Dagur


Dagur - 13.05.1982, Qupperneq 2

Dagur - 13.05.1982, Qupperneq 2
Fræðsluskrifstofan á Blönduósi: Starfsemin flutt í Kvennaskólann Fræðslustjórí Norðurlands- umdæmis vestra tók til starfa 1. nóv. 1975 og var honum útveg- að húsnæði í Bókhlöðunni á Blönduósi. Það voru tvö her- bergi. Annað var notað sem skrifstofa, en hitt sem svefnher-> bergi fræðslustjóra þar til hann gat flutt í eigið húsnæði, mjög lítt frágengið, seint á árinu 1976 og hafði hann á tímabilinu maí- ágúst fengið lánað hjólhýsi sem notað var fyrir eldhús handa þá 6 manna fjöskyldu. Fræðslustjóri var eini fasti starfsmaðurinn á skrifstofunni þar til 1. janúar 1980 að ráðinn var ritari í hálft starf. Áður hafði þó verið lausráðið fólk til að vinna í sumarleyfum og svo ákveðin verkefni. Þórður Páls- son fór að vinna 1977 og hefur hann verið sem slíkur til þessa. Ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta var stofnuð á haustdögum 1977 þegar bæði fræðsluumdæmin á Norðurlandi réðu til sín einn sál- fræðing, Sturlu Kristjánsson. Fljótlega bættist annar sálfræð- ingur við, Sigrún Sveinbjörns- dóttir, en bæði létu þau af störfum á árinu 1978. Lá þá ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta niðri í heilt ár, eða þar til að til starfa komu tveir sálfræðingar, þeir Áskell Kárason og Ingþór Bjarnason. Hófu þeir störf á haustdögum 1979. Um ára- mót 1980/81 slitu fræðsluumdæm- in samvinnu um þessa þjónustu. Síðastliðið sumar tókst loks að koma á sjálfstæðri ráðgjafarþjón- ustu fyrir Norðurland vestra. Var þar margt samverkandi sem leiddi til að svo varð. Fræðsluráð fékk til afnota húsnæði Kvennaskólans á Blönduósi þar með talið íbúðir. Loks reyndist unnt að láta aðflutt- um starfsmönnum húsnæði í té, skrifstofuaðstaða í Kvennaskól- anum varð mjög góð, uppeldis- fræðingur og tveir sálfræðingar sóttu um starf, tveir sérkennarar sóttu um stöðu í umdæminu og tekin var upp samvinna við svæð- isstjórn um málefni þroskaheftra og öryrkja í fræðsluumdæminu. Ráðgjafarþjónustan hefur tekið að sér þjónustu við þroskahefta, sbr. lög nr. 47/1979 um aðstoð við þroskahefta og reglugerð fyrir svæðisstjórnir um málefni þroska- heftra og öryrkja. Til að annast þennan þátt þjón- ustunnar hefur svæðisstjórn á sín- um snærum sálfræðing og þroska- þjálfa auk skrifstofuaðstoðar, samtals 1,75 stöðugildi, áráðgjaf- arþjónustunni. Nú þegar hefur fræðsluskrif- stofan tekið í notkun stóran hluta Kvennaskólans ásamt íbúðum og er húsnæðið nýtt fyrir skrifstofur starfsfólks og gullasafn (legótek). Heimavistarherbergi eru til reiðu fyrir þá sem þjónustu þurfa að leita um langan veg. Auk þess er stefnt að því að koma á sumar- námskeiðum fyrir kennara á sumri komandi, auk ráðstefna eða funda fyrir skólastjóra og nýja formenn skólanefnda. Grunnskólinn á Blönduósi hef- ur þess utan á leigu húsnæði í Kvennaskólanum fyrir heimilis- fræðslu í skólaeldhúsi og fyrir smíðakennslu í geymsluhúsnæði tilheyrandi Kvennaskólanum. Fræðslustjóri er Sveinn Kjart- ansson Fræösluskrifstofur og fræðsluráð í núverandi mynd verða fyrst til með grunnskólalögum frá því í maí 1974. Tilgangurinn er liður í tU- færslu á starfsemi stjórnarráðsins til landsbyggðarinnar og ákvörð- unartaka og stjórnun færð til heimahéraðs. Hlutverk fræðsluráðs er í því fólgið að hafa yfirumsjón með skólastarfí síns fræðsluum- dæmis í umboði menntamálaráðuneytis og sveitarstjórna, eftir því sem við á. Bæði er þá átt við fjármálalega og kennslufræðilega umsjón. Fræðslustjóri er fulltrúi menntamálaráðuneytis og hlut- aðeigandi sveitarfélaga um fræðslumál umdæmisins. Hann er framkvæmdastjóri fræðsluráðs. Flestar fræðsluskrifstofur landsins eru settar á stofn seint á árinu 1975. Sigurður Guðmundsson Sr. Sigurður Guðmundsson verður vígður víslubiskup dómkirkiu sunnudaginn 27. prófastur á Grenjaðarstað Hólastiftis hins foma í Hóla- jdní kl. 14,00. Kirkjumálaráð- herra býður til veislu á Sauðár- króki í tilefni vígslunnar. Verða þar boðnir allmargir gestir úr Hólastifti m.a. allir prestar stiftisins og makar þeirra. Næsta dag, 28. júní, hefst prestastefnan 1982, sú fyrsta er Pétur biskup stýrir. Verður hún sett kl. 14,00 og flytur biskup þá yfirlitsskýrslur sínar. Síðar um daginn flytja þeir dr. Þórir Kr. Þórðarson, dr. Gunnar Kristjáns- son og sr. Sváfnir Sveinbjarnar- son framsöguerindi um aðalmál prestastefnunnar, „Friður á jörðu.“ Prestastefnunni 1982 verður slitið í Sauðárkrókskirkju síðdeg- is 30. júní. Á dögunum leit við hér á blaðinu hópur nemenda úr Húnavallaskóla, ásamt kennara sínum Kristínu Marteinsdóttur. Krakkarnir skoðuðu ritstjórn Dags og Dagsprent, og vonum við að þau séu örlítið fróðari um það hvernig staðið er að útgáfu eins blaðs en áður. Við smelltum svo mynd af krökkunum er þau héldu leiðar sinnar, en ásamt þeim og Kristínu kennara er á myndinni Stefán Theódórsson bílstjóri. Mynd: gk-. 2 - DAGUR - 13.Tnaí.1,98? Hólmfríður Guðmundsd., Áskell Einarsson, Páll Helgason, Egill Gunnlaugs- son, Helga Kristjánsd., Gestný Kolbeinsd. Sitjandi: Helga Kristjánsd., form. fræðsluráðs, Sveinn Kjartansson, fræðslu- stjóri, Stefán Á. Jónsson, Einar Albertsson. Standandi: Guðjón Ingimundar- son, Páll Helgson, Pétur Garðarsson, Egill Gunnlaugsson og Áskell Einars- son, frkvstj. F.S.N. Sitjandi: Þórður Pálsson, fulltr., Sveinn Kjartansson, fræðslustj., Bjarne Hellemann, starfsm. svæðisstjórnar, Sigurður H. Þorsteinsson, uppeldis- fræðingur. Standandi: Hólmfríður Böðvarsdóttir, bókari, Kristín Björk Guðmundsd., sérkennari, Málfríður Lorange, sálfræðingur, forstöðum. ráð- gjafarþjónustu, Margrét Skúladóttir, ritari, Hólmfríður Guðmundsdóttir, sérkennari og Gestný Kolbeinsd., þroskaþjálfi. Á myndina vantar Þórdisi Friðbjömsdóttur, bókasafnsfræðing. Landsmót hestamanna Landsmót hestamannafélaga verður haldið að Vindheimamel- um í Skagafirði dagana 7. til 11. júlí. Að mótinu standa 16 hesta- mannafélög á Norðurlandi, ásamt L.H. Búist er við miklu fjöl- menni, innlendra og erlendra manna á mótið og hafa nærliggj- andi gisti- og veitingastaðir verið fastsettir fyrir mótsgesti. Þá eru og mjög góð tjaldstæði á Vind- heimamelum. Það verður mikið um að vera á mótinu og liðir of margir svo hægt sé að gera þeim góð skil í stuttu máli enda er dagskrá landsmótsins ekki fast- mótuð og verður hún auglýst síðar. Mun minni grásleppu- veiði á Grenivík Afli grásleppusjómanna frá 214 á sama tíma í fyrra. Jafn Grenivík hefur verið mjög tregur margir gera út á grásleppu nú og í á vertíðinni. Þann 1. maí var að- fyrra. eins búið að salta í 57 tunnur en Aukavinningurinn Á þriðjudaginn var dregið um síð- Bragason, Víðilundi 6i, Akureyri asta aukavinninginn í ferðaget- og fær hann 400 krónu vöruúttekt raun' Dags og Samvinnuferða/ í Sporthúsinu. Landsýnar. Hinn heppni erPálmi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.