Dagur


Dagur - 23.03.1982, Qupperneq 9

Dagur - 23.03.1982, Qupperneq 9
KA kvaddi 1. deild Alfreð Gíslason skoraði 21 mark er KA tapaði 20-33 fyrir KR í slökum leik Birgir Björnsson hefur verið þjálf- ari KA undanfarín ár og náð mjög góðum árangri. Hann lætur nú af starfi sem þjálfari liðsins. KA iék sinn síðasta leik í fyrstu deild í handbolta á föstudagskvöldið er liðið lék við KR-inga. Fyrir þennan ieik var KA fallið í aðra deild, og komu því KA-strákarnir frekar áhugalitlir til leiksins. KR vann stórsigur í leiknum, en KR skoraði 33 mörk gegn 20. Það merkilega við þessa markatölu var það að Alfreð Gíslason skoraði 21 mark í leiknum, en það er tvímælalaust markamet í fyrstu deild í hand- bolta. Þegar þessum mörkum var bætt við þau sem hannn hafði áður skorað í vetur, var úrkom- an 109 mörk og er það hæsta „skor“ einstaklings í deildinni í ár, og er Alfreð því markakóng- ur þessa fslandsmóts. Sennilega hafa fyrrverandi samherjar Al- freðs í KA-liðinu viljað veg hans sem mestan í þessum leik til þess að hann næði hinum eftirsótta markakóngstitli! Veru KA í deildinni er því lokið að þessu sinni og hlutu þeir fjögur stig og falla í aðra deild ásamt HK, en bæði þessi lið voru nýliðar í fyrstu deild á yfirstandandi keppnistímabili. Þjálfari KA síðastliðin fjögur keppnistímabil hefur verið Birg- ir Bjornsson og er óhætt að segja að hann hafi náð frábærum ár- angri með liðið. Það sigraði aðra deildina í fyrra og hafði árið áður verið þar í toppbaráttu, en herslumuninn vantaði þá að ná fyrstu deildar sæti. Það verður líka hlutskipti Birgis að sjá á eftir liði sínu niður í aðra deild, en eins og einn leikmaður KA sagði eftir leikinn á föstudagskvöldið. „Við vinnum aðra deildina léttilega á næsta ári.“ Ef það reynist rétt getur Birgir verið harðánægður með strákana sína. Birgir mun ú hætta þjálfun KA-liðsins, en fyrir næsta keppnistímabil hefur KA ráðið danskan þjálfara og þá hefur einnig heyrst að hann ætli að hafa með sér tvo danska leik- menn til að fríska upp á liðið. Ef allt þetta gengur að óskum verður bjart framundan hjá lið- inu. Alfreð Gíslason markakóngur ís- lands 1982. Hann skoraði mest 21 mark í leiknum og samtals 109 í ís- landsmótinu. Þórsarar gerðu jafntefli Á föstudagskvöldið iéku í Keflavík, Þórsarar og Kefl- víkingar í þriöju deildinni í körfubolta. Þessi leikur skipti Keflvíkinga engu þar sem þeir eiga enga möguleika á því að ná sæti í ann- arri deild, en Þórsarar eygðu ennþá veika von um sæti í ann- arri deild. Að sögn Sigtryggs Guðlaugs- sonar, fyrirliða Þórsara gekk allt á afturfótunum hjá þeim til að byrja með og í hálfleik var stað- an 15 mörk gegn 7, Keflvíking- um í vil. f síðari hálfleik hresst- ust þó okkar menn og þegar flautað var til leiksloka var markatalan jöfn, 22 mörk gegn 22. Þarna tapaði Þór dýrmætu stigi, og nú er eini möguleiki þeirra, ef þeir ætla áð komast upp, að Keflvíkingar vinni Gróttu í síðasta leiknum, en þá lendir Þór í öðru sæti í deildinni, og tryggir sér þá um leið sæti í annarri deild, og Ieikur þá í sömu deild og KA næsta keppnistímabil. Þórsstúlkur í 1. deild Um helgina tryggðu Þórs- stúlkur sér sæti í fyrstu deild í handbolta næsta keppnistím- abil. Þær léku tvo leiki, töpuðu öðrum en unnu hinn og það nægði þeim til að sigra í sínum riðli. Þær eiga þó eftir að leika einn leik, en úrslit hans skipta ekki máli. Þær töpuðu fyrir Fylki með 14 mörkum gegn 12, en unnu síðan Aftureldingu með 20 mörkum gegn 8. Þórsstúlkurnar eru hagvanar í fyrstu deild, en þær hafa leikið þar í mörg ár, en féllu niður í aðra deild í fyrra. Þjálfari þeirra í ár hefur verið Sverrir Ög- mundsson. Öldungarnir keppa á Hóli Fyrstu helgina í aprfl verður haldið öldungamót í norræn- um greinum skíðaíþrótta, og fer mótið fram að Hóli í umsjá Skíðaráðs Siglufjarðar. Keppt verður í göngu 3. aprfl og stökki daginn eftir. Aldursflokkaskipting er þannig að keppt verður í stökki 35-45 ára (fæddir 1937-1946) og flokki 46 ára og eldri. Þátttaka er öllum heimil, nema þeim sem hafa tekið þátt í Bikarkeppni SKÍ 1982. Þátttökutilkynningar með nöfnum, fæðingadegi og ári þurfa að berast Ásgrími Sigur- björnssyni í síma 96-71755 fyrir 30. mars n.k. og veitir hann allar nánari upplýsingar og fyrir- greiðslu í sambandi við ferðir og gistingu. Bræðurnir Sigbjöm og Gunnar Gunnarssynir í Sporthúsinu eru komnir í úrslit í Firmakeppninni með lið sitt. Firmakeppni í knattspyrnu: Urslit í kvöld Um helgina gekkst knattspyrnu- deild Þórs fyrir firmakeppni í knattspyrnu. Þar gátu tvö fyrirtæki sameinast um lið. Alls kepptu 14 lið í þessu móti og var leikið í þrem- ur riðlum. Undankeppni er lokið og úrslit verða í íþróttaskemmunni á þriðjudagskvöldið og hefjast þau kl. 19.00. Um fyrsta til þriðja sæti keppa eftirtalin fyrirtæki: SÍS, Sporthúsið og Björgvin Leon- ardsson rafverktaki og Vegagerð- in. Um fjórða til sjötta sæti leika síðan ÚA A-lið, Fiskhús og Nóta- stöðin Oddi og Slippstöðin A-lið. Furðuleg tilhögun í úrslitakeppni Forráöamenn Körfuknatt- leikssambands íslands bættu enn einni „rós í hnappagat sitt“, um helgina er úrslita- keppni íslandsmótsins í 4. og 3. flokki fór fram í Njarðvík. Fjögur lið voru í úrslitum í 4. flokki, UMFN, Borgarnes, KR og Þór frá Akureyri. Þarna voru sett á svið úrslit á milli UMFN og KR, en það sem verst var að lið Þórs sem tapaði fyrir UMFN, fékk ekki annan leik. í 3. flokki var sama upp á teningn- um, Þór lék gegn Val, tapaði þeim leik, og fékk ekki annan. Það er furðulegt að boðið skuli vera upp á annað eins og þetta. Lið sem vinnur sinn riðill og kemst í úrslit á íslandsmóti fær einungis einn leik í úrslitun- um! Er til lítils fyrir félög eins og Þór að vera að leggja í allan þann kostnað sem því fylgir að halda með lið suður fyrir einn leik. En eftir það sem á undan er gengið í vetur, í samskiptum Þórs við KKÍ, kemur ekkert á óvart frá þeim höfðingjum er ráða ferðinni hjá KKÍ. 23. mars 1982— DAGUR - 9

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.