Dagur - 11.05.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 11.05.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Oflugasti vaxtarkjarni utan höfuðborgarsvæðisins í ársskýrslu Framkvæmdastofnunar ríkisins fyrir árið 1981 er að finna greinargóðar upplýs- ingar um búsetuþróunina innanlands á ára- tugnum 1971—1981. Þessi áratugur hefur oft verið nefndur Framsóknarár-atugurinn og í skýrslu Framkvæmdastofnunar er talað um „áratug byggðastefnunnar". Fram að þeim tíma, allt frá stríðslokum, hafði þróunin hins vegar verið slík, að hún er almennt kennd við byggðaröskun. Þetta tímabil byggðaröskunar var „viðreisn" íhalds og krata lengst af við völd. Um þetta tímabil segir í skýrslu byggða- deildar Framkvæmdastofnunar: „Hið langa tímabil stöðnunar, sem landsbyggðin bjó við, var því miður fljótt að gleymast, þegar þróunin snerist við, sem þó hefur ef til vill einungis verið um stundarsakir". Kjósendur um allt land mættu gjarnan hafa þessi orð úr skýrslu Framkvæmdastofnunar í huga þegar þeir ganga að kjörborðinu, eftir tæpar tvær vikur. Það er ótvírætt að framsóknarmenn í landsstjórninni og sveitarstjórnum víðs vegar um landið hafa verið ötulastir talsmenn strjálbýlisins og árangurinn hefur ekki látið á sér standa, eins og áðurnefnd skýrsla ber með sér. Fyrir Akureyringa eru mjög athyglisverðar upplýsingar í þessari skýrslu. Er forvitnilegt að bera þær saman við uppgjafamálflutning minnihlutans í bæjarstjórn. í skýrslu Fram- kvæmdastofnunar segir nefnilega svo um Ak- ureyri á áratugnum 1971—1981: „Akureyri var langöflugasti vaxtarkjarni landsins utan suðvesturhornsins þetta 10 ára tímabil. Sum árin fjölgaði íbúum Akur- eyrar einnar meira en íbúum alls höfuðborg- arsvæðisins. Hefðu fáir trúað fyrir 15 árum, að svo gæti farið“. Ljósari vitnisburð er vart hægt að fá um þá miklu grósku sem verið hefur á Akureyri þetta tímabil. Akureyrskir kjósendur mættu hafa þessi orð hugföst þegar þeir greiða atkvæði í bæjarstjórnarkosningunum og jafnframt, að allt þetta tímabil hafa framsóknarmenn á Ak- ureyri haft forustu um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar. Framsóknarmenn á Akureyri vilja áfram- haldandi þróun í þessa átt, Akureyringum og Eyfirðingum öllum til hagsbóta. Þeir vilja hlúa að þeim atvinnugreinum sem fyrir eru, jafn- framt því sem þeir leita nýrra tækifæra. Þeir vilja m.a. athuga möguleika á orkufrekum iðn- aði við Eyjafjörð, en telja að gæta verði varúðar og ákveðnum skilyrðum verði að fullnægja. Það er engin ástæða til annars en bjartsýni ef sömu aðilar stjórna málefnum Akureyrar- bæjar á þessum nýbyrjaða áratug og þeim sem liðinn er. Með stuðningi við Framsóknar- flokkinn tryggja kjósendur best áframhald- andi framfaraskeið. Kristján Ólafsson sem skipar 1. sætið á lista framsóknarmanna á Dalvík: Bygging álvers við Eyjafjörð mun ekki leysa neinn vanda Kristján Ólafsson, útibús- stjóri á Dalvík skipar fyrsta sætið á lista framsóknar- manna. Hann sat í bæjar- stjórn síðasta kjörtímabil, en framsóknarmenn og alþýðu- bandalagsmenn mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Dal- víkur. I síðustu kosningum hlaut A-Iisti Alþýðuflokks 64 atkvæði og engan mann kjörinn, B-listi Framsóknar- flokks hlaut 210 atkvæði og þrjá menn kjörna, D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 163 at- kvæði og tvo menn kjörna, G- listi Alþýðubandalags híaut 202 og tvo menn kjörna. „Ég held mér sé óhætt að fullyrða að meirihlutasamstarfíð hafí gengið vel“, sagði Kristján er Dagur ræddi við hann fyrir helgi. Alltaf nóg að gera - Umsvifin á þessu kjörtímabili sem nú er að líða hafa verið mikii. Við einbeittum okkur m.a. að byggingu nýs grunn- skóla, nýtt barnaheimili var byggt, haldið áfram við upp- byggingu Dalbæjar og heilsu- gæslustöðvar. Ennfremur hafa verið miklar hafnarframkvæmd- ir og m.a. byggð ný bryggja fyrir smærri báta. Höfnin var dýpkuð og rekið niður 70 metra langt stálþil á Norðurgarði. Dalvíkur- bær tók í notkun nýtt ráðhús fyrir skrifstofur bæjarins á kjör- tímabilinu, en í því húsi er einn- ig ýmiskonar þjónustustarfsemi. Hvað framtíðina varðar þá er ljóst að það verður að halda áfr- am uppbyggingu skólahúsnæðis- ins, einnig hafnarframkvæmd- um og gatnagerð er ofarlega á blaði. Það er alltaf af nógu að taka, það vantar ekki, sagði Kristján. - Hefur fólki fjölgað hjá ykkur? - Já, fólksfjölgun hefur verið um 2% á ári, sem er nokkuð fyrir ofan landsmeðaltal. Þessi þróun hefur verið jöfn, en ég held einmitt að það sé mun happasælla fyrir kaupstaði að búa við slfka þróun en þegar tala íbúanna hækkar og lækkar í stórum stökkum. - Hvað um atvinnumálin? - Þau hafa verið í ágætu lagi. Það hefur ekki bryddað á atvinnuleysi og það er ekki útlit fyrir annað en að atvinna verði jöfn og stöðug á næstunni. En atvinnan hér byggist fyrst og fremst á sjávarútvegi og við höf- um vakandi auga á nýjum iðnað- artækifærum til að auka fjöl- breytnina. Því miður eiga iðnað- arfyrirtæki í erfiðleikum vegna efnahagsástands hér heima og erlendis og því úr færri mögu- leikum að spila en ella. Álver leysir engan vanda - Mun Iðnþióunarfélag Eyja- fjarðarbyggða breyta ein- hverju? - Hvað getur þú sagt mér um samstarf Dalvíkur og nágranna- sveitarfélaganna? - Það er gott. Við rekum núna heilsugæslustöð í sam- vinnu við Árskógs-, Svarfaðar- dals- og Hríseyjarhrepp. Dval- arheimilið er rekið af Svarfaðar- dalshrepp og Dalvíkurbæ og á síðasta ári var sett á fót héraðs- skjalasafn Svarfdæla, sem er í eigu fyrrgreindra aðila. Heima- vist Dalvíkurskóla er notuð af nágrannasveitarfélögunum, sem hafa sameinast um margt í skólamálum. Nefna má skip- stjórnarbraut í því sambandi. Margt fleira er hægt að telja upp, samstarfið er mikið og nauðsynlegt ef sveitarfélögin eiga að þróast í rétta'átt. Gott mannlíf á Dalvík - Var ekki gert nýtt aðalskipu- næsta kjörtímabili og hún á að geta þjónað bæði skóla bæjarins svo og almenningi. Ég tel að þessi bygging eigi að rísa á skóla- svæðinu, enda hlýtur það að vera heppilegra fyrir byggðar- lagið að koma skóla- og íþrótta- aðstöðu fyrir á sama svæðinu í stað þess að dreifa starfseminni út um bæinn. Ýmsir vilja að sundlaugin rísi vestan við kirkj- una, en hvort sjónarmiðið verð- ur ofan á að lokum er ekki gott að segja á þessu stigi málsins. - Að lokum? - Mannlíf er gott hér á Dalvík. Það er bjart yfir fram- tíðinni og ég vona að sem flestir leggi Framsóknarflokknum lið í kosningunum sem framundan eru. Hann hefur haft forystu um málefni bæjarins síðustu fjögur ár og ég held að það hafi gefist vel. - Við bindum miklar vonir við það félag, að það geti að- stoðað þau fyrirtæki sem eru á staðnum við að leita uppi nýj- ungar til að styrkja reksturinn, og beina nýjum fyrirtækjum inn á réttar brautir. - Mun álverið.....? - Ég held að það leysi engan vanda að reisa firnastórt álver við Eyjafjörð. Álveri geta fylgt margar hættur - t.d. röskun í þeim byggðum þar sem því yrði valinn staður. Bygging álvers milli Dalvíkur og Akureyrar gæti haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir smærri staðina, sem gætu e.t.v. ekki keppt við það í vinnulaunum. - Viltufrekarleggjaáhersluá að styrkja það sem fyrir er? - Já, ég vil það. Ég tel það mun happasælla. lag og það samþykkt í fyrra? - Jú, við fengum eitt slíkt sem á að duga næstu 20 árin, sem verður eins og öll önnur aðal- skipulög tekið til endurskoðun- ar á fimm ára fresti. Ég held að ég megi fullyrða það að þetta sé fyrsta aðalskipulagið sem gert er og samþykkt. Það var full sam- staða um þetta skipulag í bæjar- stjórn Dalvíkur, og það mun hafa þau áhrif að öll uppbygging á Dalvík verður mun markviss- ari næstu árin. Við vitum nú hvar íbúðabyggð verður og hvar á að setja niður iðnaðarfyrir- tæki, svo að eitthvað sé nefnt. - Sundlaugarbyggingin hefur verið nokkuð umdeild, en ef ég man rétt þá hefur þú ákveðnar skoðanir í því máli. - Það hefur ekkert verið ákv- eðið enn hvar sundlaugarbygg- ingin rís að lokum, það verður gert í samráði við þann hönnuð sem ráðinn verður til að teikna og skipuleggja húsið. Það þarf að byggja þessa sundlaug á 4 - DAGUR -11. maí 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.