Dagur - 06.07.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 06.07.1982, Blaðsíða 1
GULLKEÐJUR' 8 K. OG 14 K. ALLAR LENGDIR VERÐ FRÁ KR. 234.00 GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 6. júlí 1982 71. tölublað „Éa fann fiársjóð“ sagði 13 ára stúlka sem fann ávísanirnar úr innbrounu í Bílaleigu Akureyrar í litlum pappakassa á Öxnadalsheiði „Ég get ekkert um það sagt á þessu stigi hvaða áhrif þessi fundur hefur á rannsókn málsins,“ sagði Daníel Snorrason rannsóknarlög- reglumaður á Akureyri er við spjölluðum við hann í gær. Um helgina fannst pappakassi með ávísunum úr síðara inn- brotinu í BOaleigu Akureyrar í vetur en ekkert hefur verið látið uppi um það hvort í kass- anum voru allar ávísanirnar sem stolið var. „Mamma! ég fann fjársjóð" kallaði Margrét Stefánsdóttir 13 ára sem fann kassann með ávís- ununum undir brú á þjóðvegin- um á Öxnadalsheiði. Margrét var þar á ferð með móður sinni, Hugrúnu Hólmsteinsdóttur, og við spjölluðum við Hugrúnu í gær. „Við vorum að fylgja hópi hestamanna sem voru að fara á Vindheima í Skagafirði. Við vorum reyndar á tveimur bílum og í svokölluðu Reiðigili sem er efst á heiðinni stoppaði ég. Hestamennirnir riðu þar fyrir neðan veginn, og þegar Margrét ætlaði til þeirra ásamt Sævari Helgasyni sem er 9 ára fór hún undir brúna sem er þarna á þjóð- veginum. Undir brúnni fann hún þennan pappakassa og við urð- um ekki lítið undrandi þegar við sáum hvað í honum var. Þetta var ansi þykkur bunki af ávísunum en ég get ómögulega gert mér grein fyrir því hvað þær voru margar, við reyndum að hrófla sem minnst við innihaldi kassans en ávísanir voru í plast- poka í kassanum. Við afhentum lögreglunni þetta þegar við komum til Akureyrar aftur um kvöldið. Segja má að þessi fundur sé fyrsta meiriháttar vísbendingin sem hægt er að styðj ast við varð- andi rannsókn þessa mesta þjófnaðarmáls sem upp hefur komið á Akureyri. Hvort fundur ávísannanna hefur hinsvegar af- gerandi áhrif á gang rannsóknar- innar er ekki gott að segja til um, og rannsóknarlögreglan vildi ekkert tjá sig um það í gær. Fjölmenni varað Hólum Talið er að á 2. þús. manns hafi sótt Hólaskóla heim á sunnu- dag, þegar haldið var upp á aldarafmæli skólans. Meðal gesta voru forseti Islands, biskup ísands, Iandbúnaðar- ráðherra, þingmenn og for- ustumenn búnaðarmála í land- inu. Á Hólahátíðinni var vígð ný sundlaug á staðnum, sem gamlir nemendur og velunnar- ar skólans hafa gefið. í ávarpi sem Vigdís Finnbogasótt- ir, forseti íslands, flutti gat hún þeirrar hugsjónar sem verið hefði hvatinn að stofnun Hólaskóla. Menn hefðu trúað á landið og að það gæti gefið meira af sér. Þessar hugsjónir hefðu og ræst. Jón Bjarnason, núverandi skólastjóri Hólaskóla, rakti að- dragandann að stofnun hans og sögu skólans þessi 100 ár. Skaga- fjarðarsýsla keypti Hóla í Hjalta- dal 1881 og bændaskólinn var stofnaður árið eftir. Húnvetning- ar gerðust aðilar að skólanum 1883 og Eyfirðingar og Þingeying- ar 1889. Á s.l. tveimur árum hefur verið unnið að mikilli uppbyggingu og endurreisn á Hólum í kjölfar ályktunar ríkisstjórnar frá 1980 um endurreisn Hólaskóla. Hit- aveita hefur verið sett á laggirnar, fullkomin laxeldisstöð verið reist, endurbætur gerðar á heimavist, byggt nýtt hesthús og fleira mætti nefna. Þá hefur verið gengið frá skipulagi staðarins og áfram verð- ur unnið að endurbótum. Þá kom fram í ræðu landbúnað- arráðherra að meðal þess sem enn væri ógert væri stofnun loðdýra- bús, sem nota mætti til kennslu í loðdýrarækt, en sem kunnugt er var laxeldisstöðin einnig reist með kennslu í huga. Fleiri ræður voru fluttar og á milli atriða söng karla- kórinn Heimir. Þá var hrossasýn- ing á staðnum. Frá upphafi hafa um 1600 búfræðingar útskrifast frá Hólaskóla. Má nærri geta hví- lík áhrif skólinn hefur haft á bú- mennt í landinu og hvaða áhrif hann mun hafa í framtíðinni, einkum varðandi nýjar búgreinar. Menntaskólinn á Akureyri: 60 fá ekki skóla- vist AIIs bárust 240 umsóknir um skólavist í 1. bekk Menntaskól- ans á Akureyri næsta vetur Þetta er nokkuð meiri fjöldi heldur en í fyrra en þá sóttu um 220 um. Á skrifstofu skólans feng- ust þær upplýsingar að ekki væri hægt að veita öllum umsækjend- um skólavist næsta vetur, heldur verða teknir inn 180 nýir nemend- ur. Það er aðallega tvennt sem ræður því hvort umsækjandi fær skólavist, en það eru einkunnir og búseta. Þeir sem búa á Akureyri komast inn svo framarlega að þeir séu með þolanlega einkunn úr grunnskóla en þeim er hafnað fyrst sem búa utan Akureyrar og geta stundað menntaskólanám í sinni heimabyggð. Þjóð- dansar r I Glerár- skóla Þjóðdansaflokkur frá Svarta- skógi í V-Þýskalandi hefur ver- ið á ferðalagi um ísland að undanförnu og í kvöld dansar flokkurinn í Glerárskóla. Skemmtun Þjóðverjanna hefst kl. 21 í kvöld og sérstök athygli skal vakin á því að aðgangurinn að skemmtuninni er ókeypis. Annað kvöld dansar hópurinn að Laugum í Þingeyjasýslu og þaðan heldur hann til Egilsstaða. Nokkur mannfjöldi safnaðist saman í gærkvöld og fylgdist með, er bifreiðin var hifð upp úr sjónum og upp a bryggjuna. Ljósmynd: H.Sv. Bíllinn fannst í sjónum í gærkvöldi Aðfararnótt laugardags var brotist inn í verslunina Hljóm- ver við Glerárgötu á Akureyri og er óhætt að segja að þeir sem það gerðu hafi ekki farið troðn- ar slóðir við verk sitt. Úr versluninni hirtu þjófarnir nokkur sambyggð segulbands- og útvarpstæki og hlóðu þjófarnir bíl fyrirtækisins sem var í bílskúr sambyggðum versluninni með þýfinu. Þegar því var lokið settu þeir bílinn í gang og óku síðan út í gegn um bílskúrshurðina! Er ekki hægt að segja að þeir hafi farið hljóðlega, því hurðin hlýtur að hafa brotnað með miklum hávaða. í gærkvöld fannst síðan bifreið- in í sjónum fyrir framan fóður- vörugeymsluna á Oddeyri. Bíll- inn var mannlaus og ekki mikið skemmdur. Var hann hífður upp í gærkvöld. Sögusagnir, um að bif- reiðin hafi sést í Reykjavík, eiga því ekki við rök að styðjast. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri biður alla þá, sem hafa orðið varir við mannaferðir við verslun- ina Hljómver aðfaranótt laugar- dagsins eða í námunda við korn- vörugeymsluna, að láta vita um það strax. Innbrotið í Hljómver:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.