Dagur - 29.04.1982, Side 8

Dagur - 29.04.1982, Side 8
Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar safnar fé til kirkjubyggingar Með tilkomu nýstofnaðs presta- kalls og nýkjörins prests í Glerár- hverfi hlýtur allt safnaðarstarf að færast í vöxt. Vegna mikillar fólksfjölgunar í þessum bæjar- hluta hefur á allmörgum undan- förnum árum verið til umræðu að byggja kirkju í hverfinu, þar sem gamla Lögmannshlíðarkirkjan þykir vera í of mikilli fjarlægð. Arkitekt var fenginn til aö gera uppdrátt af kirkju og safnaðarhei- mili. Lengra hefur málið ekki komist, enda hefur ekki, til skamms tíma, verið Ijóst hvar í skipulaginu slíkar byggingar ættu aö rísa. Síðan þessi hugmynd fæddist hcfur mikið vatn til sjávar runnið, Glerárhverfi hefur þanist út og margt áhugafólk bæst í hópinn. Kirkjukór Lögmannshlíðar- sóknar hefur fullan hug á að leggja krafta sína fram til upp- byggingar þróttmiklu safnaðar- starfi í hinni nýju sókn og telur einsýnt, að byrjað verði á bygg- ingu safnaðarheimilis, þar sem söfnuöurinn og ýmis menningar- félög yngri og eldri borgara ættu hlut að. Samstætt áhugamannalið het'ur alla tíð starfað í kirkjukórn- um. Fyrir utan að sjá um söng við allar guðsþjónustur í sókninni, hefur hann oft beitt sér fyrir sam- komum, þar sem söngur hefur ávallt verið stór þáttur. Nú í seinni tíð hefur kórnum bæst liðsauki, svo að honum hefur verið fært að halda tónleika, þar sem flutt hafa veriö veigameiri verkefni. Á þessu vori efnir kórinn til tónleika, þar sem blandað efni verður á söngskrá - þó verulegur Síðasta sýning áÖnnu Lísu Leikklúbburinn Saga sýnir leikrit Helga M. Barðasonar, „Önnu Lísu“ í síðata sinn í félagsmið- stöðinni Dynheimum í kvöld, fimmtudagskvöld. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson og taka 11 leikarar þátt í sýningunni, sem ætluð er fólki á öllum aldri. Á laugardag klukkan 17 verður leikritið sýnt í félagsheimilinu á Hvammstanga og á sunnudags- kvöld á Hofsósi. Hríseyingar fá síðan „Önnu Lísu“ í heimsókn um næstu helgi og sömuleiðis Grenvíkingar. Miðaslan í Dynheimum opnar klukkan 16. Síminn er 22710. hluti eftir Björgvin Guðmunds- son. Æskilegt hefði verið, að þessir tónleikar gætu farið fram í Gler- ársókn, en til þess er ekki húsnæði enn sem komið er. Þeir verða haldnir í Borgarbíói, laugardag- inn 1. maí kl. 5 sd. En að sjálfsögðu tengjast þessir tónleikar Glerársókn. Ákveðið er, að ágóði, sem af þeim kann að verða, renni til byggingar safnað- arheimilis í sókninni. Kirkjukórinn vonast til að margir komi á tónleikana og sýni með því velvildarhug og sam- stöðu í hinni nýju Glerársókn. Kórinn þakkar hljoðfæraleik- urum úr tónlistarsólanum stuðn- ing og ágætt samstarf og einnig þeim húsráðendum, sem skotið hafa skjólshúsi yfir starfsemi kórsins. Á.J. Best er að .vera birgur vel i ^ii ■y-v Látið ekki rússnesku samvinnuvörurnar vanta í eldhúsið. Á I dag eru það bestu matarkaupin " í sambærilegum gæðum. Hunangið er 100% náttúruhunang. Ef það kristallast, er auðvelt ráð að setja það stutta stund í 40° heitt vatn, og eftir stendur sérstök gæðavara á óvenjulegu verði. Annað, sem mælt er með sérstaklega, eru ávaxtasulturnar, jarðaberjasulta, plómusulta og trönuberjasulta, grænar baunir og rúsínur. Þetta eru matarkaup, sem enginn ætti að láta sleppa fram hjá sér. Hér eru óumdeildar heilsuræktarvörur í boði, og það er rússnesk alþýðutrú, að t.d. hunanginu fylgi ómæld hollusta og hugarró. Séu umbúðirnar merktar V/O SOJUZKOOPVNESHTORG, er það trygging fyrir gæðunum. Lítið inn í næstu kaupfélagsbúð. Þau gerast ekki betrí matarkaupin þessa dagana. Kaupfélögin VERIÐ VELKOMIN KÖKA BORCARAR 8 - DAGUR - 29. apríl 1982

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.