Dagur - 02.07.1982, Page 5
Þorvaldur Þorsteinsson
FRÆÐSLA
,REYNSLA
LIISFYLLING
Ég held, að mjög margir séu
andvígir því, að listsköpun og
listviðburðir hvers konar séu
styrktir með almannafé. Þetta
viðhorf hins almenna borgara er
hreint ekkert óeðlilegt m.t.t. þess
gildismats, sem ríkjandi er í
þjóðfélaginu, þar sem allt er miðað
við steinsteypu og hámarksgróða.
Þó held ég, að þessi andúð sé fyrst
og fremst sprottin upp af
vanþekkingu, allt of lítilli fræðslu
og þeim leiða misskilningi, að listin
sé eitthvað einangrað fyrirbæri í
samfélaginu, einungis til fyrir
útvalda sérvitringa og snobbara.
Það hefur sem sé gleymst, að listin
er nauðsynlegur og eðlilegur þáttui
í hverju samfélagi, fæðist í
samfélagi við alla og lognast ekki út
af fyrr en sá síðasti hnígur í valinn.
Það djúp, sem staðfest er milli hins
almenna borgara annars vegar og
listarinnar hins vegar er hverju
samfélagi skaðlegt og óeðlilegt og
veldur m.a. þeim ríg, sem allir
þekkja milli „menningarvitanna“
og „alþýðunnar". Listin er aðeins
fyrir fáa útvalda vegna þess að
almenningur skilur hana ekki, að
mati menningarvitanna, og það
sem fólk vill sjá og hlusta á, er ekki
talið list, - aðeins fúsk. Það er því
von, að mörgum sámi og finni til
vanmáttarkenndar gagnvart þeim,
sem „vit hafa á“. Vissulega eru
listamennimir sjálfir stundum
óþarflega óvægnir í dómum sínum
á „óæðri“ list og huga of sjaldan að
hinum raunverulegu orsökum fyrir
vinsældum hennar. Sumir
gagnrýnendur hafa einnig fallið í
þá gryfju að fjalla um listir á þann
hátt, að almenningi er beinlínis
fyrirmunað að skilja vitnisburð
þeirra. Slík umfjöllun virðist
aðeins fyrir hina fáu útvöldu, - þá
sem hafa hina æðri list í blóðinu.
Allt spillir þetta áhuga almennings,
skapar tortryggni og andúð.
Höfuðsökin liggur þó hvorki hjá
listamönnum né gagnrýnendum,
heldur fræðslukerfinu.
Það er alvarlegt mál, að svo fáir
skuli hafa þekkingu og tækifæri til
að njóta þeirrar listar, sem með
einhverju móti rís upp úr
meðalmennskunni. Ég segi
tækifæri vegna þess að í
nútímaþjóðfélagi hafa fáir tíma
eða orku aflögu til að huga að lífinu
sjálfu, fegurð þess og fjölbreytni.
Og ég segi þekkingu vegna þess að
skilningur, víðsýni og listrænn
þroski er lykillinn að hinum
stórbrotna heimi listanna og um
leið þeim heimi, sem við lifum í.
En hvernig má auka þennan
skilning og þroska? Éru það ekki
einungis fáir útvaldir, sem skynja
og skilja hina góðu list og lifa á
henni á okkar kostnað? Segja ekki
margir sem svo um myndlistina:
„Ég hef ekkert vit á myndlist, ég vil
bara hafa eitthvað fallegt uppi á
vegg, eitthvað sem höfðar til
mín . . . ég skil ekkert í þessari
klessulist eða nýlistarvitleysu . . .“
Og hvað er þetta fallega og hvað
höfðar yfirleitt til almennings? Er
það ekki „hríslan og lækurinn" eða
„snúrustaurinn heima“ og fleiri
verk í þeim dúr? Hvað er rangt við
það? Hvernig geta einhverjir
menningarvitar sagt, að þetta sé
bara fúsk? Er það ekki besta
myndlistin, sú sem allir skilja og
þekkja? Snjólaug Bragadóttir,
stórskáld, segir í blaðagrein fyrir
viku síðan: „Fj . . . n vorkenni
þeim myndlistarmönnum, sem
vinna gegn þeim straumum, sem
ríkja meðal fólksins á hverjum
tíma.“ Er þetta gullkorn ekki sá
sannleikur, sem myndlistarmenn
eiga að hafa í huga við störf sín?
Samkvæmt því ætti sönn tónlist að
vera með góðum takti og mátulega
létt, svo að allir skildu hana, leiklist
að vera létt og hlægileg og
bókmenntirnar spennandi og
auðmeltar. Þannig starfaði öll
listaorgían sem ein samhljóma
heild í samræmi við þann straum,
sem ríkir í þjóðfélaginu. Fyrir
mörgum er þetta vafalítið hið eina
rétta, en fyrir öðrum hinn mesti
misskilningur á eðli listarinnar.
Það sem greinir að þessi tvö viðhorf
er að mínu viti mismunandi
skilningur og mismunandi listrænn
þroski. Á listin að fylgja
ekkert óeðlilegt, að myndlistin sé á
sama hátt auðskilin. Við viljum
sem sagt sjá í myndlistinni þá hluti,
sem hugur okkar er reiðubúinn að
melta án fyrirhafnar, hluti sem við
þekkjum fyrir.
Þegar við erum orðin föst í okkar
þröngu bæjardyrum uppi á okkar
lága sjónarhóli, veitist okkur erfitt
að melta þá list, sem „ekki stenst"
eða „ekki er hægt að sjá neitt út
úr“. Slíkt afgreiðum við oftast sem
vitleysu og fíflagang manna, sem
ekki kunna til verka, - fylgja ekki
þeim straumum, sem við þekkjum
úr samfélagi okkar. Hversu oft
höfum við ekki hugsað sem svo
frammi fyrir afstrakt málverki eða
undarlegu nýlistarverki: „Þetta
getur nú hver sem er gert . . .“eða
„til hvers er verið að styrkja svona
fugla, sem ekkert geta og enginn
skilur . . .“? Þegar svo
gagnrýnendur og menningarvitar
hrósa viðkomandi verkum upp í
hástert, þykjumst við endanlega
hafa fengið nóg af vitleysunni,
straumnum og fljóta sofandi að
feigðarósi eða á hún að leita annað,
lengra, hærra í þeim tilgangi að
bæta samfélagið og mannlífið allt?
Flest eyðum við ævi okkar í
umhverfi, sem við þekkjum vel, að
okkur finnst. Smám saman hættum
við að skynja það nema á einn hátt,
þann hátt sem við venjumst
ómeðvitað á að sjá og skoða
hlutina. Fjall er svona í laginu og
svona á litinn, andlit er svona í
laginu og svona á litinn, sardínudós
er svona og á bara að brúkast undir
sardínur og allt hitt er svona eða þá
svona í laginu og svona á litinn og
hefur þetta notagildi en ekki hitt.
Þegar við höfum þrengt
sjóndeildarhring okkar á þennan
hátt og komið umhverfinu í
nokkurn veginn þekkt og
skiljanlegt form, finnst okkur
höfum séð í gegn um svikin og
erum viss um að verið sé að gera
grín að okkur, - fyrir stórfé.
En er málið svo einfalt? Er sú list
sem ekki fellur beint inn í
þekkingarheim okkar eintóm
vitleysa og fals? Er verið að spila
með almenning, og það sem verra
er, almannafé? Þessum
spurningum er fljótsvarað: Nei og
aftur nei. En hvers vegna?
Ég nefndi hér á undan þann hjúp
vana og sljóleika, sem leggst yfir
skilningarvit okkar, oft strax á
unglingsárum. Það er einmitt þessi
draugur, þessi „eina sjón“ og ég
leyfi mér að segja þröngsýni, sem
alla tíð aftrar okkur frá því að njóta
einhvers annars en vanabundið er.
Það er þessi áskapaði vani, sem
aftrar okkur frá því að njóta lífsins
og listarinnar í jafn ríkum mæli og
við gætum. Listin er nefnilega
óendanlega gjöful, ef við viljum
taka á móti.
Fyrir þeim sem eingöngu vill sjá
í myndlist þann veruleika, sem
hann þekkir fyrir, er hlutverk
myndlistar það eitt að endurgera,
líkja eftir umhverfi, sem flytja má
inn í stofu. Fyrir hann er listin
markaðsvara, sem á að fylgja
straumi samfélagsins. En sá sem
nýtur myndlistar með opnum huga
og þroskuðu auga gerir allt aðrar
kröfur til hennar. Hann skilur, að
takmörk myndlistar eru nánast
engin og að það er fásinna að
einskorða hana við eftirlíkingar af
umhverfinu og þröngan ramma
málverksins. Ég fullyrði, að
myndlistin veitir honum mun fyllri
og betri saðningu en þeim sem
dragnast með hjúp vanans fyrir
augum. Ég er þó viss um, að sá
fyrrnefndri er í engu merkilegri
maður en sá síðarnefndi, nær væri
að telja hann lánsamari. Það sem
greinir þessa menn að er reynslan.
Sú reynsla, sem þeir hafa haft af
myndlist í þeim fjölmörgu
myndum, sem hún birtist. Það er
þessi reynsla, sem svo marga
vantar, aðallega vegna ónógrar
fræðslu.
En hvaða reynslu er ég að tala
um. Jú, ég er viss um, að í hvert
skipti sem einstaklingur kynnist
nýju verki, sér venjulegan hlut í
óvenjulegu ljósi, lærir hann ögn
betur að njóta næsta verks, lærir
ögn betur á umhverfi sitt. Og eftir
því sem fjölbreytnin er meiri og
verkin fleiri öðlast hann rneiri
víðsýni, lyftir hjúp vanans ögn
betur frá augum sínum. Hann
öðlast meiri reynslu. Þessi reynsla á
ekki og má ekki verða einkaeign
hinna útvöldu. Hennar eiga sem
flestir að njóta. Ef listin skipaði
þann sess, sem henni ber í uppeldi
okkar og fléttaðist betur inn í líf
okkar og starf, myndi hver og einn
verða hæfari til að skilja og njóta.
Ég nefni lítið dæmi: Sá sem lærir,
þótt ekki væri nema ágrip af
listasögu, er strax hæfari til að
skilja þær hræringar, sem stöðugt
eiga sér stað í listum. Sá sem fær
tækifæri strax á unga aldri til að
kynnast listum á breiðum
grundvelli sér heiminn í allt öðru
ljósi en sá sem fellur í gryfju
þröngsýninnar. Hann hefur öðlast
reynslu, sem fjölgar sjónarhornum
hans og víkkar
sjóndeildarhringinn. Með
markvissri fræðslu og
myndarlegum stuðningi við
listamenn er hægt að brúa bilið
milli hinna „snauðu“ og „ríku“ í
listrænum skilningi. Listin verður
þannig eðlilegur og sjálfsagður
þáttur í mannlegu samfélagi, sem
allir geta notið ríkulega með
opnum huga og skilningi. Þá efast
enginn um, að hlutverk listar er
ekki eftiröpun, heldur sköpun,
lífsfylling en ekki lífsflótti.
Samfara meiri fræðslu eyðist sá
misskilningur, að styrkur við listir
sé glatað verðmæti og að sú list,
sem ekki er í samræmi við reynslu
okkar, sé ónýt. Með aukinni
listrænni reynslu verður hver og
einn æ betur í stakk búinn að
aðgreina fúskarann og
listamanninn og með tímanum
skilar hin almenna gagnrýni og hin
almenna þekking sér í betra og
mannúðlegra samfélagi.
Tilefni þess að ég hripa niður
þessar hugleiðingar eru skrif
ritstjóra og ábyrgðarmanns
íslendings um Vorvöku ’82 hér á
Akureyri. Ég tel mig ekki kasta
rýrð á manninn, þótt ég telji hann
dæmi um einstakling, sem farið
hefur á mis við áðurnefnda reynslu.
Það er auðvitað rétt, sem hann
segir, að hann getur notið listar á
við hvern annan, en í ljósi þess,
sem ég hef verið að segja hér á
undan, er ég þess fullviss, að
ritstjóri og ábyrgöarmaður
íslendings gæti með aukinni
reynslu og þar með aukinni víðsýni
og skilningi notið listar mun betur
en hann nú virðist gera. Hann
myndi a.m.k. ekki láta sams konar
skrif sjást eftir sig aftur yrði hann
svo lánsamur, að augu hans
opnuðust og eyru hans heyrðu.
Afstaða ritstjóra og
ábyrgðarmanns íslendings til
Vorvöku ’82 er hvorki byggð á reiði
né illsku heldur miklu fremur á
þekkingarleysi og e.t.v. svolitlum
misskilningi. Hann, eins og við
flest, hefur farið á mis við þá
listrænu fræðslu, sem nauðsynleg
er hverjum manni, en er því miður
ekki fyrir hendi hjá okkur í nógu
ríkum mæli.
Að lokum svolítil athugasemd:
Þegar ritstjóri og ábyrgðarmaður
málgagns stærsta
stjórnmálaflokksins á Akureyri
gerir sig sekan um að misnota
aðstöðu sína og brjóta lög um
höfundarrétt á listaverkum í
tvígang, hlýtur flokkurinn að grípa
til viðeigandi ráðstafana.
íslendingur hefur lengi verið
sómakært og gott blað. Megi svo
verða á ný.
Þorv. Þorst.
2. júlt 1982 — DAGUB -5