Dagur - 23.03.1982, Page 3
Folaldakjöt
Nýtt, saltað og reykt
Frá Hússtjórnarskóla Akureyrar
Vegna forfalla geta nokkrir nemendur komist aö á
síðasta réttindanámskeiði vetrarins.
Upplýsingar í síma 24199.
Níu bílar
Samtök áhugafólks um
áfengisvandamáliö, betur
þekkt undir nafninu SÁÁ,
hefa hleypt af stokkunum
stórglæsilegu happdrætti, og
er það liður í fjáröflun samtak-
anna vegna byggingar nýrar
sjúkrastöðvar sem rísa á við
Grafarvog í Reykjavík.
„í þessu máli verðum við að
treysta á góðar viðtökur almenn-
ings, ríki og sveitarfélög verða að
vísu einnig vinsamleg að því að
við vonum, en það sem mun gera
útslagið er hvaða móttökur
happdrættið fær hjá öllum
almenningi" sagði Vilhjálmur
Vilhjálmsson framkvæmdar-
stjóri SÁÁ í viðtali á dögunum.
Full ástæða er til þess að benda
fólki á að um leið og það styður
gott málefni með kaupum á mið-
um í þessu happdrætti þá hefur
það möguleika á að vinna glæsi-
lega bifreið. Alls eru 9 bílar í
verðlaun. Fyrsti vinningur er
bifreið af gerðinni SAAB 900
Torbo að verðmæti 260.000
krónur, annar vinningur er Opel
Ascona Berlina að verðmæti
235.000 krónur, og síðan eru sjö
vinningar sem hver um sig er bif-
reið af gerðinni Colt Mitsubishi
að verðmæti 111.500 krónur
hver. Heildarverðmæti vinning-
ana nemur því einni milljón, tvö-
hundruð sjötíu og fimm þúsund-
um og fimm hundruð krónum.
Allt eru þetta skattfrjálsir
vinningar, en dregið verður í
happdrættinu þann 7. april.
Zontaklúbbur Akureyrar:
Gaf Heilsuverndarstöð-
inni sjónþjálfunartæki
Þann 13. þ.m. afhentu félagar í
Zontaklúbbi Akureyrar
Heilsuverndarstöð Akureyrar
að gjöf sjónarþjálfunartæki af
fullkomnustu gerð. Veitti
Hilmir Jóhannsson héraðs-
læknir þeim viðtöku fyrir hönd
Heilsuverndarstöðvarinnar, en
Ragnheiður Hansdóttir forma-
ður Zontaklúbbsins afhenti
þau. Tækjunum er komið fyrir í
húsnæði augnlæknanna á Ak-
ureyri, en Jónína Hreinsdóttir
sjónþjálfi, sem tækin notar,
vinnur í nánu samstarfí við þá.
Eðlileg samsjón augna er öllum
mikils virði. Sé henni ábótavant á
fyrstu árum einstaklingsins, er
hætta á sjóndepru á öðru auga og
að þríviddarskyn verði skert. Að-
stoð sjónþjálfa við greiningu og
meðferð þessa ágalla er nauðsyn-
legur þáttur í nútíma augnlæknis-
þjónustu.
Sjónþjálfunartækin eru af-
rekstur þriggja ára fjáröflunar-
starfs Zontaklúbbsins fyrir
sjónskerta og er því verkefni nú
lokið, en í Zontaklúbbi Akureyr-
ar eru 36 félagskonur. Nú á ári
aldraðra hefur Zontaklúbburinn
ákveðið að styrkja „Systrasel," en
þar á að koma upp hjúkrunar-
deild fyrir aldraða. Fyrsta fjáröfl-
unin í þessu skyni verður Páska-
basar í Gildaskála Hótels KEA
þann 1. april kl. 20, ,en þar verður
á boðstólum alls kynns Páska-
skraut, kökur og brauð. Sömu-
leiðis verður Nonnahús opið fyrir
gesti dagana 5.-8. april frá kl. 5-6.
Frá afhendingu sjónþjálfunartækisins. Á myndinni eru talið frá vinstri: Ragn-
heiður Hansdóttir tannkeknir, Hilmir Jóhannsson héraðslæknir, Ragnar Sig-
urðsson augnlæknir, Loftur Magnússon augnlæknir og Jónína Hreinsdóttir
sjónþjálfi Ljósm.: Páll.
Ingvar Gíslason
herra, opnar sýninguna.
Búlgörsk
nútímalist
Á laugardag var opnuð í list-
sýningarsal Myndlistarskólans
á Akureyri sýning á búlgarskri
nútímalist. Ingvar Gíslason
menntamálaráðherra, sem er
formaður Vináttufélags íslands
og Búlgaríu opnaði sýninguna
með ávarpi, þar sem hann rakti
í stuttu máli sögu Búlgara, en
nú eru 1300 ár síðan fyrst var
stofnað búlgarskt ríki.
Mikið fjölmenni var við opnun
sýningarinnar og fóru menn lof-
samlegum orðum um hana, enda
er þetta mjög vönduð sýning og
aðgengileg öllum. Er fólk hér
með hvatt til að sjá sýninguna, en
henni lýkur sunnudaginn 28.
mars. Þetta er í fyrsta skipti sem
sýning sem þessi kemur til Akur-
eyrar, þ.e. úrval verka frá einu
laridi.
Sýningin er opin alla virka daga
frá 20-22 og um helgar frá 15-22.
Bjóðum glæsilegt urval af
Jakkar, buxur, vesti, skyrtur og bindi ásamt
skónum á sama stað. Herradeild — Skódeild
Til fermingargjafa:
Frá Vefnaðarvörudeild
Fermingarkápur
frá Gasella
þykkar, þunnar
Combiflex raðhúsgögn Vöruhús KEA Hrísalundi 5
HAFNARSTR. 91-95 - AKUREVRI - SlMI (96)21400
23. mars 1982 - DAGUR - 3