Dagur - 29.04.1982, Síða 7

Dagur - 29.04.1982, Síða 7
M „Menn skemmta sér ákaflega vel“ — spjallað við Starra í Garði höfund „Leirhaussins“ sem Mývetningar sýna um þessar mundir Þorgrímur Starri Björ)>vinsNon höfundur og leik- ari. Hann leikur I.cika, síöasta bóndann í sveit- inni. „Undirtektir hafa verið alveg frábærlega góðar, svo góðar að mig hafði aldrei dreymt um slíkt. Við erum búnir að sýna þetta sjö sinnum, byrjuðum með tvær sýningar hér heima og fórum svo í stutta ferð og sýndum á Húsavík, Vopna- fírði, Þórshöfn og í Skúlagarði í Kelduhverfí. Aðsókn hefur allsstaðar verið mjög góð og við höfum yfírleitt haft fullt hús.“ Þetta sagði Porgrímur Starri Björgvinsson bóndi í Garði í Mývatnssveit er við ræddum við hann, en Starri í Garði er höf- undur gamanleiksins „Leirhaus- inn“ sem Ungmennafélagið Mývetningur hefur sýnt að undanförnu við góðar undirtekt- ir áhorfenda. Hér er um að ræða gamanleik í „þremur atrenn- um“, leikstjóri er Þráinn Þóris- son en tónlist er eftir Örn Frið- riksson og fleiri. Heiövindur Óinurs rannsóknurlilaöamaöur úr Reykjavík. „Leirhausinn" gerist í Mý- vatnssveit á 7. áratug aldarinnar og tekur mið af atburðum sem þá voru að gerast þar. Við spurðum Starra að því hvort efni þess væri því staðbundið. „Það má segja að svo sé að því leyti að það er sett saman undir áhrifum þess sem í vændum var hér í sveitinni á sjöunda ára- tugnum. Einstaka smáatriði eru staðbundin að segja má, en að öðru leyti tel ég svo ekki verra. Það virðist líka koma á daginn að menn utan sveitar njóta þess ekkert síður að horfa á þetta. Það segir frá þeirri umbyltingu í atvinnuháttum sem hér átti sér stað, stóriðju og fleiru í þeim dúr.“ - Hefur þú gert eitthvað af því áður að setja saman svona leikrit? „Ungmen'nafélagið hér í sveitinni hefurverið driffjöðurin í öllu félagslífi allt frá stofnun þess og það væri sennilega rétt- ast fyrir mig að skrifa þetta allt á þess reikning. En það var hvati til þess að menn hafa reynt að vera meira veitendur en þiggjendur. Það hefur verið á- kaflega algengt að setja á svið smáþætti og ég hafði áður sett saman svoleiðis þætti sem voru fluttir við ýmis tækifæri, einu sinni eða svo. Þetta var oftast eða ævinlega í gamansömum tón, allt að því revíukennt á köflum en ég hef ekkert sett saman sem hægt er að kalla sjálfstæða sýningu fyrr en þetta. Ég samdi þetta í tvennu lagi og í bæði skiptin var það ætlað til flutnings með þessu sama fyrir- komulagi og við ákveðin tæki- færi. Fyrsta atrenna sem ég kall- aði svo í Leirhausnum var samin 1963 og hún var sýnd hér tvíveg- is. Þar koma fram tvær aðalper- sónurnar sem taka síðan þátt í öllum leiknum, sveitarstjóra- hjónin. Það þótti nú þá hálfgerð fjarstæða að hér ætti eftir að verða svo virðulegt embætti sem sveitarstjóri en það er nú orðið fyrir nol^kru. Þessi fyrsti þáttur hét „Hart á stjórn“ á sínum tíma. Síðan var það 1967 að ég samdi tvær síðari at- rennurnar og þá hét það Leir- hausinn. En nteð smávegis lag- Áhorfendur skemmta sér vel. Ljósmyndir: Finnur Baldursson færingum pössuðu þessir þrír þættir alveg saman, þannig að fyrsti þátturinn varð bara fyrsti þátturinn í þessu heildarstykki. Þannig er þetta nú unnið.“ - Getur þú sagt mér í fáum orðum um hvað „Leirhausinn“ fjallar? „Þetta er í fyrsta lagi að yfir- bragði gamanleikur og það er áberandi að menn skemmta sér ákaflega vel á þessari sýningu, ég get ekki annað sagt og það er mikið hlegið. Þó þetta sé farsa- kennt í útsetningunni þá er þetta ekki farsi af þeirri gerð sem er meiningarlítill og hálfgerð skrípalæti bera ofurliði. Þetta fjallar um það þegar við kom- umst út í viðskiptalífið, við erum orðnir svo stórir með stóriðjuna og „allt fyrir leirinn" er endur- tekið nokkuð oft í þessu og er þar auðvitað átt við leirinn á botni Mývatns. Það er ekki orð- inn nema einn bóndi eftir og hann er ein persónan í leiknum. Svo fjallar þetta um að sá sem allt veltur á og er sýnd ákaflega mikil virðing er Jón Meinvilling- Hjónin Gógó og Kísiló á sviðinu (Æsa Hrólfsdóttir og Pétur Þ.). ur, það er John Manwill. Þetta á að sýna gjörbreytingu á fjöl- mörgum sviðum, gildismati og viðhorfum, og inn á það getur auðvitað komið ýmislegt spaugi- legt. Ég held að ég segi ekkert meira um það, því það má ekki segja of mikið um þetta fyrir- fram.“ - Það er mjög vinsælt þegar talað er um gamanleikrit og farsa að höfða til ádeilunnar sem sögð er felast í viðkomandi verki, hvað um slíkt í Leirhausn- um? „Ég ætla að vona það, að þeg- ar menn koma heim af leiksýn- ingu á Leirhausnum eða jafnvel daginn eftir, fari þeir að hug- leiða það að kannski hafi verið ádeila í þessu, eða viðvörun eða eitthvað slíkt. En það er allt í lagi að kalla þetta gamanleik, ég hef ekkert á móti því.“ - Verða þessar góðu undir- tektir til þess að þú ferð að snúa þér eitthvað meira að þessu? „Ég veit það ekki, þetta stígur mér nú ekki á nokkurn hátt til höfuðs því að sá sem setur þetta á svið og þessi ágæti samstarfs- hópur sem að þessu vinnur, á stærstan þáttinn í því að þetta er ekki bara steindautt niður í skúffu. En ég á ekki von á því. Maður er farinn að þyngjast og getur ekki tekið svona hluti með skorpuvinnu heima hjá sér. Ég treysti mér ekki til þess og er kannski latur í þokkabót. Ég hef aldrei ætlað mér að setja upp neina framleiðslustöð. Annars er best að sjá til.“ Um helgina er áformað að fara með Leirhausinn vestur á bóginn. Sýning verður í Mið- garði í Skagafirði á föstudags- kvöld kl. 21, á laugardag kl. 21 verður sýning í Laugaborg í Eyjafirði og á súnnudag kl. 21 í Ljósvetningabúð í Kinn. Úlfhildur Rögnvaldsóttir: Um málefni unglinga Nokkuð hefur verið ritað um málefni unglinga í lesendadálki Dags að undanförnu. Mig langar að leggja þar nokkur orð í lielg. Hér í bænum eru starfandi ótal félög og klúbbar sem hafa á sínum vegum uppbyggjandi starfsemi fyrir unglinga. Iþrótta- félögin og skátahreyfingin standa hér á gömlum merg og eru trúlega fjölmennust. Þau ásamt öðrum félögum og klúbb- um hafa unnið ómetanleg störf í þágu æskunnar. Bæjarfélagið hefur veitt þessum félögum viðurkenningu með árlegum fjárstyrk, sent í sjálfu sér er ekki hár, en sýnir þó að störf þeirra eru einhvers metin. Innan þessara félaga er mis- munandi hve mikla ábyrgð ung- lingarnir sjálfir hafa í starfinu. Ég tel mikilvægt að þeim sé treyst til að vera með í stjórnun félaganna og öðlist þannig sjálfs- traust með því að finna til ábyrgðar á starfseminni. Það er ekki æskilegt að láta rétta sér alla hluti án fyrirhafnar. Æskulýðsráð Akureyrar kem- ur einnig til móts við félagsþörf unglinga með starfsemi sinni í Dynheimum, Lundarskóla og Glerárskóla. Þar eru ungling- arnir sjálfir virkjaðir í starfinu, undir leiðsögn starfsmanna, og hefur það gefist mjög vel. Lengi hefur staðið til að Æskulýðsráð fengi til afnota húsnæði Kassa- gerðarinnar sem sambyggt er Dynheimum, en við það opnast möguleikar á fjölbreyttara starfi. Vonandi verður þess ekki langt að bíða. Mikið er talað um ólæti ung- linganna í miðbænum um helgar. Miðbærin hefur jú alltaf visst aðdráttarafl, þar eru kvik- myndahúsin og skemmtistaðirn- ir. Það þarf ekki marga óláta- seggi til að koma óorði á fjöldann. Ég held að einna verst sé séð fyrir skemmtanaþörf ungling- anna, sem eru 16—17 ára. Á þeim árum finnst þeim þeir vaxnir upp úr því að vera með „litlu krökk- unum“ í Dynheimum, en eru of ungir til að fara á almenna skemmtistaði. Þessi hópur ætti að geta fengið Dynheima út af fyrir sig einu sinni í viku, og sjá um framkvæmd mála að mestu leyti sjálfur. Miklu skiptir að unglingar fái tækifæri til að kynnast atvinnu- lífinu af eigin raun yfir sumar- mánuðina. En ekki komast allir að á almenna vinnumarkaðnum. Því er hlutverk vinnuskólans að brúa bilið. í mörgum tilvikum eru fyrstu kynni unglinga af atvinnulífinu einmitt í vinnu- skólanum. Þess vegna er mikil- vægt að hann bjóði upp á raun- hæf verkefni svo unglingarnir finni að þeir séu að gera gagn, einnig þarf verkkennsla og verk- stjórn að vera góð. Frá ómunatíð hefur kynslóð eftir kynslóð nöldrað yfir því að æskufólk hvers tíma sé hreint óalandi og óferjandi, en tíðar- andinn breytist og við eigum oft erfitt með að setja okkur í spor unglinganna sem alast upp við aðrar aðstæður en við gerðum sjálf. Ef við sköpum skilyrðin svo unglingarnir geti þroskast við heilbrigð verkefni í leik og starfi, þá þurfum við ekki að ótt- ast um framtíð æskunnar. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Þing Ungmennasambands Eyjafjarðar: 25 þúsund krónur veittar til Endurhæf ingar- stöðvar Sjálfsbjargar 61. þing Ungmennasambands Eyjafjarðar var haldið að Árskógi dagana 3. og 4. apríl. Fráfarandi formaður Jóhannes Geir Sigur- geirsson setti þingið og bauð gesti og fulltrúa velkomna. 60 fulltrúar áttu rétt til setu á þinginu og 4 gestir voru mættir, Pálmi Gísla- son formaður UMFÍ og Guðjón Ingimundarson frá UMFÍ, Her- mann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri ÍSÍ og Jón Ármann Héðinsson frá ÍSÍ. Þingforsetar voru kjörnir Sveinn Jónsson og Ingimar Friðfinnsson. Þing þetta stóð í tvo daga og var þar starfsemi UMSE rædd, yfir- veguð og skipulögð fyrir næsta ár. Verkefni sambandsins eru ræktun heilbrigðs mannlífs á sem flestum sviðum og er það tengiliður ung- menna- og íþróttafélaga við Eyja- fjörð innan Ólafsfjarðarmúla, en Ákureyri er sérstkt sambands- svæði. Keppnisgreinar á vegum sambandsins eru flestar íþrótta- greinar sem keppt er í nú á tímum bæði andlegar og líkamlegar. Fjórar þingnefndir lögðu fram álit og voru þau rædd og afgreidd. Meðal mála sem þarna komu fram má nefna 3. lið í áliti alls- herjarnefndar, en þar segir: Þing- ið þakkar alla þá aðstoð og fyrir- greiðslu sem veitt var af hálfu Ak- ureyringa vegna 17. Landsmóts UMFÍ í sumar. Sem þakklæt- isvott þar um og í tilefni 60 ára af- mælis UMSE samþykkir þingið að veita Endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar 25.000.- kr. styrk. í þinglok var kjörin ný stjórn til næsta árs. Hana skipa: Gísli Páls- son formaður, Víkingur Guð- mundsson ritari, Guðmundur Steindórsson gjaldkeri, Vilhjálm- ur Björnsson varaformaður, Klængur Stefánsson meðstjórn- andi og varamenn voru Sigurgeir Hreinsson, Óskar Gunnarsson og Marinó Þorsteinsson. UMF Reynir á Árskógsströnd bauð til kaffidrykkju í þinglok og skiptust menn þar á gamanmálum Helgi Símonarson var sæmdur gullmcrki ÍSÍ af Hermanni Guðmundssyni. og fór síðan hver þakklátur til síns heima. 60 ára afmæli UMSE Að kvöldi fyrri þingdags var boðið til afmælisfagnaðar í Ár- skógi í tilefni 60 ára afmælis UMSE. Þangað hafði verið boðið þingfulltrúum, gestum þingsins og fleira fólki, s.s. gömlum stjórn- ar- og starfsmönnum sambands- ins og velunnurum þess. Veislu- stjóri var Sveinn Jónsson. Haukur Steindórsson rakti sögu sambandsins í stuttu en skýru máli. Gestir fluttu ávörp og færðu sambandinu gjafir. Pálmi Gíslason gaf bikar frá UMFÍ til að keppa um. Einnig sæmdi hann 3 menn starfsmerki UMFI, þá Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, Hauk Steindórsson og Sigurð Harðar- son. Jón Ármann Héðinsson færði sambandinu bikar til frjálsr- ar ráðstöfunar frá ÍSÍ. Haraldur Sigurðsson íþróttakennari gaf bikar til keppni. Hermann Sig- tryggsson fyrrv. framkv.stj. sam- bandsins gaf bikar frá þeim hjónum. Sveinn Jónsson gaf einn- ig bikar frá sér og konu sinni. Guðmundur Benediktsson frá Breiðabóli gaf 1.000.- kr. Gunn- steinn Þorgilsson form. UMF Þorsteins Svörfuðar færði sam- bandinu 2 tölvustýrðar tíma- klukkur frá sínu félagi. Þá gáfu ungmennafélögin í Glæsibæjar- Skriðu- Öxnadals- og Arnarness- hreppi sambandinu skrifborð og stól ásamt vélritunarborði. Hermann Guðmundsson sæmdi tvo aldna ungmennafélags- menn gullmerki ÍSÍ, þá Helga Símonarson Þverá og Guðmund Benediktsson. Jóhannes Geir Sigurgeirsson tilkynnti kjör íþróttamanns UMSE 1981. Kjörinn var Daníel Hilmarsson Skíðafélagi Dalvík- ur, og fékk hann bikar. Þá til- kynnti hann veitingu félagsmála- bikarsins sem gefinn er af UMF Þorsteinn Svörfuður. Sjóvábikar- inn, sem gefinn er af umboði Kr.P. Guðmundssonar Akureyri og veittur fyrir flest stig úr keppnisgreinum sent þreyttar eru á vegum UMSE, hlaut UMF Reynir Árskógsströnd. Brugðið var á glens í þessu hófi sem var sambandinu til sóma. Veitingar voru bornar fram af kvenfélaginu Hvöt, Árskógsströnd, af miklum myndarskap. Gísll Pálsson, nýkjörinn formaður UMSE. 6 - DAGUR - 29. apríl 1982 29. apríl 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.