Dagur - 10.06.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 10.06.1982, Blaðsíða 3
Vinnuskóli Akureyrar: Mynd: K.G.A. Steinastaðaskóli: Svefn- poka pláss oggóð tjald- stæði Eins og á sl. sumri verður tekið á móti ferðamönnum, einstakling- um, fjölskyldum og hópum til gistingar í Steinsstaðaskóla í Skagafirði frá 20. júní til 20. ágúst. í skólanum er svefnpoka- pláss fyrir 40-50 manns í her- bergjum. og kennslustofum, en ágæt tjaldsvæði á skólalóðinni fyrir þá, sem það kjósa. Eldunar- aðstaða er í skólaeldhúsinu fyrir þá sem staðinn gista, en einnig er unnt að fá morgunverð, ef pantað er. Á staðnum er félagsheimilið Árgarður, sem bent er á til fund- arhalda. Þar er og ný sundlaug ásamt með setlaug (heitum potti) opin eftir þörfum. Unnt er að fá leigða hesta, en þá þarf að láta vita með fyrirvara. Bent skal á að verslun er á Varmalæk, í aðeins 2 km fjarlægð, bensín og olíur. Steinsstaðaskóli er 10 km sunn- an Varmahlíðar við þjóðveginn um Tungusveit á leið á Sprengi- sand. Þar er friðsælt umhverfi og hentugur áningarstaður. Húsráð- andi, sem gestir skulu snúa sér til, er Sigríður Jónsdóttir, Lækjar- bakka 9, Steinsstaðabyggð, hið næsta skólahúsinu. Sími (um Sauðárkrók) 95-5100. „Það bárust um 370 umsóknir um störf við Vinnuskólann í sumar, og við reyndum að veita öllum þeim sem sóttu um vinnu,“ sagði Marinó Vi- borg Marinósson, en hann mun í sumar veita Vinnuskóla Akueyrar forstöðu. Vinnuskólinn er það athvarf sem unglingar á aldrinum 13-15 ára eiga helst í sambandi við atvinnuleit. Þessir unglingar þykja enn ekki „gjaldgengir“ á hinum almenna vinnumarkaði, a.m.k. segja þeir flestir að þeir fái ekki aðra vinnu nema kunn- ingsskapur komi til eða annað þessháttar. Hluti unglinganna sem starfar í Vinnuskóla Akureyrar hóf störf sl. fimmtudagsmorgun. Hópnum var skipt niður þannig að tveir hópar voru í Lunda- hverfi og aðrir tveir fyrir utan Glerá. Allir unglingarnir unnu við hreinsun og snyrtingu. - Annar hópur unglinga hóf störf í morgun og n.k. þriðjudag koma þeir síðustu til starfa. „Starfið sem þessir unglingar leysa af hendi er aðaliega í því fólgið að snyrta til á opnum svæðum í bænum og fleira í þeim dúr“ sagði Marinó. „Ungling- arnir raka gangstíga, tína rusl og þeir sjá um að raka saman heyi í bæjarlandinu sem garðræktin slær. Þeir unglinganna sem eru 13- 14 ára fá vinnu í fjóra tíma á dag, en þeir elstu sem eru fæddir 1967 fá meiri vinnu. Við höfum mikinn áhuga á að reyna að koma þeim í auknum mæli til starfa hjá stofnunum bæjarins s.s. við gatnagerð og störf á íþróttavellinum svo eitthvað sé nefnt.“ Ekki er hægt að segja að ung- lingarnir hafi neinar rífandi tekj- ur fyrir þessi störf sín, en laun þeirra eru þau sömu og greidd eru í hliðstæðum vinnuskólum í öðrum bæjarfélögum. Launin eru á bilinu 18-24 krónur fyrir hvern klukkutíma. Það má segja að unglingarnir fái þarna vasa- peninga til að nota í sumar, en mikið meira er ekki hægt að gera Hótel Reynihlíð stækkar Fyrir skömmu var ný álma tek- in í notkun í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. í álmunni eru 18 *veg&ja manna herbergi og að sögn Arnþórs Björnssonar, hótelstjóra, eru herbergi hót- elsins nú 44 að tölu. Nýja álman er öll hin vistlegasta. I henni er m.a. salur sem er heppilegur fyrir fundi og samkvæmi af ýmsu tagi. Áhersla hefur verið lögð á björt herbergi, en Ijósir litir og ljós húsgögn eru í þeim öllum. Herbergin eru öll með snyrtingu og steypibaði. „Nýtingin er ekki mikil ef við miðum við allt árið, en hún er góð í tæpa fjóra mánuði. Auðvitað þyrfti hún að vera meiri ef vel ætti að vera,“ sagði Arnþór í samtali við blaðið. „Yfir mesta annatím- ann hefur verið þörf á fleiri her- bergjum og mikið er búið að panta í sumar.“ Undanfarin ár hafa flestir gestanna í Hótel Reynihlíð, verið af erlendu bergi brotnir, en Arnþór sagði að ís- lendingar kæmu þangað í æ ríkara mæli. Arnþór sagði að áhugi opin- berra aðila á starfsemi hótelsins og ferðamönnum í Mývatnssveit takmarkaðist einkum við skatt- heimtu, og að þau lán sem hótel- um stæði til boða væru einhver þau óhagstæðustu sem fáanleg væru á markaðnum. Starfsmenn hótelsins eru í sumar um 60 talsins. Þess ber að geta að hótelið annast rekstur mötuneytis í Kröflu og það rekur einnig bensínsölu og sælgæt- isverslun. Arnþór Bjömsson, hótelstjóri, í einu af nýju herbergjunum. Myndaíþ. Krakkarnir tína rusl í fjörunni við Strandgötu. við þá peninga sem þeir vinna sér inn. En þess ber að gæta að þetta eru unglingar á aldrinum 13-15 ára sem eru á framfæri foreldra sinna og því umdeilan- legt hvað þörf þeirra fyrir miklar tekjur er mikil. En hvað sem því líður, þá fá unglingarnir vinnu, og það er auðvitað mjög mikilvægt. Það er því óumdeilanlegt að Vinnu- skólinn er þörf stofnun, enda stíga unglingarnir þar sín fyrstu spor í atvinnulífinu. Tæplega 400 umsóknir 10. júní 1982-DAGUR-3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.