Dagur - 21.05.1982, Page 5

Dagur - 21.05.1982, Page 5
Fjölskylduhátíð framsóknarmanna á Hótel KEA: Mjög fjölmenn og ánaegjuleg samkoma Ungir sem aldnir komu á kosninga- og skemmtifund B- listans, sem haldinn var á Hótel KEA í gærkvöldi. Starfsmenn hótelsins töldu aö gestirnir heföu verið hátt á fimmta hundraðið og hafa sjaldan eða aldrei verið jafn margir saman komnir í veit- ingasal hótelsins. Óllum fundargestum var boð- ið upp á ókeypis kaffi og kökur. Nemendur úr Tónlistarskólan- um léku á hljóðfæri og félagar úr harmonikkuklúbbnum tóku nokkur lög. Þau Jón Sigurðar- son, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Sigfríður Angantýsdóttir fluttu stutt ávörp, en fundar- stjóri var Hjörtur Eiríksson og fórst honum það skörulega úr hendi. Ómar Ragnarsson kom og skemmti fólki af sinni al- kunnu snilld, ráðamenn þjóðfél- agsins fengu sinn skammt og var ekki annað að sjá og heyra en gestirnir kynnu vel að meta það sem Ómar hafði fram að færa. Ingimar Eydal lék á píanó þegar Ómar tók lagið. Það var létt yfir samkomunni og auðheyrt að menn skemmtu sér vel. Ávörpum frambjóðend- anna var vel tekið, enda slógu þeir á létta strengi. „Ég er með flensu og ætti að vera heima,“ sagði Sigurður Óli Brynjólfsson, þegar hann ávarpaði gesti í fundarlok, „en þessi samkoma er besta meðalið sem ég hefði nokkru sinni getað fengið. Við skulum láta þá gleði sem hér rík- ir endast og við skulum tryggja það, að Sigfríður fái sæti í bæjar- stjórn. Því hvet ég alla til að vinna vel að framgangi listans á morgun og á laugardaginn." Sumir sátu með kaffibollana á hnjánum - því að fullskipað var við öll borð í salnum löngu fyrir auglýstan fundartíma. 21. maí 1982 - DAGUR - 5 SÆÖl ÍBfh . rs- fTÚOACJ -ð *tiUí£*ÍJtÍ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.