Dagur - 10.06.1982, Blaðsíða 1
GULLKEÐJUR,'
8 K. 0G14K.
ALLAR TEGUNDIR
VERÐ FRÁ ^
KR. 234,00
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
65. árgangur
Hringja
r
i
lögreglu
- í stað þess að hafa
samband við slökkvilið
Töluverð brögð eru að því að
fólk hringi í lögregluna á Akur-
eyri þegar um bruna er að ræða
- í stað þess að hafa samband
við slökkviliðið. Sömu sögu er
að segja, þegar hringt er eftir
sjúkrabfl. Að sögn Tómasar
Búa Böðvarssonar slökkviliðs-
stjóra, getur þetta orðið til þess
að slökkviliðið kemur seinna á
vettvang en ella. „Þetta getur
líka orðið til þess að vaktmaður
slökkviliðsins fær ekki sjálfur
tækifæri til að meta stöðuna og
ákveða í framhaldi af því
hvernig tæki á að senda af
stað.“
Tómas sagðist ekki hafa neinar
skýringar á því af hverju fólk kýs
frekar að hringja í lögregluna en
slökkviliðið. „Við höfum dreift
miðum með númeri lögreglunnar
og slökkviliðsins. Þessir miðar eru
límdir á símtæki, en eflaust eru
mjög margir símar í bænum enn
án þessara miða,“ sagði Tómas.
„Ef fólk hefur ekki beint samband
við okkur getur það leitt til mis-
skilnings, sem e.t.v. eykur tjónið,
svo ekki sé talað um þá hættu sem
getur skapast ef t.d. hjartasjúk-
lingur á í hlut. Þegar hringt er í
neyðarsímann okkar (2-22-22)
getum við spurt um aðstæður - til
þess eru starfsmenn slökkvi-
stöðvarinnar þjálfaðir."
Það kom fram hjá Tómasi að
yfirleitt eru þrír menn á vakt. Al-
gengt er að tveir fari í sjúkraflutn-
inga og því ríður mikið á að sá
þriðji fái sem bestar upplýsingar.
Kristinn G.
Jóhannsson
var ráðinn
Kristinn G. Jóhannsson hefur
verið ráðinn skólastjóri Bröttu-
hlíðarskólans, en svo nefnist
skólinn sem stofnaður hefur
verið fyrir atferlistrufluð börn
og er í Glerárhverfi. Kristinn
fékk fjögur atkvæði í fræðslu-
ráði, en Valdís Jónsdóttir fékk
eitt. Auk þeirra tveggja sótti
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
um skólastjórastöðuna. Bryn-
dís Valgarðsdóttir var ráðin
kennari við skólann.
Kristinn G. Jóhannsson var um
árabil skólastjóri í Ólafsfirði.
Hann starfaði um skeið sem rit-
stjóri íslendings, en sl. vetur var
hann kennari við Glerárskóla.
Bryndís Valgarðsdóttir lauk í vor
prófi í uppeldisfræði við Háskóla
Islands.
Að sögn Ingólfs Ármannssonar
fræðslustjóra, hefst starfsemi
Bröttuhlíðarskóla næsta haust, en
þó verður ekki farið af stað á full-
um dampi í byrjun. „Ég geri ráð
fyrir að þarna verði fjögur til sex
börn í upphafi," sagði fræðslu-
stjóri.
r Verslað fyrir verkfallið:
„Eg man ekki eftir
eins mikilli örtröð“
„Það er allt að verða brjálað,“
sagði einn starfsmanna Kjör-
markaðs KEA við Hrísalund,
þegar tíðindamaður Dags var
þar staddur um fimmleytið í
gær. Jens Ólafsson verslunar-
stjóri, sagði að það væri
kannski heldur orðum aukið að
segja að allt væri að verða
brjálað, en örtröðin væri svip-
uð og á föstudegi, „en er stöð-
ugt að aukast,“ bætti hann við.
Við alla afgreiðslukassana voru
langar biðraðir af fólki og voru
margir með troðfulla poka og
körfur. En hvað segir fólk um
ástandið, er það farið að safna að
sér fyrir verkfall?
„Jú, ég er að því svona í og
með,“ sagði Guðný Árelíusdótt-
ir. „Ég reikna ekki með að úr
þessu verkfalli verði meira en
boðaðir tveir dagar - annars er
aldrei að vita.“
Berglind Aðalsteinsdóttir:
„Nei, reyndar ekki fyrir verkfallið
sérstaklega. Ég bý í sveit og kem
yfirleitt hingað að versla í miðri
viku, og ég man ekki eftir að hafa
áður séð hér eins mikla örtröð á
miðvikudegi.“
„Jú, öðrum þræði versla ég með
verkfallið í huga,“ sagði Birgir
Snæbjörnsson. „En annars vona
ég bara að ekki komi til langvar-
andi verkfalls, því ef svo fer getur
ástandið í landinu orðið mjög
slæmt.“
Tíðindamaður hrasaði um
troðfulla innkaupapoka Hreiðars
Hreiðarssonar. Er hann að búa
sig undir verkfall?
„Nei, nei, þetta eru bara venju-
leg innkaup, og ég hef ekki í
hyggju að sanka sérstaklega að
mér fyrir verkfallið.“
- Áttu von á að til langvarandi
verkfalls komi?
„Ég hef ekki hugmynd um það.
Ég er garðyrkjubóndi og kem
með að halda mínu striki hvað
sem öllum verkföllum líður."
vill
verða
bæjar-
stjóri
Umsóknarfrestur um embætti
bæjarstjóra á Siglufírði er nú
útrunninn. Aðeins ein umsókn
barst um starfið og var hún frá
Bergþóri Atlasyni loftskeyta-
manni þar í bæ.
Nú standa yfir viðræður stjórn-
málaflokkanna á Siglufirði um
meirihlutasamstarf í bæjarstjórn.
Viðræðum hefur að sögn viðmæl-
anda okkar á Siglufirði miðað
fremur hægt, en það eru fram-
sóknarmenn, alþýðubandalags-
menn og alþýðuflokksmenn sem
eru í viðræðum þessa dagána.
Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu-
bandalag og Alþýðufloickur
mynduðu meirihluta á síðasta
kjörtímabili.
Umsóknarfrestur um stöðu
bæjarstjóra á Sauðárkróki rennur
, út nú um helgina. í gærmorgun
Það var sannarlega handagangur ■ öskjunni, við afgeiðslukassana í Hrísarlundi um fímmleytið í gær. var 0kkur tjáð að engin umsókn
Mynd: K.G.A. hefði
borist um starfið.
Einn
Malbikunarframkvæmdir á Akureyrarflugvelli:
Með öllu óvíst hvort
verkið verður unnið í sumar
„Það eru engar ákveðnar frétt-
ir af þessu máli ennþá. Ég
reikna með að ræða við nýju
bæjarstjórnina bráðlega og
heyra hljóðið í þeim fulltrúum
sem hana skipa,“ sagði Rúnar
Sigmundsson flugvallarstjóri á
Akureyri er við höfðum sam-
band við hann og leituðum
frétta af malbikunarfram-
kvæmdum á Akureyrarflug-
velli í sumar.
Eins og fram hefur komið í
fréttum gæti svo farið að Akur-
eyrarbær lánaði malbik til að setja
á nýja kaflann á brautinni.
„Mér heíur skilist á þeim
mönnum sem ég hef talað við um
þetta mál að ef fjárhagsstaða
bæjarins leyfði það, þá væri
möguleiki á þessu láni þegar færi
að líða á sumarið. Það er það eina
sem ég veit um þetta mál í dag.
Við höfum ekki enn fengið trygg-
ingu íyrir því að fá fjármagn fyrir
þessum framkvæmdum frá ríkinu
á næsta ári, en það er algjört skil-
yrði af hálfu bæjaryfirvalda hér ef
þetta malbik yrði lánað. Það má
því segja að það séu flestir endar
lausir á þessu máli enn sem komið
er.“
- Hvernig gengur uppsetning
tækjanna vegna aðflugs úr suðri?
„Það hefur ekki verið byrjað
fyrir alvöru að setja þessi tæki upp
ennþá, en það verður trúlega þeg-
ar fer að líða á mánuðinn. Það er
meiningin að reyna aþ taka þetta í
notkun fyrir veturinn ef fjárveit-
ing dugar. Við erum bjartsýnir á
að það takist þótt ég þori ekki að
segja til um það hvort hægt verði
að ganga endanlega frá tækjabún-
aðinum,“ sagði Rúnar.