Dagur - 08.06.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 08.06.1982, Blaðsíða 3
Stofnfundur Menningar- samtaka Norðlendinga Þann 20. júní nk. boðar félags- og menningarmálanefnd Fjórð- ungssambans Norðlendinga til stofnfundar Menningarsam- taka Norðlendinga í Stóru- Tjarnaskóla í Ljósavatns- skarði, S.-Þing. Hefst fundur- inn kl. 13,15 og lýkur samdæg- urs. Á síðastliðnum árum hefur fé- lags- og menningarmálanefnd Fjórðungssambandsins unnið að stofnun heildarsamtaka þeirra sem vinna að menningarmálum á Norðurlandi. Á það rætur sínar að rekja til ályktunar fjórðungs- þings frá 1979 þar sem nefndinni er falið „að stuðla að auknum samskiptum í fjórðungnum milli áhugamanna um listir í þeim til- gangi t.d. að auðvelda gagn- kvæmar heimsóknir og kynna frekar stöðu þessara mála í fjórð- ungnum.“ Þá hélt félags- og menningarmálanefnd ráðstefnu um samskipti menningaraðila á Norðurlandi 6. des. 1980. Ráð- stefnan, sem var fjölmenn og skipuð fólki víðs vegar úr fjórð- ungnum, samþykkti einróma að rétt væri að efna til samtaka um þessi mál. Á ráðstefnunni var skipuð undirbúningsnefnd til að vinna að því í samvinnu við fé- lags- og menningarmálanefndina. í undirbúningsnefndinni eiga sæti: Kristinn G. Jóhannsson, Akureyri, Einar Niálsson, Húsa- vík, Jón Hlöðver Áskelsson, Ak- ureyri, Örn Ingi Gíslason, Akur- eyri. Sumarið 1981 var á vegum þess- arar nefndar gerð könnun á að- stöðu til listiðkunar og menning- arstarfsemi vítt og breitt um Norðurland. Ennfremur var kannaður vilji manna til stofnun- ar heildarsamtaka um þessi mál. Niðurstaða Arnar Inga, sem gerði þessa könnun, var sú að gífurleg- ur mismunur væri milli listgreina og byggðarlaga, hvað varðar að- stöðu og iðkun. Ljóst er, að fá- mennar byggðir eiga mest undir högg að sækja í þessum efnum. Síðustu mánuði hefur mark- visst starf farið fram til að undir- búa stofnun Menningarsamtaka Norðlendinga, að nokkru í sam- vinnu við þær samstarfsnefndir, sem tilnefndar voru sl. sumar víðs vegar um Norðurland um leið og fyrrnefnd könnun var gerð. í því starfi hefur enn frekar staðfestst að stefna beri að þessari samtaka- stofnun. Á stofnfundi, 20. júní nk., verður frumvarp til laga fyrir Menningarsamtök Norðlendinga tekið til umræðu og afgreiðslu. Ennfremur verða umræður í hópnum um hlutverk og starf væntanlegra menningarsamtaka. Norðurlandsmótið í Bridge var spilað á Akureyri um hvíta- sunnuna. Spilað var að Galta- læk og spiluðu alls 10 sveitir víðsvegar að af Norðurlandi. Norðurlandsmeistari varð sveit Boga Sigurbjörnssonar frá Siglu- firði. Auk Boga eru í sveitinni þrírbræður hans, þeir Anton, Jón og Ásgrímur. Sveit Boga er vel að þessum sigri komin. Þeir bræður hafa oftast verið í öðru eða þriðja sæti þegar þeir hafa ekki sigrað. Röð efstu sveita var þessi: stig 1. Bogi Sigurbjörnsson Siglúf. 119 2. Jón Stefánsson Akureyri 115 3. Stefán Ragnarsson Akureyri 108 4.-5. Þórður Ásgeirsson Húsavík 101 4.-5. Páll Pálsson Akureyri 101 6. Kristján Jónsson Dalvík 95 7. Eyjólfur Magnússon Hvammst. 83 8. Kristján Blöndal Sauðárkr. 80 9. Eðvarð Hallgrímsson Blönduósi 48 10. Reynir Pálsson Skagafirði 29 Keppnin var bæði tvísýn og hörð eins og sést á úrslitunum. Mótið var mjög vel heppnað og lauk með matarboði Bæjarstjórn- ar Akureyrar á Hótel KEA, þar sem verðlaun voru afhent. í síðustu umferð spiluðu saman sveitir Boga og Jóns og sigraði Jón 14-6. Keppnisstjóri var Albert Sigurðsson frá Akureyri. Næsta Norðurlandsmót verður spilað á Hvammstanga að ári. Bræðumir sigursælu. Bogi og Anton í aftari röð - Jón og Ásgrímur fyrir framan. Norðurlandsmótsð í brsdge: Bræðurnir sigruðu Sumarfatnaður á ótrúlega góðu verði Fagnið sumri r1 ■ aW r a í sumarfötunum frá okkur Tækifæri sem enginn má missa af. Kápur - Stakkar - Kápur Höfum fengið gífuregt úrval af kápum og stökkum. úrvalið hvergi betra og verðið eftir því. BUXUR STAKKAR Duffys buxur og stakkar í sumarlitum. Lee Cooper buxur í sumarlitum. Vefnaðarvörudeild. Sumarstakkar, sumarfrakkar, léttir frakkar og skyrtur. Úrval af hinum vinsælu K-BUXUR frá Kóróna úr khaki og flannel. Það er ástæða til að líta á herrafataúrvalið hjá okkur. Garðverkfæri til þess að létta þér vinnuna í garðinum. Garðslöngur í metravís. 3 4 5 Fyrir hestamanninn Reiðstígvél stærðir 38-46. Ný sending Barnasandalar og barnaskór Karlmannamokkasíur, 3 litir 8. júní 1982 - DÁGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.