Dagur - 18.05.1982, Side 3

Dagur - 18.05.1982, Side 3
Sl. laugardag gekkst Trímm- nefnd Akureyrar fyrir skíða- göngu og var gengið að Lamba, skála Ferðafélags Akureyrar á Glerárdal. Gengið var í blíðskaparveðri og tóku um 20 manns þátt í göng- unni og voru þeir á öllum aldri. Vegalengdin sem gengin var er um 12 km hvora leið. Þótt hér hafi verið um trimm- göngu að ræða voru teknir tímar á þátttakendum og hafði Sigurður Aðalsteinsson bestan tíma þátt- takenda. Samvinnuskólanum að Bifröst var slitið laugardaginn 1. maí s.l. og lauk þar með 64. starfsári hans. Skólinn hefur verið staðsettur að Bifröst í 24 ár en 8 ár eru síðan framhaldsdeild við hann var stofnuð í Reykjavík. A vegum Hjólreiðakeppni skólabarna: Kári sigraði Föstudaginn 7.maí var haldin keppni í hjólreiðum við Oddeyr- arskólann á Akureyri og nær- liggjandi götum. Til leiks voru mætt 18 börn frá skólum á norðurlandi. Úrslit voru sem hér segir: 1. Kári Ellertsson, Bama- skóla Akureyrar, 294 stig. 2. Gunnar Viðar Gunnarsson, Oddeyrarskóla, 291 stig. 3. Hildigerður Gunnarsdóttir, Húnavallaskóla, 283. 5. Birgir Valgarðsson, Barnaskóla Sauð- árkróks, 282 stig. Fyrstu fjórir keppendurnir munu síðan keppa innbyrgðis og mun sig- urvegarinn úr þeirri keppni öðl- ast rétt til þátttöku í alþjóðlegri reiðhjólakeppni, nái hann ákveðnum stigafjölda. Þess má geta að í síðustu keppni vann Einar Malmquist Einarsson sér rétt til að keppa á alþjóðlega mótinu sem haldið er í Hollandi þetta árið. Trimmað Einar Einarsson. Gítar- tónleikar Einar Einarsson gítarleikari held- ur tónleika í sal Menntaskólans n. k. miðvikudag þ. 19. kl. 20.30. Einar er Akureyringur og hlaut sína fyrstu tónlistarmenntun í Tónlistarskóla Akureyrar en undanfarin 5 ár hefur hann stund- að gítarnám í Tónskóla Sigur- sveins D. Kristjánssonar undir handleiðslu Gunnars H. Jóns- sonar og Josephs Fung. Nú nýverið lauk hann burtfararprófi frá skólanum. með tónleikum í Bústaðakirkju. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, H. Villa- Lobos, R.R. Bennett, Torroba o. fl. Samvinnu- skólanum slitið Skrifað undir lög skólans eru einnig haldin nám- skeið fyrir starfsfólk og félags- menn samvinnuhreyfingarinnan og hefur svo verið í 5 ár. í ræðu Jóns Sigurðssonar skóla- stjóra kom m.a. fram að í vetur hafa verið haldin nokkur nám- skeið í samráði við Vinnumála- samband samvinnufélaganna. Þá hefði verið gerð sérstök vélastofa og tækjabúnaður skólans aukinn. í vetur voru 77 nemendur að Bifröst, 38 í 1. bekk og 39 í 2. bekk. Framhaldsdeild lýkur störf- um um miðjan maí. Þar eru 21 nemandi, 12 í 3. bekk og 9 í 4. bekk. 39 nemendur þreyttu sam- vinnuskólapróf í vor og hlaut Svava Björg Kristjánsdóttir frá Ketilsstöðum á Tjörnesi hæsta einkunn, 9,27, en næsthæstur varð Þórður Viðarsson frá Húsa- vík með 9,00. 266 manns tóku þátt í þeim 16 námskeiðum sem haldin voru á vegum skólans í vetur en í maí eru fyrirhuguð 36 námskeið á 28 stöð- um víðs vegar um landið. Við skólaslitin söng skólakór Samvinnuskólans tvö íslensk lög og önnuðust nemendur einnig söngstjórn og undirleik. Það gerist ekki á hverjum degi að ný íslensk lög séu undirrituð úti á landsbyggðinni, og ennþá síður að lög séu undirrituð á flugvöllum svona yfirleitt. Þetta átti sér þó stað á Akureyr- arflugvelli í síðustu viku, en þá undirritaði Ingvar Gíslason menntamálaráðherra lög um námslán og námsstyrki. Það voru starfsmenn Flugleiða sem höfðu milligöngu um að koma lagafrum- varpinu norður til Akureyrar, en á myndinni þar sen Ingvar Gísla- son menntamálaráðherra sést undirrita lögin, er einnig Gunnar Arthursson flugstjóri. ---------------------------\ Aðeins það allra besta Herrafatnaður fyrir sumaxið Sumarfatnaður fyrir herranna Sumarstakkar og frakkar geysilegt úrval - gott verð Ný sending af skyrtum Einnig buxur í miklu úrvali Lítið við í Herradeild. Garðhúsgögn Nýkomin hollensk garðhúsgögn á ótrúlega góöu verði. Þú getur fengið 2 stóla 1 hvíldar- stól og 1 bedda fyrir innan við 1000 kr. Stólar, verð frá kr. 115,-. Hvíldarstólar, verð frá kr. 360,-. Sólbeddar, verð frá 368,-. Sportvörudeild í Vefnaðarvörudeild: Barnatrimmgallarnir komnir aftur. Stærðir 80-140. Verðfrá kr. 105,- Fyrirsaumaskapinn: Röndótt og köflótt efni HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI . SlMI (96) 21400 18. iriáí 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.