Dagur - 08.06.1982, Blaðsíða 12
MONRO-MATIC ®
SHOCK ABSORBER
HÖGGDEYFAR
í FLESTA BÍLA
Passíukórinn flutti tónverkift AFrican Sanctus, eftir David Fanshawe, í Iþróttaskemmunni á sunnudagskvðldift.
Giskaft var á að áheyrendur hafi verið um 600 talsins og voru undirtektir þeirra frábærar. Á innfelldu myndunum
eru þau Signý Sæmundsdóttir, sem söng einsöng, og Sigurður Rúnar, sem sá um segulböndin. Mynd: K.G.A.
Jón Þór Gunnarsson:
„Slökkviliðs
stjóri
gaf leyfið“
„Þvl miður verður að segjast
eins og er, að aflinn er afskap-
lega lélegur hjá minni bátun-
um,“ sagði Aðaigeir Þorgríms-
son verkstjóri fjá Fiskiðjusam-
lagi Húsavíkur.
„Þetta er búið að vera svona
lengi, það virðist einfaldlega ekki
vera neinn þorskur hér í grend-
inni. Það eru helst stærri bátarnir
sem koma með einhvern afla.
Sækja þorsk austur að Langa-
nes.“
Aðalgeir sagði ennfremur að
menn ættu helst von á að afli
minni bátanna tæki að glæðast
þegar kæmi fram á seinni hluta
sumarsins. Þannig hefði það yfir-
leitt verið.
„Jú, togarinn hefur fiskað
sæmilega,“ svaraði Aðalgeir að-
spurður. „En ekki þorsk, frekar
en aðrir - aðallega grálúðu og
ýsu.“
„Það er ekki rétt sem fram kom
í Degi sl. fimmtudag að við höf-
um kveikt í sinu á golfvellinum í
leyfisleysi,“ sagði Jón Þór
Gunnarsson, einn af félögum í
Golfklúbbi Akureyrar er hann
hafði samband við Dag.
„Hið rétta í þessu máli er það
að byrjað var að brenna sinu á
vallarsvæðinu, en lögreglan stöð-
vaði það. Þá hafði ég samband við
lögregluna og bað um undanþágu
þar sem bannað væri samkvæmt
lögum að brenna sinu á þessum
árstíma, en lögreglan sagðist ekki
geta veitt slíka undanþágu. Hin-
svegar var mér vísað á slökkvilið-
sstjóra og bæjarfógeta til þess að
reyna að fá hjá þeim þessa undan-
þágu.
Það gerði ég, og slökkviliðs-
stjóri sagðist ekkert hafa við það
að athuga að við kveiktum í á vail-
arsvæðinu, og hann sagði enn-
fremur er ég hafði orð á því að
hringja einnig í fógeta, að það
væri óþarfi. Taldi ég því að ég
væri kominn með leyfi í hendurn-
ar til þess að brenna sinu á vellin-
um og tilkynnti lögreglunni það.
Kveiktum við í því á nýjan leik,
og engin athugasemd var gerð við
það fyrr en í Degi sl. fimmtudag"
sagði Jón Þór.
Hafbeit í ósum
Svarfaðardalsár?
Dalvík 4. júní.
Áhugi manna hin síðari ár á
fiskirækt og möguleikum henni
tengdum hafa ekki farið
framhjá neinum. Margir mögu-
leikar hafa verið kannaðir og
tilraunir hafnar.
Einn af þessum möguleikum er
hafbeit í ósum Svarfaðardalsár.
Það er nokkuð umliðið síðan
byrjað var að reifa þessi mál,
bæjarstjórn Dalvíkur hefur rætt
málið og fengið til liðs við sig
Veiðimálastofriun sem ráð-
gefandi aðila varðandi tilraunir,
Nú barst bæjarstjóra Dalvíkur
bréf frá Veiðimálastofnun þai
sem þess er getið að stofnunin sé
tilbúin að gera úttekt á hafbeit-
armöguleikum í ósum Svarfaðar-
dalsár. Hugsanlegt er að hægt
sé að skipuleggja sleppitilraunir
með vettvangskönnun nú í sumar.
Stofnunin telur sleppingar þó
ekki tímabærar fyrr en næsta vor,
enda sé skynsamlegt að sjá fram-
vindu mála í Ólafsfjarðarvatni og
Lóni í Kelduhverfi, en þar hafa
verið framkvæmdar verulegar
sleppingar undanfarin ár. Fram-
kvæmdahraði á Dalvík hlyti ó-
neitanlega að byggja á þeim ár-
angri og þeirri reynslu sem þar
fengist, enda yrðu seiðin í flestum
tilfellum keypt úr sömu eldis-
stöðvum. Mikill áhugi er á Dalvík
fyrir framvindu þessa máls og
möguleikum til fiskiræktar.
A.G.
„Menn em
þegar famir
að panta“
Á Húsavík er að rísa dráttar-
braut, sem væntanlega verður
tekin í notkun I næsta mánuði.
Að undanförnu hefur veríð
unnið við að steypa undirstöð-
ur og að smíða sleðann. í byrj-
un verður hægt að taka eitt skip
upp í einu. Að sögn Þórðar
Haraldssonar, skipasmiðs, sem
stjórnar verkinu verður hægt
að taka 260 tonna skip upp í
sleðanum.
„Til að byrja með verður aðeins
pláss í sleðanum, en von mín er sú
að í framtíðinni verði byggðir
garðar út frá honum. Þá verður
hægt að hafa uppi fimm eða sex
skip. Hvort þetta verður gert í
einum áfanga eða fleirum get ég
ekki sagt til um í dag,“ sagði Þórð-
ur er hann sýndi blaðam. nýja
slippinn. Þórður sagði að Húsa-
víkurbær fjármagnaði fram-
kvæmdirnar. „Fyrsta framlagið
sem eitthvað kveður að frá Hafn-
armálastofnun kemur ekki fyrr en
á næsta ári.“
Það kom fram hjá Þórði að það
hefði gengið erfiðlega að fá að
hefja byggingu dráttarbrautar, en
forráðamenn Hafnarmálastofn-
unar vildu að Húsvíkingar hefðu
hana minni. Sleðinn mun geta
tekið öll skip Húsvíkinga upp, að
togurunum undanteknum. Þórð-
ur sagði að Húsvíkingar bindu
miklar vonir við dráttarbrautina,
teldu að hún gæti skapað töluvert
mikla atvinnu. Fram til þessa hafa
bátar Húsvíkinga yfirleitt farið til
Akureyrar í viðgerð og eftirlit.
„Við erum ekki endilega að hugsa
um að byggja upp mjög stórt fyrir-
tæki. Miklu frekar að veita þeim
bátum sem hingað koma góða
þjónustu. Menn eru nú þegar
farnir að panta, en ég get ekkert
sagt til um hvaða bátur fer fyrst í
sleðann," sagði Þórður að lokum.
Þórður Haraldsson.
• Ekinn 13
þúsund
í mörg ár hefur Akureyringur
nokkur verið kenndur við bif-
reið er hann átti fyrir lifandi
löngu, en eins og kunnugt er
þá er það siður á Akureyri að
gefa mönnum ýmis viður-
nefni. Þessi ágæti bæjarbúi
seldi bílinn góða, sem var
Trabant. Kaupandinn sá að
mælirínn stóð ; 13 þúsund
kílómetrum og spurði eitt-
hvað nánar um aksturinn. Það
stóð ekki á svarinu: „Bfllinn
er vel með farinn, ég er búinn
að aka honum 11 þúsund og
ýta 2 þúsund.“
# Útivistar-
svæðið
í Kjarna
Fjöldi fólks lagði leið sína i
Kjarna um helgina, enda var
veður með afbrigðum gott.
Sóldýrkendur voru í röðum
og hvömmum og börn undu
sér vel í ýmiskonar leikjum,
Það er smám saman að renná
upp fyrir bæjarbúum hve dýr-
mætt þetta útivistarsvæði er-
það sýnir best vaxandi
aðsókn. En til þess að útivist-
arsvæðið geti verið sami un-
aðsreiturlnn næstu áratugina
verða gestirnir að ganga vel
um. Síðdegis sl. sunnudag
mátti vföa sjá plastpoka og
matarílát sem fólk hafði skilið
eftír og óneitanlega stakk það
í augun. E.t.v. má segja að
það vanti fleiri sorpílát í
Kjarna en S&S virðist að fyrst
og fremst vanti viðkomandi
gesti ögn af hfrðusemi og
snyrtimennsku. Vonandi
stendur þetta til bóta.
# Áaðtaka
gjald?
Á dögunum var því stungið
að starfsmönnum Dags að
réttast væri að koma á ein-
stefnuakstri um útivistar-
svæðið og taka gjald af þeim
sem færu f gegn - eða dveldu
þar daglangt. í fyrstu and-
mæltu menn, sögðu að þetta
væri út í hött, það tæki engu
tali. En þá var þeim bent á að
það væri síður en svo rangt
að taka gjald fyrir veitta þjón-
ustu, það kostaði t.d. peninga
að hreinsa svæðin eftir þá
sem þar dveldu, það kostaðl
stórfé að rækta upp nýja blettl
og grisja þá gömtu, auk þess
sem lagning göngustfga
kostaði sitt. Gjaldtaka af
þessu tagi myndi síður en svo
nægja til að fjármagna um-
ræddar framkvæmdir, en
e.t.v. gæti hún nægttil að létta
róðurinn. Viðmælandi starfs-
mannanna taldi ekkí útilokað
að taka upp gjald fyrir að fara f
Hólmatungur, Ásbirgi ogfleiri
staði. Lesendur eru hvattir til
að tjá sig um málið.