Dagur - 14.05.1982, Side 11
___Tónlistarskólinn á Akureyri:
Tveiuiir vor-
tónleikar
Skólinn hefur þegar gengist
fyrir 5 vortónleikum, og hefur
aðsókn að þeim verið ágæt.
Um næstu helgi fara tvennir
vortónleikar fram. Á laugar-
daginn verða tónleikar í Borg-
arbíói kl. 17, þar flytja nem-
endur í efri stigum tónlistar-
náms tónverk eftir Mozart,
Beethoven, Schubert, Frank
Martin, Hindemith og
Paxton. Sjö nemendur leika á
píanó, fiðlu, lágfiðlu og selló.
Tveir af þessum nemendum
eru nú að Ijúka 8. stigi í hljóð-
færaleik, en þeir eru Hulda
Fjóla Hilmarsdóttir á fiðlu og
Gyða Þ. Halldórsdóttir á pí-
anó, en hún lýkur auk þess 6.
stigs prófí í söng og syngur
jafnframt á tónleikunum. Á
sunnudaginn verða svo haldn-
ir kammertónleikar á sal
Menntaskólans, sem eru um
leið 7. vortónleikar Tónlistar-
skólans, og hefjast þeir kl. 17.
Á meðal verkefna verður 4.
Brandenborgarkonsertinn
eftir Bach. Einig verða flutt:
Konsert fyrir 4 einleiksblokk-
flautur og strengjasveit eftir
Heinichen og konsert fyrir
blokkflautu og strengjasveit
eftir Telemann. Einleikara-
flokkur og strengjasveit er
skipuð nemendum og kennur-
um við Tónlistarskólann á
Akureyri, en auk þess leikur
Helga Ingólfsdóttir sembal-
leikari kontínó-rödd. Að-
gangur að báðum tónleikun-
um er ókeypis.
Tónlistarskólanum á Akur-
eyri verður slitið í Borgarbíói
á uppstigningardag, 20. maí
kl. 17.
Happ-
drætti
SVFI
Þessa dagana munu konur úr
Kvennadeild Slysavarnarfélags-
ins hér á Akureyri heimsækja
bæjarbúa og bjóða til sölu happ-
drættisrniða félagsins. Verð
hvers miða er kr. 30 og vinningar
eru 3. Aðalvinningurinn er
Mazda 929, Super de luxe árg.
1982. Annar vinningur er að
fjárhæð 40 þús. kr. og þriðji að
fjárhæð 25 þús. kr. Dregið verð-
ur 17. júní.
Happdrættið er aðaltekjulind
félagsins, og er það von okkar að
bæjarbúar taki vel á móti konun-
um, sem jafnan áður, og styrki
okkur í starfi með því að kaupa
miða. Margt smátt gerir eitt
stórt.
Kvennadeild SVFÍ Akureyri
HAPPDRÆTTI 1982
Afinæli SigluQarðar
20. maí, afmælisdagur Siglu-
fjarðarkaupstaðar, verður
hátíðlegur haldinn að venju.
Kl. 17 verður opnuð sýning á
málverkum eftir Hjálmar Þor-
steinsson í Ráðhússalnum. Þar
verða til sýnis um 20 olíumál-
verk og jafn margar vatnslita-
myndir. Kl. 21 hefst hátíðarsam-
koma í Nýja Bíó með eftirfar-
andi dagskrá:
1. Hátíð sett. Ingimundur Ein-
arsson bæjarstjóri
2. Hátíðarræða. Séra Bragi
Friðriksson.
3. Kynning á ljóðum Halldórs
Laxness. Lesin ljóð skáldsins
og leikin lög við þau eftir Jón
Ásgeirsson. Kynningu ljóð-
anna annast Leikfélag Siglu-
fjarðar og hljóðfæraleik
Guðjón Pálsson organisti.
4. Kirkjukór Siglufjarðar syng-
ur undir stjórn Guðjóns Páls-
sonar.
Fyrir nokkrum árum kom
fram sú hugmynd að efna til
einskonar menningarviku í sam-
bandi við afmæli kaupstaðarins
en 20. maf 1918 hlaut Siglufjörð-
ur kaupstaðarréttindi eftir all-
sögulegan aðdraganda. Dagsins
var minnst um árabil, aldar-
fjórðung, með útisamkomu. En
útisamkomur lögðust síðan af,
m.a. vegna rysjóttrar veðráttu á
þessum árstíma. Nokkrir áhuga-
menn settu á laggirnar nefnd til
að endurvekja afmælishaldið og
hafa gert það nú um nokkurra
ára bil í samráði við bæjarstjórn.
Eins og fyrr getur er hér aðeins
um einskonar menningarviku að
ræða. Samkomuhald er aðeins
eitt kvöld, 20. maí, og það þá
helgað ákveðnum listamanni,
skáldi, rithöfundi eða tónlistar-
manni og svo minningu 20. max
1918. Myndlistarsýningar hafa
staðið í eina til tvær vikur.
frá 20; maí-nefnd 1982
Friöarsamtök-
In á Akureyri
halda fiind
Friðarsamtökin sem stofnuð
voru á Akureyri fyrir skömmu
hafa nú haldið tvo stofnfundi
og má segja að þau séu nú orð-
in að veruleika og telja sam-
tökin rúmlega eitt hundrað
félaga.
Til að ákveða næstu skrefin í
starfseminni hefur verið ákveðið
að kalla saman fund um málið.
Verður fundurinn haldinn í
kjallara Möðruvalla (Mennta-
skólanum) n.k. laugardagkl. 16.
Eru allir velkomnir sem áhuga
hafa á að ganga í hreyfinguna og
eins hinir er vilja kynna sér
málin.
Lotnlng
fyrir Im
Hinn árlegi bænadagur kirkj- bænadagsins var einmitt: Friður
unnar er á sunnudaginn ájörðu.
kemur, 5. sunnudag eftir Sérstakir bænadagar eru al-
páska. Textar þess dags fjalla Seng'r 1 sögu kristninnar og voru
einmitt um bænina og iðkun boðaðir vegna ákveðinna at-
hennar. Biskup íslands herra burða eða aðstæðna. Fastur
Pétur Sigurgeirsson hefur öænatlagur komst snemma á
sent bréf til safnaða landsins “érlendis og að tilskipan
og hvetur til þess að bænar- k°nun8s- Nefndist hann Kon-
efnið í ár verði: Lotning fyrir ungsbænadagur og,var haldinn á
® fostudeginum í 4. viku eftir
Ér þess vænst að bænastund páska, væri sem sé haldinn 14.
verði í öllum kirkjum landsins, mai ef hann væri enn við lýði
og stýri leikmenn athöfn þar sem hérlendis. Var sá dagur einkum
prestar þjóna mörgum kirkjum æt*aður til iðrunar og yfirbótar.
og komast ekki til þeirra allra á Vídalín hafði sérstakan lestur í
bænadaginn. postillu sinni á „hinum almenna
Útgáfan Skálholt hefur gefið bænadegi“.
út lítinn bækling til nota við Friðarumræða kirkjunnar:
bænastundir og messur á þessum Bænadagurinn í ár og bænarefn-
degi. lð „Lotning fyrir lífif' er einn
Saga bænadagsins: Hinn ár- þáttur í starfi kirkjunnar að
legi bænadagur kirkjunnar var vekja fólk til umhugsunar um
tekinn upp 1951 að tilstuðlan friðarmál. Einnig mun Presta-
Sigurgeirs biskups. Þávarkalda stefnari 1 ár fjalla um þau mál
stríðið í algleymingi og Kóreu- serr>aðalefniundiryfirskriftinni:
styrjöldin og allmikil umræða Friðurá jörðu.
um friðarmál. Bænarefni fyrsta
„Enginn veit
sína ævina. .
Um miðjan mánuð verður
Leikhópur Eiðaskóla í leik-
ferð á Norðurlandi með leik-
ritið „Enginn veit sína
ævina . . .“, sem er nýtt ís-
lenskt verk eftir Sólveigu
Traustadóttur, sem hún samdi
í samvinnu við leikhópinn.
Ljóðin eru eftir Viiborgu
Traustadóttur og Vigfús Má
Vigfússon, en lögin eftir Stef-
án Jóhannsson og Örvar Ein-
arsson.
Sýningar verða að Breiðumýri
í Reykjadal, Freyvangi í Eyja-
firði, Höfðaborg á Hofsósi og á
Siglufirði. Eru norðlendingar
hvattir til að fylgjast með ferð
leikhópsins og sjá sýningar hans,
en verkið lýsir ungum manni
sem lífið brosir við, en verður
fyrir slysi og er bundinn hjóla-
stól. Það segir líka frá aldraðri
ömmu sem er á elliheimili, en er
sótt við hátíðleg tækifæri til að
dvelja í faðmi fjölskyldunnar.
Ungmennafélagið Reynir:
Boðhlaup til
Akureyrar
Ungmennafélagið Reynir á
Árskógsströnd ætlar á sunnu-
dag að gangast fyrir boð-
hlaupi, og hefst það við félags-
heimilið Árskóg kl. 13.
Ætlunin er að um 40 unglingar
muni hlaupa boðhlaup til Akur-
eyrar, en þessi vegalengd er um
36 km. Tilgangur hlaupsins er
ekki hvað síst sá að afla fjár til
starfs Reynis, en áheitum hefur
verið safnað vegna hlaupsins.
Sem fyrr sagði hefst hlaupið
kl. 13 við Árskóg. Áætlað er að
því ljúki á íþróttavellinum á Ak-
ureyri á milli kl. 16 og 17, en þá
munu allir þátttakendurnir
hlaupa saman síðasta spölinn.
Lúðrasveit
Akureyrar
heldur
tónleika
Lúðrasveit Akureyrar heldur 40 Tónlistarskólans á Akureyri.
ára afmælistónleika í Samkomu- Stjórnandi er Atli Guðlaugsson.
húsinu laugardaginn 15. maí kl. Aðgangur er ókeypis.
15 með þátttöku blásarasveitar
14. maí1982- DAGUR -11