Dagur - 08.06.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 08.06.1982, Blaðsíða 6
 Allir sem vaxnir eru úr frum- bernsku, og eru á annað borð læsir, hafa lesið leynilögreglu- sögur, hvort sem það er al teiknimyndasíðum dagblað- anna eða þar til gerðum bókum. Flestir hafa séð kvik- myndir, sem fjalla um þessa stórmerkilegu manngerð, rannsóknarlögreglumanninn, sem auk þess að vera undra- fríður og íturvaxinn hefur til að bera gáfur og hæfileika til að greiða úr hinum flóknustu glæpamálum og hæfni til að kljást við, vopnaður eða vopnlaus, samviskulausa glæpamenn og alls kyns ill- þýði. Tveir slíkir eru á Akureyri. Þeir fuilnægja kannski ekki alveg öllum þessum kröfum, enda sú mynd, sem fólk fær úr bókum og bíómyndum, ekki alveg í samræmi við raunveru- leikann og síst af öllu hér á Akureyri. En þeir eru rann- sóknarlögreglumenn engu að síður og hafa atvinnu af því að upplýsa afbrot. En í hverju er starf rann- sóknarlögreglunnar á Akur- eyri fólgið? Hvaða afbrot koma til þeirra kasta? Hvern- ig er alhrot upplýst? Til þess að fá svar við þessum spurn- ingum gengum við tíðinda- menn Dags á fund þessara dularfullu manna og spurðum. Þeir Daníel Snorra- son, rannsóknarlögreglu- maður og Ófeigur Baldurs- son, sem er yfirmaður rann- sóknarlögreglunnar á Akur- eyri, svöruðu greiðlega öllum spurningunum, er lagðar voru fyrir þá. Enginn Sérlokk Hólms - Þið finnið engan Sérlokk Hólms hérna, er ég hræddur um, - segir Ófeigur hlæjandi um leið og við fáum okkur sæti og kom- um segulbandinu í gang. Það var rétt, hvorugur mannanna var í köflóttum vaðmálsfötum með pípu og stækkunargler. Blm: Hvers konar mál eru það, sem þið fáist mest við? D: Við fáumst nú við margt. Yfirleitt fara allar skýrslur, sem gerðar eru af lögreglunni hér, í gegn um hendurnar á okkur. Við þurfum að fást við umferð- arslys og afbrot í umíerðinni, vinnuslys, innbrot og þjófnaði, kærur vegna líkamsárása, skjalafals, eldsvoða, dauðsföll, fíkniefnamál o.fl. Ég er hérna með yfirlit um þau mál, sem við þurftum að eiga við í fyrra, ef ykkur langar þá megið þið skoða. Við rennum yfir yfirlitið í fljótheitum. Stærsti málaflokk- urinn eru stöðumælasektir, alls 956, síðan koma árekstrar og ölvun. 370 hafa setið inni vegna ölvunar, en Daníel tekur fram, að lögreglan hafi þurft að hafa afskipti af miklu fleiri tilfellum ölvunar. Of hraðurakstur, biluð ljós, ölvun við akstur og önnur umferðarlagabrot eru þeir mála- flokkar, sem oftast hafa komið til kasta rannsóknarlögreglunn- ar. Svo eru önnur afbrot, sem „Því mi við vei — Rætt við rannsókr Daníel Snorrason o fróðlegt er að skoða s.s. 50 innbrot, 85 rúðubrot, 18 reið- hjólaþjófnaðir,18 ávísanamis- ferli, 6 tilfelli af kærum vegna orkuþjófnaðar, 3 kærðir hundar, 3 ólögleg áfengiskaup (ekki fleiri!), 3 fíkniefnamál, 1 gluggagægir, 1 kynlífsbrot, 1 geðveila o.fl. o.fl. D:Það er ekki beint að marka þessa skýrslu, við höfum þurft að hafa afskipti af miklu fleiri málum. Ætli t.d. fíkniefnamálin séu el^ki 6-8, sem við höfum þurft aþ hafa afskipti af. Blm: Ér fíkniefnaneysla að aukast á Akureyri? D: Já, fíkniefnin eru að aukast hérna eins og annars staðar. Þetta er vaxandi málaflokkur. Fíkniefna er neytt í ákveðnum, lokuðum hópum og yfirleitt er það einhver einn úr hópnum, sem útvegar efnið fyrir hin. Þetta er mjög erfiður málaflokk- ur að fást við, því að yfirleitt er búið að neyta efnisins, þegar málið er rannsakað. Blm: Hvers konar efni eru þetta? D: Þetta eru eingöngu kannabis- efni. Við höfum sem betur fer ekki orðið varir við, að sterkari efni væru í gangi hér. Blm: En líkamsárásirnar, er mikið um ofbeldi á heimilum hér? D: Það kemur fyrir, en yfirleitt eiga líkamsárásirnar sér stað fyrir utan skemmtistaðina um helgar og í tengslum við ölvun. Bófaflokkar Blm: Eru starfandi bófaflokkar á Akureyri? D: Öðru hvoru skjóta upp koll- inum hópar barna og unglinga, sem stunda innbrot o.þ.h. Nú sem stendur eigum við ekki í höggi við neitt slíkt. Yfirleitt stela þau sælgæti, tóbaki og ein- hverjum peningum. Þetta er yfirleitt hlutur, sem krakkarnir vaxa upp úr. Þetta tilheyrir ákveðnum aldri, þó svo að nátt- úrulega komi meirihluti krakka á þessum aldri aldrei nálægt svona hlutum. Hins vegar er af- brotum greinilega að fjölga hér í bænum, ekki bara smáhnupli, heldur líka alvarlegri afbrotum. Það er skemmst að minnast íkveikjumála hér fyrir áramótin að ógleymdum innbrotunum og þjófnuðunum á Bílaleigunni. Það er því miður engin hætta á, að við verðum atvinnulausir. Blm: Hvernig upplýsið þið innbrot? D: Við byrjum á því, þegar okk- ur hefur borist tilkynning um innbrot, að fara á staðinn og gera 'vettvangskönnun. Við rannsökum, hvernig staðið hef- ur verið að verkinu. Oft má sjá, hvort þar hafi verið á ferðinni barn eða fullorðinn maður. Einnig finnur maður stundum samskonar vegsummerki og í öðrum innbrotum. Það hefur hver þjófur sína aðferð. Einn brýst inn með því að brjóta rúðu, annar brýtur aldrei rúðu o.s.frv. Oft eru það sömu aðil- arnir, sem brjótast inn á mörg- um stöðum. Blm: Hvernig hafið þið háttað rannsókn Bílaleigumálsins? Ó: Ég veit ekki, hvað við eigum að rekja það nákvæmlega. Þjóf- urinn hefur ekki ennþá fundist og við höfum enn ekki gefið upp alla von um að finna hann. Rannsóknin hefur farið þannig fram, að fyrst fórum við á staðinn, tókum myndir, fingra- för og könnuðum öll vegsum- merki. Síðan auglýstum við eftir öllum þeim, sem á ferli voru á þessu svæði umrædda nótt. Sumir gáfu sig fram, en aðrir ekki. Menn hugsuðu sem svo, að þó svo þeir hefðu verið að þvæl- ast þarna á svæðinu, þá hefðu þeir ekki séð neitt grunsamlegt. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því, þótt það búi yfir upplýsing- um. Það hafði sést til bíla á þessu krítíska svæði umrædda nótt og á meðan þeir gáfu sig ekki fram, lágu þeir undir grun. T.d. þurft- um við að auglýsa eftir einum bíl sérstaklega, áður en hann gaf sig fram. Bílstjórinn var náttúru- lega saklaus, en það kostaði okkur heilmikinn tíma og fyrir- höfn að ganga úr skugga um það. Annars hefur fólk verið mjög fúst að hjálpa okkur sem Pappírseyðslan er mikil. Daníel flettir i blaðsíður. 6-DAGUR-8, júní 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.