Dagur - 14.05.1982, Qupperneq 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Dapurlegt hlutskipti
Dapurlegt er hlutskipti sjálfstæðismanna á
Akureyri í kosningaumræðunni þessa dagana.
Eftir að hafa setið í bæjarstjórn Akureyrar og
jánkað flestu sem meirihlutinn hefur lagt
til og framkvæmt á kjörtímabilinu, eru þeir nú
komnir í þá aumu aðstöðu að reyna að finna
kosningamál. Þar er hins vegar ekki um auð-
ugan garð að gresja og það sem þeir helst hafa
gagnrýnt eru atvinnumálin. En vegna þess að
illa hefur gengið að finna höggstað á meiri-
hlutanum og saka hann um efnahagskreppu í
heiminum og vegna þess einnig að sjálfstæð-
ismenn hafa ekki verið býsna frjóir sjálfir í
atvinnumálaumræðunni síðasta kjörtímabil,
er gripið til leiftursóknarlausnar eða penna-
striksins og álver pantað í fjörðinn.
Að þessu leyti er verulegur munur á stefnu
sjálfstæðismanna og framsóknarmanna á Ak-
ureyri. Framsóknarmenn vilja líta til þeirrar
miklu grósku sem verið hefur á Akureyri
undanfarinn áratug og raunar lengur, en allan
þann tíma hafa framsóknarmenn haft forustu
um meirihlutasamstarf í bæjarstjóminni. Bærinn
hefur þanist út, fjöldi fyrirtækja verið settur á
laggirnar, bjartsýni og uppbygging á öllum
sviðum hefur ríkt. Framsóknarmenn á
Akureyri hafa það mikið álit á Akureyring-
um, að það verði ekki ofverkið þeirra að
halda áfram að byggja upp sinn bæ, halda
áfram að treysta þann grunn sem lagður hef-
ur verið. Að sjálfsögðu ber að leita nýrra
leiða til fjölbreyttara atvinnulífs, en það má
ekki gerast með þeim hætti að vanrækt verði
það sem fyrir er.
Greiða sanngjamt verð
í viðtali sem Dagur átti við Sigurð Jóhannes-
son, sem skipar annað sætið á lista framsókn-
armanna við bæjarstjórnarkosningarnar á Ak-
ureyri, ræðir hann meðal annars um fram-
kvæmda- og rekstrarþætti félags- og heil-
brigðismála. Sigurður segir m.a.: „í ályktun
framsóknarmanna um félags- og heilbrigðis-
mál segir, að félagsaðstoð eigi fyrst og fremst
að veita til að styðja fólk til sjálfshjálpar og
jafna aðstöðu manna til eðlilegrar þátttöku í
félags- og atvinnulífi og að beita skuli aðhaldi í
rekstri dagvistarstofnana og ætlast verði til að
notendur þessarar þjónustu taki aukinn þátt 1
kostnaði við rekstur hennar. Það er sýnilegt af
þróun fjárhagsáætlúnar bæjarins, að æ stærri
hluti heildartekna hans fer til að greiða rekst-
ur hinna ýmsu þjónustustofnana, þjónustu
sem oft á tíðum nýtist hverjum bæjarbúa mjög
misjafnlega. Við greiðum því niður kostnað
fyrir vissan hóp bæjarbúa meðan aðrir eiga
ekki kost á að njóta þessarar þjónustu. Hlut-
verk bæjarfélagsins á að vera að byggja upp
aðstöðu fyrir hinar ýmsu þjónustugreinar á
sviði félags- heilbrigðis- og íþróttamála t.d.,
en notendur þessarar þjónustu verða að gera
ráð fyrir að greiða sanngjarnan hlut af raun-
kostnaði við reksturinn".
Kosnlngar
efla alla
dáð . . .
Það sem greinir manninn frá
skepnunum eru kosningar. Án
þeirra væri hann engu betur sett-
ur en dýr merkurinnar, aumkun-
arverður og af fávísi blindaður.
Án kosninga enginn homo sap-
iens.
Það hefur væntanlega ekki
farið fram hjá neinum að einmitt
nú eru kosningar í nánd. Vænt-
anlega skilja allir að allt er undir
þessum kosningum komið. Nán-
ast allt. Hér er ekki einungis ver-
'ið að kjósa um framtíð Akureyr-
ar og annarra sveitarfélaga,
heldur og kjör, já allt líf fólksins
í þessu landi. Gott ef ekki hálfr-
ar veraldarinnar. Þessar kosn-
ingar skipta sköpum. Af úrslit-
um þeirra ræðst hvort hér verður
velmegun eða vesöld, gleði eða
sorg, kauphækkun eða kreppa.
Upp úr kjörkassanum verða
tínd svörin við spurningum
lífsins.
Nú finnast þeir menn hér í bæ
og víðar sem hallmæia kosning-
um og finna þeim flest til for-
áttu. Vopnaður hlutlægri rök-
hyggju félagsvísindanna kemst
HAKUR að annarri niðurstöðu
en þeir. Enginn með ábyrgðar-
tilfinningu og heill náungans
fyrir brjósti getur leyft sér að
vera með órökstuddan derring í
garð kosninga.
Eitt af því sem þessir menn
halda fram er að kosningar
hleypi öllu í bál og brand, menn
gerist óvinir um stundarsakir,
jafnvel til langframa, rífi sig
ofan í rass af þeirri ástæðu einni
að geta ekki komið sér saman
um við hvaða bókstaf sé rétt að
setja krossinn. Niðurstöður vís-
indanna styðja ekki þessa
skoðun. Þvert á móti er alveg
greinilegt að kosningar auka
mjög vinfengi fólks og elskuleg-
heit. Sem dæmi um þetta vil ég
og tryggðu flokknum aukið
fylgi. Heill byggðarlagsins væri í
veði. Ég yrði að átta mig á því að
nú sæktu myrkraöflin á með
lymskufullan áróður. Hvort ég
vildi stuðla að því, að afturhald-’
ið næði völdum og legði sína
dauðu hönd yfir atvinnulíf
bæjarins. Hvort ég vissi að hinir
flokkamir stefndu að því að
skera niður alla þjónustu við
bæjarbúa um 50-60%? Nei,
ekki það nei. En svona væri út-
litið nú samt. Hvort ég hefði gert
mér grein fyrir því að andstæð-
ingarnir ætluðu sér að draga úr
útgjöldum bæjarins til allra
þrifamála og svo heyrðist sagt að
þeir ætluðu sér að láta rífa Akur-
eyrarkirkju og jafnvel flytja
öskuhaugana niður í Lystigarð.
Hér væru sannarlega alvarleg
mál á ferð.
Ég var auðvitað sammála
þessum nýja kunningja mínum.
Ekki vildi ég stuðla að því að hér
yrði allt lagt í rúst og þótt eflaust
megi sjá kosti við það að flytja
öskuhaugana inn í bæinn, þá er
ég í vafa um hvort það standist
hagkvæmniskröfur. Ég varð því
að viðurkenna, að best væri að
passa sig á afturhaldinu og öllum
hinum, sem væm síst betri.
Það olli mér þó töluverðum
heilabrotum að kvöldið áður
hafði einmitt fulltrúi afturhalds-
ins hringt í mig og varað mig við
öðrum flokkum með sterkum
rökum og mjög sannfærandi.
Þar að auki hafði Jói frændi sýnt
mér fram á margar góðar hliðar
hjá sínum flokki og sagt margt
heldur óskemmtilegt af hinum,
þegar hann færði mér ýsurnar
hér um daginn. Málið er flókið.
En það er þó ekki flóknara en
svo að ég get glaðst yfir því að
eiga nýja og elskulega vini, sem
finnst ég hinn ágætasti maður og
alveg fullgilt atkvæði.
nefna lítið atvik sem fyrir mig
kom um daginn. Það hringdi í
mig maður sem ég þekkti raunar
sáralítið. Ég hafði ekki fyrr tek-
ið upp tólið en maður þessi eys
yfir mig ást sinni og umhyggju.
Hvernig ég hafi það nú, bless-
aður öðlingurinn, hvort ekki
hafi gengið skaplega síðan
síðast, hvort ekki sé allt besta að
frétta af konunni. „Ég á engá
konu“, segi ég af fullkomnu til-
litsleysi við þennan nýfengna vin
minn. „Ja hérna, þú segir ekki,
' ÁT\\\,
fór það svona fyrir þér strákang-
inn“, er sagt hinum megin á lín-
unni. „Jæja, svona getur það
gerst, bara áður en maður veit
af. En bíddu við, þú verður varla
í vandræðum með að fá þér
nýja, þetta fer allt vel, sannaðu
til“. Ég var náttúrulega glaður
við þessa hughreystingu, sem þó
var kannski dálítið eins og hún
ætti við einhvern allt annan. En
hann hafði meira að segja mér:
Hvort ég vissi ekki að það væru
kosningar í nánd? Að nú væri
lífsnauðsyn að allir skiluðu sér.
4-DAGUR-14. maí 1982