 9. mars 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.