Dagur


Dagur - 21.05.1982, Qupperneq 6

Dagur - 21.05.1982, Qupperneq 6
Sumir þykjastsjá einfaldar lausnir á flóknum málum Góðir Akureyringar. Sú bæjarstjórn sem nú er að ljúka kjörtímabili sínu hefir af einlægni ig einurð unnið að framfaramál- um Akureyrar ekki síður en aðrar bæjarstjórnir sem ég hef setið í s.l. 20 ár. Bæjarfulltrúar hafa lagt sig fram um að finna góð úrræði til lausnar aðsteðjandi vanda og á málefnum sem varða heill okkar Akureyringa til frambúðar. Menn eru að sjálfsögðu ekki alltaf sammála. En þeim mun stærra sem málið er og talið mikilsverðara, þeim mun meiri líkur eru á samstöðu þegar á reyn- ir. Fyrir þetta erum við Akureyr- ingar frægir um allt land og oft er nefndur Akureyrarflokkur í þessu sambandi. Því er það næsta broslegt en um leið leiðinlegt þeg- ar Gísli Jónsson og Jón Sólnes munu vinna í fullri einingu að öll- um meiriháttar málum í næstu bæjarstjórn, þótt það þættu stór- tíðindi um ailt land þegar spurðist, að þessir tveir leiðtogar sjálfstæðismanna á Akureyri, fyrrverandi og núverandi ætluðu að bjóða sig fram á sama lista, 1 jafn ólíkar skoðanir sem þeir hafa á mörgum málum. En auðvitað 'skiptir samt máli hver kosinn er í bæjarstjórn Akureyrar því sér- hver-ærlegur maður á sér grund- vallarhugsjón og gerir áætlun um leiðir að stefndu marki. Við vilj- um öll gera Akureyri að betri bæ, en okkur gréinir sýnilega á um leiðir. Sumir þykjast sjá einfaldar lausnir á flóknum málum fyrir kosningar. í byrjun þessararkosningarbar- áttu virtust t.d. sumir telja nægi- legt að krossa við álver í þessum kosningum og þá væru vandamál næstu 4—8 ára leyst. Síðar var þó notað orðið stóriðja sem gaf mun meira svigrúm til íhugunar. Við framsóknarmenn leggjum á það áherslu að hagkvæm nýting inn- lendrar orku eigi að fara fram á Akureyri og á Eyjarfjarðarsvæð- inu og vera iiður í allsherjar upp- byggingu og sókn til enn auðugra mannlífs. Og við getum verið bjartsýn á að það takist ef vel er að staðið og af heilindum og lögð áhersla á góða samvinnu við trausta granna. Samstarfsnefnd um skipulag Eyjafjarðar og Iðn- þróunarfélag Eyjafjarðarbyggða geta verið vettvangur fyrir slíka samvinnu. Já, við getum verið bjartsýn á að það takist, ekki síst fyrir það að á þessu kjörtímabili tókst að sam- eina Landsvirkjun og Laxárdals- virkjun þrátt fyrir hatramma andstöðu Sjálfstæðisflokksins og sumra Alþýðuflokksmanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Nú eru Akureyringar eigendur að hluta Landsvirkjunar þótt form- leg sameining fyrirtækjanna eigi eftir að fara fram. Við verðum því með í þessu mikla ævintýri sem raforkuframleiðslan á eftir að verða hér á landi. Laxárvirkjun- arstjórn á miklar þakkir skildar fyrir þau störf og bæjarstjórn stóð sem einn maður að baki henni í þessu máii. Forystu fyrir heima- menn höfðu Valur Arnþórsson, formaður Laxárvirkjunarstjórn- ar, og Knútur Otterstedt, fram- kvæmdarstjóri. Þetta er eitthvað merkasta málið sem að hefir verið unnið fyrir Akureyringa þetta kjörtímabil, þótt hljótt hafi farið eins og oftar þegar eining er góð og ekki er rifist. Já, við tölum um það sem koma skal, en við framsóknarmenn höf- um þó viljað benda á það sem frumskyldu okkar að stuðla að eflingu og styrkingu þess atvinnu- Sigurður ÓIi Brynjólfsson rekstrar sem fyrir er á staðnum. Á sl. ári beindist athyglin að verk- smiðjum SÍS og Niðursuðu K. Jónssonar og Co. Pað fór svo sem ekki hátt um lánafyrirgreiðslu bæjarsjóðs og síðar Fram- kvæmdasjóðs Akureyrar til þess- ara fyrirtækja. Fyrirgreiðslan við SIS verksmiðjurnar var raunar meira táknræns eðlis um hug bæjarstjórnar Akureyrar en bein aðstoð. En ég geri ráð fyrir að 1 millj. króna lán til K. Jónssonar hafi vegið þyngra og komið að góðu gagni. Aukning á hlutafé Drangs h.f., stofnfé til Iðnþróunarfélagsins og stuðningur við uppbyggingu framkvæmda á vegum félaga eru allt liðir í sömu átt. í gærkvöldi var haldinn aðal- fundur Útgerðafélags Akureyr- inga h.f. Það fyrirtæki, sem á sl. ári greiddi nær 70 milj. kr. í laun, er einn af hornsteinum atvinnulífs þessa bæjar og er með skráð hlutafélag upp á 26 milj. kr. Tog- arar félagsins báru á síðasta ári meiri og betri afla á land en sam- bærileg skip. Frystihúsið er í sér- stökum gæðaflokki. Nú er Sól- bakur á sínum lokaspretti og knýjandi nauðsyn er að fá gott skip í hans stað. En lausn er skki í sjónmáli við ríkjandi aðstæður. Vilhelm Þorsteinsson orðaði þetta svo í gærkvöldi. „Það er . . . hart að útgerðar- fyrirtæki eins og ÚA, sem hefur einhverja bestu útkomu sambæri- legra fyrirtækja í landinu skuli ekki sjá nokkurn grundvöll til rekstrar nýju skipi hvernig sem reiknað er og reiknað." Á þetta hafa framkvæmda- stjórarnir bent aftur og aftur undanfarið. Hér þarf aðgerða við og sam- eiginlega verðum við að finna lausn. I þessu efni beinum við þó augum til stjórnvalda, því þetta er ekki aðeins mál okkar Akureyr- inga, heldur allrar þjóðarinnar, en um leið og þessi vandi ÚA. leysist, leysast einnig mál ann- arra. í gærkvöldi sagði Valgarður Baldvinsson bæjarritari, eftir að hann færði þakkir bæjarstjórnar til starfsmanna félagsins bæði til sjós og lands á liðnu ári, að það væri áreiðanlega heitasta ósk allra bæjarbúa, að þær aðstæður sköp- uðust að Útgerðarfélagið og Slippstöðin gerðu sín á milli samning um smíði nýs og glæsi- legs togara. Sú er ósk okkar allra og hún þarf að rætast sem fyrst. Útvarpserindi Sigfríðar Angantýsdóttur: Frelsi til að taka mið af aðstæðum hverju sinni Góðir Akureyringar. Ég get ekki sagt að ég sé fullkomlega ánægð með allt það sem fram hefur farið síðustu daga í þessari kosninga- baráttu. Allflestir eru þó mál- efnalegir, en ég hef orðið vör við ókurteisi og nagg útí andstæðing- ana síðustu daga. Hræðslan við þetta aftraði mér frá að fara út í pólitík fyrir tólf árum og hún hef- ur ekki freistað mín síðan, þótt örlögin höguðu því svo að ég er hér nú. Ég hélt að kosningabar- áttan myndi snúast um kynningu á mönnum og málefnum, svo kjós- endur ættu auðveldara með að gera upp hug sinn. Mér finnst að gamlar væringar, klofningur hjá andstæðingum, megi gjarnan Iiggja milli hluta. Maður einn sagði við mig í morgun: „Þér rat- aðist satt á munn í sjónvarpinu á sunnudaginn er þú sagðir að fólki leiddist sjálfsagt þetta stjórn- málaþras.“ Ég spurði hann þá og aðra viðstadda, hvort við ættum ekki að hætta þessu þrasi, hætta bara að kjósa, senda bæjarstjórn- ina heim fá tölvum stjórnina í hendur, því fjármagn væri hvort sem er að mestu bundið í lögum og líklega hægt að láta tölvu finna út hvar þörfin er brýnust. Ekki leyst mönnum á þessa hugmynd og vitnuðu í fréttir fjölmiðla um það hvernig afbrotamenn hag- nýttu sér tölvur við iðju sína.Svo virðist sem sú ein leið sé fær að kjósa sér fulltrúa til bæjarstjórn- ar. Því er ég hér við hljóðnemann og þykist enn sjá tilgang með þessu framboði. Ég er framsóknarmanneskja vegna þess að ég vil hafa frelsi til þess að taka mið af aðstæðum í hverju máli. Ég vil ekki láta hengja á mig klafa einhverra kennisetninga. Þetta er að vísu erfitt og gerir meiri kröfur, þar sem ekki er hægt að fletta uppí formúlum eða erlendum kreddu- bókum til að finna hvernig skuli bregðast við málum. Atvinnumálastefna Framsókn- arflokksins hefur verið kynnt í ræðu og riti. Næg atvinna er undir- staða allra framfara. Undirstaða framkvæmdastefnu Framsóknar- flokksins. Leggja verður áherslu á að mæta eðlilegri íbúafjölgun, með því að hafa ávallt fyrir hendi skipulögð svæði íbúða- og atvinnuhúsnæðis og samræma skipulag bæjarins þörfum bæjar- búa hverju sinni. Fylgjast þarf með þörfum fólks. Ég tel að auka eigi möguleika á upplýsingamiðl- un á milli bæjarbúa og bæjar- Sigfríður Angantýsdóttir stjórnar svo sem með viðtalstím- um og fundum félagasamtaka og eru hverfasamtök hugsanleg leið til þess. Ég átti þá.tt í að móta eitt for- eldrafélag hér í bæ sem er eitt elsta foreldrafélag á landsbyggð- inni. Þetta foreldrafélag hefur tekið á sig mynd hverfasamtaka í ákveðnum málum með góðum ár- angri og því er mér mætavel ljós gangsemi slíkra samtaka. Bæjar- búar eiga vissulega heimtingu á að vita hvað fulltrúar þeirra í bæjar- stjórn eru að gera. En það má sjálfsagt einnig segja að hægt væri að bera sig meira eftir þessari vitneskju. Ég áttaði mig á því fyrir nokkrum mánuðum síðan hve mikið fé fer úr sameiginlegum sjóðum til að greiða niður kostnað við dvöl barna á dagvistarstofnunum. Það er sjálfsagt að beita þarna niður- greiðslum og jafna aðstöðu fólks. En hefur þú sem á mig hlustar gert þér grein fyrir því að þessar niður- greiðslur hafa hækkað um nær helming frá því sem lög gera ráð fyrir. Samkvæmt lögum skulu niðurgreiðslur ieikskóla nema allt að 40% en bærinn greiðir nú milli 60 og 70% af fyrrnefndum rekstr- arkostnaði, en foreldrar 30 til 40%. Forstjórinn og kennarinn, Ég vitnaði í orð Valgarðs, en ég vil um leið þakka bæjarstjóra, Helga Bergs, og öllum starfs- mönnum bæjarins fyrir vel unnin störf og góða samvinnu á kjör- tímabilinu og ég veit að samvinn- an verður góð á því næsta. Góðir Akureyringar. Ég ætla ekki að agnúast út í framboð Kvennaframboðsins. Framboðs- réttur er nánast jafn kosninga- rétti. En sá sem metur störf og stefnu Framsóknarflokksins hér í bæ kýs hann væntanlega hvort sem þar eru karlar eða konur. Við hina, sem leggja áherslu á að tryggja stöðu kvenna í íslenskri þjóðmálabaráttu, vil ég segja þetta: Á B-lista framsóknar- manna skipa konur, fjölhæfar konur, þriðja og fjórða sætið, en samkvæmt almennt viðurkennd- um líkum er staða Framsóknar- flokksins slík, að hann ætti að fá fjóra fulltrúa við næstu kosningar. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir er skipar þriðja sætið og Sigfríður Angantýsdóttir er skipar fjórða sætið eru líklegar til að hasla sér völl í stjórnmálum Akureyrar næstu árin ef þær ná k j öri. Þær eru a.m.k. líklegri til þess en fram- bjóðandi kjörinn af kvennalista, sem hefur það sem yfirlýsta stefnu að fara ekki aftur fram með slíkan kvennalista. Með kjöri Úlfhildar og Sigfríðar vinnst þannig tvennt: Konur tryggja sér stöðu og áhrif í stjórnmálum og framkvæmdar- stefnan fær góðan stuðning. Markmið B-listans er: Sigfríður Angantýsdóttir í bæjarstjórn. tannlæknirinn og skrifstofustjór- inn njóta þessarar fyrirgreiðslu jafnt og einstæða móðirin og geta líklega ekki fengið að greiða fullt verð þótt þeir vildu. Veist þú að nær 300 börn bíða eftir vist? Við höfum skapað forréttindaaðstöðu fyrir suma, meðan aðrir bíða eftir plássi. Þetta er misrétti gagnvart þeim. Þetta er misrétti gagnvart þeim foreldrum, þeim mæðrum, sem kjósa að vera heima og ala upp sín börn. Þeirra starf er ekki mikils metið og lítið fá þær annað en ánægjuna fyrir sinn snúð. Við framsóknarmenn viljum fara að lögum og að foreldrar taki aukin þátt í kostnaði við dagvistun barna. Við viljum draga úr fyrr- nefndu misrétti, við viljum fjölga dagvistarrýmum og veita þeim úrlausn er bíða. Áheyrandi minn! Hér hef ég víst fátt eitt nefnt af því sem ég hafði hugsað mér að gera, tími minn er senn á þrotum. Fram- boðsræður byggjast oftast á upp- talningu og útskýringu á því sem gera skal á næsta kjörtímabili og kynningu á stefnuskrám. Þetta höfum við þegar gert á fundum og í stefnuskrá okkar sem hefur ver- ið borin inná hvert heimili. Ég hvet þig til að kynna þér stefnu okkar, hafa samband við okkur og velja síðan þann kost sem ég tel vænstan: Að greiða Framsókn- arflokknum atkvæði í bæjar- stjórnarkosningunum 22. maí nk. 6^ÐAGUR- 21. maí 1982

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.