Dagur - 20.07.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 20.07.1982, Blaðsíða 3
„Hvernig á ao starta?“ — Heimsókn í reiðskólann að Jaðri Ragnhildur Magnúsdóltir og Sólrún Tryggvadóttir á gæðingum sinum. „Það eralveg svakalega gaman hérna. Ég var hérna líka í fyrra og ákvað að koma aftur af því að annars kæmist ég aldrei á hestbak og mér þykir svo gam- an á hestbaki.“ - Ertu ekkert spennt þegar þú ferð á bak? „Jú, aðeins.“ - Hvað heitir hesturinn sem þú situr á? „Ég veit ekki hvað hann heit- ir en við getum kallað hana Snjóhvíti. Eg skíri þá bara upp á nýtt ef ég veit ekki hvað þeir heita.“ Þessar skeleggu umræður fóru fram að Jaðri fyrir ofan Akureyri þar sem rekinn er reiðskóli fyrir börn á vegum hestamannafélags- ins Léttis og æskulýðsráðs. Við- mælandi okkar heitir Ragnhildur .//2« Magnúsdóttir og er 8 ára. Nám- skeið sem þessi hafa verið við lýði á hverju sumri í nær 20 ár og hafa getið af sér margan knáan hesta- manninn. Hvert námskeið stend- ur yfir í 10 daga og eru þátttak- endur 45 taksins skipt í þrjá 15 manna hópa. Þegar blaðamenn bar að garði var annað námskeið sumarsins að hefjast en þriðja og síðasta námskeiðið hefst að tíu dögum liðnum. Tveir kennarar sjá um að gera hestamenn úr krökkunum sem sum hver hafa aldrei komið ná- lægt hrossum áður. Þeir heita Ómar Jakobsson og Ólafur Jak- obsson en eru þó ekki bræður. Ómar sagði að krakkarnir væru mjög spenntir í byrjun og hlökk- uðu flestir heilmikið til. „Eg held að ekkert þeirra hafi þurft að nota vekjaraklukku í morgun," sagði hann um leið og hann hjálpaði einni 8 ára Akur- eyrarsnót upp á gæðing sinn. „Hrossin eru leigð af Léttisfélög- um og við veljum yfirleitt hrekk- lausa rólegheita klára enda hafa ekki orðið nein slys hér. Krakk- arnir eru furðu seigir að tolla á baki og það er sjaldgjæft að þau detti af. - Hvaðerþaðsemkrökkunum er kennt hér? „Þeim er kennt að leggja á klár- ana og umgangast þá. Og svo er þeim kennt að tolla á baki. Fyrst er bara riðið í hringi hérna inni í gerðinu en síðan flytjum við okk- ur út í stærra hólf hérna fyrir utan. Þegar þau eru svo orðin volkinu vön í hólfinu förum við með þau út fyrir girðinguna í lengri reið- túra.“ Og nú byrjaði kennslan. Krakkarnir voru búin að leggja á og þurftu við það hjálp kennaranna enda ekki meira en svo að sum þeirra næðu upp til að spenna gjörðina hvað þá hefðu krafta til að herða hana nægilega. Þá var farið á bak og virtust flest ekkert smeyk við þessar höfuðskepnur, Og svo var riðið af stað, fram nú, allir í röð. „Tána í ístaðið" hrópar kennarinn. „Hvað er ístað?“ spyr einhver á móti. „Hvernig á að starta“ spyr annar. „Hann vill ekki beygja“ kvartarsá þriðji. En af stað komast þau og byrja í fyrsta gír eins og trússahestar. Síðan er hraðinn aukinn og kúreka- hrollur fer um suma. Einn ímynd- ar sér að hann sé með indíána á hælunum og lemur í fótastokkinn af ákafa. Sem betur fer er klárinn fremur latur og hefur auk þess aldrei heyrt talað um indíána og skilur ekki hvað er í húfi. Ein snótin lætur eins og hún sé í sirkus en kennarinn minnir hana á að þetta sé nú bara reiðskóli. Þannig ganga tímarnir fyrir sig á reið- námskeiðinu og með þessu móti fá Akureyrarbörnin svolítinn sntjörþef af sveitatómantíkinni og þeirri lífsfyllingu sem fylgir náinni umgengni við dýrin. Við erum með mörg jám í eldinum, því að við viljum tryggja þér góða vöru á verði, sem þú kannt að meta Nýjar vörur á hverjum degi Fatnaður fyrir sumarfríið Fatnaður fyrir ferðalagið Frá herradeild Minnum á K-buxurnar vinsælu, fást í mörgum litum. Stutterma skyrtur og bolir. Herraskyrtur heilerma í mjög glæsilegu úrvali. Stakirjakkar ogföt, mikið úrval af frökkum. Herradeild. Frá skódeild Viljum vekja athygli eldri kvenna á breiðum og mjúkum konuskóm, 4tegundir Litir: svart, hvítt, brúnt og beige. Frá vefnaðarvörudeild Stakkar, jakkar, blússur og buxur. Líttu við, kíktu á úrvalið áður en þú leggur í hann. Þægilegur ferðafatnaður á hverri slá. Fyrir útileguna Þeir eru ófáir með viðlegubúnað frá okkur á ferð þessa dagana. Þú færð allt fyrir útileguna hjá okkur, t.d. bakpoka, svefnpoka og auðvitað tjöld og tjaldhimna og ef á að grilla þá fást grillin hjá okkur. 20. júlí 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.