Dagur - 08.06.1982, Blaðsíða 11

Dagur - 08.06.1982, Blaðsíða 11
Iðnskólinn á Akureyri: 88 nemendur braut- skráðir frá skólanum Iðnskólanum á Akureyri var slitið í sal skólans 28. maí sl. í upphafi máls síns gerði skóla- stjórinn, Aðalgeir Pálsson, grein fyrir vetrarstarfinu. Þetta var 77. árið frá stofnun skólans 1905. Skólinn starfaði á fjórum stöðum, í skólahúsinu við Þór- unnarstræti, í smíðahúsi að Glerárgötu 2B, í vélasal við Gránufélagsgötu og í gömlu Tunnuverksmiðjunni. Alls voru innritaðir í skólann 314 nemendur. Þetta var 40 nem- endum færra en síðastliðið skólaár. Nemar voru í 17 iðngreinum, tréiðnamenn 32, málmiðnamenn 55, rafvirkjar 19, en færri í öðrum greinum. í grunndeildum verk- náms voru 38 nemendur. í frum- greinadeildum tækniskóla voru 27 nemendur. í vélskóladeildum voru 23 nemendur. í tækniteikn- un 18 nemendur og í meistara- skóla 14 nemendur. Fastráðnir kennarar eru 17, 4 þó aðeins í hlutastarfi, stunda- kennarar 21. Stöðugildi á vorönn voru 22. Frá skólanum brottskráðust 88 nemendur þar af 65 iðnnemar, 17 nemendur úr 2. stigi vélskóla og 6 úr raungreinadeild tækniskóla. Hæstu einkunnir hlaut Smári Árnason vélvirkjanemi og Tómas Hansson úr raungreinadeild og hlaut hann verðlaun frá Norður- landsdeild Tæknifræðingafélags íslands fyrir frábæra frammistöðu í raungreinum, verðlaunin af- henti Torfi Guðmundsson for- maður deildarinnar. Einnig hlaut Sturla Sigurgeirsson úr 2. stigi vél- skóla bókaverðlaun frá Vélstjóra- félagi Norðurlands fyrir frábæran námsárangur. Um framtíð Iðnskólans á Ak- ureyri má segja að samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Akur- eyrar óskar hún eftir við menntamálaráðherra að Verk- menntaskólinn á Akureyri verði formlega stofnaður og taki til starfa sem sjálfstæð stofnun eigi síðar en 1. júní 1984. Við það er miðað að Verkmenntaskólinn á Akureyri verði sameinaður skóli Iðnskólans á Akureyri, Hús- stjórnarskólans á Akureyri og framhaldsdeilda Gagnfræðaskóla Akureyrar. Fram til þess tíma leggjast allar byggingar sem byggðar eru á veg- um Verkmenntaskólans til starf- semi Iðnskólans. Nú stendur yfir smíði 800 fm málmsmiðju á veg- um bygginganefndar undir forsæti Hauks Árnasonar formanns skólanefndar Iðnskólans. Standa allar vonir til að taka megi þetta húsnæði í notkun í haust. Hér er um veigamikið skref að ræða og gerir okkur kleift að bjóða kennslu í framhaldsdeilum málm- iðna. Skólastjóri ávarpaði að lokum brottfararnema og árnaði þeim allra heilla og þakkaði kennara- liði og öðru starfsfólki skólans vel unnin störf og sleit skólanum. Góð gjöf til Systrasels Nýlega færðu forsvarsmenn Lionsklúbbsins Huginn á Akur- eyri Systraselssöfnun (Hjúkrun- arheimili aldraðra) kr. 30.000.00 að gjöf og er gjöfin veitt í tilefni árs aldraðra. Fé þetta er söfnunarfé úr fjár- öflun klúbbsins hjá bæjarbúum. Reiðskóli Léttis og Æsku- lýðsráðs Eins og undanfarin ár mun Hestamannafélagið Léttir reka reiðskóla í sumar í samvinnu við Æskulýðsráð bæjarins. Munu námskeiðin hefjast 21. júní og Ijúka 7. ágúst, ef næg þátttaka næst. Óskað er eftir manni til að sjá um og annast þessi námskeið. Einnig er ósk- að eftir aðstoðarmanni kennar- ans. Umsóknir um störf þessi skulu berast formanni félagsins, Birni Mikaelssyni, Furulundi 5c, Akur- eyri, sími 22909, fyrir 15. júní n.k. og mun hann veita nánari upplýs- ingar um störf þessi. Einnig er óskað eftir að þeir sem vilja lána hesta í reiðskólann, láti skrá þá sem fyrst í síma 22909. Reiðskóli þessi hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár meðal barna og unglinga. Margt bæjarbarnið fengi sína fyrstu reynslu af hestinum, sem gott veg- arnesti út á hina hálu braut lífsins. Hvert námskeið mun standa í tíu daga og er þátttökugjald kr. 400. Skráning á námskeið þessi er á vegum Æskulýðsráðs og verður auglýst síðar. Til sölu Chevrolet Malibu Sedan árg. ’79 Chevrolet Citation árg. ’80 Volvo 144 árg. ’74 Universal 50 ha. dráttarvél. Til sýnis og sölu í Véladeild KEA Óseyri 2, sími 22997 og 21400 Sala á trjám og runnum er hafin Selt virka daga kl. 14-18, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 14-16.Pantanir í síma 23100 mánu- daga til föstudaga kl. 10-12, laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-12. Sendum ókeypis á bögglageymslu KEA. Seljum á Dalvík 11. júní kl. 16, Olafsfirði sama dag kl. 20,30. Gróðrarstöðin Vaglaskógi. Orðsending til hjólhýsaeigenda Tökum á móti hjólhýsum í Vaglaskógi laugardag- inn 26. júní frákl. 14. Þeirsem vilja tryggja sér fyrri stæði komi þann dag. Hjólhýsi séu númeruð. Skógrækt ríkisins. Orlofsferð Iðju ’82 dagana 19.-25. júlí Farið verður suður Sprengisand, til Vestmanna- eyja og norður Kjöl. Verð fyrir manninn er kr. 2.300,00. Hafið samband við skrifstofu Iðju fyrir 16. júlí. Sími23621. Ferðanefnd. -Eyfjörð auglýsir- LEE gallabuxur stærðir 27-42, verð kr. 295. EyfjÖrð, sími 25222, Akureyri. Hvemig er raflögnin hjá þér, eða stendurþú í framkvæmdum? Önnumst neytendaþjónustu NÝLAGNIR VIÐGERÐIR VIÐHALD VERSLUN Ný plastgróðurhús Húsin eru ódýr, sterk og það er bæði auðvelt og fljótlegt að setja þau upp. Plastgróðurhúsin eru fáanleg í mörgum mismunandi stærðum, allt frá 4,8 fm upp í 39 fm og jafnvel ennstærri. Þau henta því vel, hvort sem er fyrir garðyrkjumenn, bændur eða garðeigendur. Sýnishorn á staðnum. HEILDVERSLUN 5aDcá]®DDllC3][? Ho]Dd]wÖQí]©©®[IQ * Pósthólf 158 - sími (96) 21344 - 602 Akureyri gg Leikja- og V íþróttanámskeið Leikja- og íþróttanámskeið fyrir börn 10 ára og yngri. 1. námskeið: 21. júní-2. júlí kl. 9,30-11,30 2. námskeið: 5. júlí-16. júií kl. 9,30-11,30 3. námskeið: 19. júlí-30. júlí kl. 9,30-11,30 Verð á námskeiði kr. 100, hálft gjald fyrir annað barn úr sömu fjölskyldu. Knattspyrnuskólinn fyrir börn 9 ára og yngri. 1. námskeið: 21. júní-2. júlí kl. 13,30-15,30 2. námskeið: 5. júlí-16. júlí kl. 13,30-15,30 3. námskeið: 19. júlí-30. júlí kl. 13,30-15,30 Verð á knattspyrnunámskeiði kr. 150. Hálft gjald fyrir annað barn úr sömu fjölskyldu. Reynt verður að takmarka þátttak- endafjölda við 40 á hverju námskeiði. Stúlkur: Þið ættuð að mæta í knattspyrnuskólann ekki síður en drengir. Sami einstaklingur má fara á fleiri en eitt eða tvö nám- skeið. Nánari upplýsingar um tilhögun námskeiða verða þátt- takendur sendir með heim. Innritun í síma 25938 (Valþór) milii kl. 17 og 18 alla daga frá 9.-16. júní. íþróttaféiagið Þór. 8, iúní 1982 - DAGUR — 11 S‘8C5 ííUJj ,b — RUKWú! - ÍH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.