Dagur - 20.07.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 20.07.1982, Blaðsíða 9
Ðreiðabliksstúlkurnar unnu öruggan sigur „Ég átti alls ekki von á að ég myndi vinna upp þessi átta högg sem Jón Þór hafði í for- ustu fyrir síðasta daginn, en er ég hafði jafnað við hann þegar 5 holur voru eftir sá ég að ég átti möguleika á sigri“ sagði Héðinn Gunnarsson, 15 ára piltur sem um helgina varð yngsti Akureyrarmeistari í golfi frá upphafí. Héðinn sigraði þá Jón Þór bróðir sinn sem hefur verið ókrýndur konungur kylfinga á Akureyri undanfarin ár, og Baldur Sveinbjörnsson, í æsi- spennandi keppni á Jaðarsvell- inum. Reyndar leit ekki út fyrir þessa miklu keppni lengst af, Jón Þór hafði 8 högg í forskot á Héðin þegar 18 holur af 72 voru óleiknar, og Héðinn átti þrjú högg á Baldur. En þegar 5 holur voru óleikn- ar voru þeir allir jafnir og „Iyktin“ af einhverju óvæntu fór að berast um völlinn. Þeir fylgd- ust j af nir að þar til á næst síðustu holu að Baldur tapaði einu höggi og því var ljóst að bræð- umir myndu gera út um málin á síðustu holunni. Upphafshögg þeirra voru líka álíka löng á miðri braut. Annað högg Héðins var í flatarkanti en Jón Þór of langur. Þriðja högg hans var yfir sandtorfæm og inná flötina og hann þurfti tvö pútt til að koma boltanum í hol- una. Þriðja högg Héðins - inná- skotið - var mjög gott og hann tryggði sig fyrir að geta sett niður 4. höggið og titilinn var hans. „Púúúfffff . . .jú þetta var erfitt, ég hreinlega titraði yfir boltanum á síðustu holunum,“ sagði Héðinn eftir sigurinn. Jón Þór tók ósigrinum karlmannlega og sagði: „Héðinn var einfald- lega betri en ég og átti þetta skilið. Það er bót í máli fyrir mig að titilinn skuli enn vera innan fjölskyldunnar.“ í kvennaflokki varði 'Inga Magnúsdóttir titil sinn frá síð- asta ári léttilega. Keppendur í þessum flokki voru fáir, og greinilegt að eitthvað þarf að gera til þess að laða kvenþjóðina meira að golfinu. Páll Pálsson virtist vera að gera út um málin í 2. flokki karla þegar keppnin var hálfnuð en hann gaf eftir í lokin og Þórður Svanbergsson kom siglandi á fullri ferð og hirti titilinn örugg- lega. í 1. flokki var Sverrir Þor- valdsson með forystuna framan af en hann gaf eftir eins og Páll og missti af titlinum. í drengjaflokkftum var óvenjugóð þátttaka og einnig óvenjuvel spilað. Er ljóst að Ak- ureyringar eru að eignast harð- snúinn hóp pilta sem eiga eftir að gera góða hluti ef þeir halda sig við efnið. Sömu piltar röð- uðu sér í efstu sætin og í fyrra, Björn Axelsson hinn öruggi sig- urvegari og Ólafur Gylfason og Örn Ólafsson börðust um 2. sæt- ið mikilli baráttu. En lítum þá á úrslitin. m.fl. karla 1. Héðinn Gunnarsson ....... 328 2. Jón Þór Gunnarsson ...... 329 3. Baldur Sveinbjörnsson ... 330 m.fl. kvenna 1. Inga Magnúsdóttir ....... 367 2. Jónína Pálsdóttir ....... 389 3. Auður Aðalsteinsdóttir .. 452 l.fl. karla 1. Jón G. Aðalsteinsson .... 352 2. Sverrir Þorvaldsson ..... 366 3. Birgir Björnsson ........ 392 2.fl. karla 1. Þórður Svanbergsson ..... 371 2. Páll Pálsson ............ 385 3-4. Ragnar Lár ............ 387 3-4. Bessi Gunnarsson ...... 387 Ragnar sigraði í aukakeppni. drengjaflokkur 1. Björn Axelsson .......... 335 2. Ólafur A. Gylfason ...... 357 3. Örn Ólafsson ............ 358 Þá voru veitt aukaverðlan, „golfglasabakkar" gefnir af „Ég titraði yfir boltanum á síðustu holunum“ Titilinn er í höfn og Júnína Pálsdóttir móðir Héðins fagnar afreki sonarins. Mynd: gk. Ragnari Lár. Smári „Jöggvan“ Garðarsson hlaut einn þeirra fyrir mestan mun á hringjum, hans versti var 72 högg en sá besti 46; - Héðinn Gunnarsson hlaut verðlaun fyrir mestan stöðugleikann í sínu spili, og hinn eldsnöggi og skemmtilegi stjórnandi mótsins síðasta daginn, Hörður Tuliníus, hlaut sérstök verðlaun fyrir frábæra frammistöðu. Sögðu menn að það væri álitamál hvort hann ætti ekki að hætta dómarastörf- um í körfuknattleik þar sem hann hefur alþjóðleg réttindi og snúa sér alfarið að mótstjórn. . . gk-. Stórsigur KA Á blautum grasvellinum áttu KA-menn ágætan leik gegn KR, og vann KA stóran sigur - skoraði þrjú mörk, en KR- ingar skoruðu alls ekki. KR-ingar voru ákveðnari framan af og Aðalsteinn í KA- markinu mátti taka á honum stóra sínum eftir aukaspyrnu. Óskar Ingimundarson átti gott skot sem fór framhjá. Á 36. mín- útu áttu KA-menn hornspyrnu, og úr henni barst boltinn inn í teiginn, þaðan sem varnar- maður KR skallaði hann frá, beint til Ragnars Rögnvalds- sonar KA-manns, sem sendi knöttinn með glæsilegu skoti í bláhorn KR-marksins. í síðari hálfleik voru KA-menn sprækir og Elmar tók aukaspyrnu. Gaf á Eyjólf, sem sendi fyrir markið, þar sem Gunnar Gíslason var í þröngri aðstöðu en náði að skalla knöttinn í netið. Á 38. mínútunni voru þeir Elmar, Gunnar og Ragnar komnir einir inn fyrir KR-vörnina - Elmar gaf á Gunnar, sem gaf á Ragnar, sem afgreiddi boltann í netið með föstu skoti. Þar með var sanngjarn sigur KA innsiglaður, en allur vindur var úr KR- ingum. KA qegn Víking Á miðvikudaginn klukkan 20.00 leika á Akureyrarvelli í 8 liða úrslitum bikar- keppninnar, KA og Víkingur. Tap hjá Þór „Við vorum óheppnir að tapa þessum leik, því jafntefli var sanngjarnast“ sagði Ragnar Þorvaldsson sem var farar- stjóri Þórsara til Njarðvíkur, cn þeir léku þar við heima- menn í annarri deild á laugar- daginn. Leikið var í roki og á blautum grasvelli, og Ieikurinn nokkuð í stíl við það. Njarðvíkingar gerðu sitt eina mark í síðari hálf- leik, en það dugði þeim til sigurs, og tvö dýrmæt stig í höfn. Staðan í annari deild er nú mjög tvísýn og jöfn, en Þróttur frá Reykjavík hefur nokkuð örugga forustu en síðan koma ein fimm lið sem berjast um annað sætið í deildinni sem um leið gefur fyrstu deildar sæti næsta keppnistímabil. Bautamótið svokallaða sem er keppni í kvennaknatt- spyrnu fór fram um helgina. Áð þessu sinni mættu tíu lið til mótsins, tvö frá Akureyri og átta utanbæjar. Þetta er í ann- að sinn sem svona mót er haldið, en það mun verða ár- viss atburður í framtíðinni. Það er Bautinn á Akureyri sem gefur farandbikar til keppninnar og einnig verðlaun- apeninga handa þremur efstu liðunum. Þá gaf Bautinn einnig hressingu meðan á leikjunum stóð og gaf keppendum afslátt af mat meðan mótið fór fram. Að öðru leyti er það KRA sem sér um framkvæmd mótsins. Leikið var í tveimur riðlum og kepptu síðan efstu liðin til úrslita. Tvö næstu um þriðja og fjórða sætið o.s.frv. Alls voru leiknir tuttugu og fimm leikir í þessu móti, þannig að nóg var fyrir fram- kvæmdaraðila að gera meðan á keppninni stóð. Um fyrsta og annað sætið keppti Breiðablik og KR og sigr- uðu Breiðabliksstúlkurnar með þremur mörkum gegn engu. Um þriðja og fjórða sætið kepptu Akranes og Valur og sigraði Akranes með þremur mörkum gegn tveimur. Víkingar sigruðu Völsunga og höfnuðu í fimmta sæti, með einu marki gegn engu, KA sigraði FH með fjórum mörkum gegn þremur og höfn- uðu KA stúikurnar í sjöunda sæti. _ Þór sigraði síðan Fram með þremur mörkum gegn tveimur og lentu Þórsstúlkurnar í níunda sæti. 2Qvjúlí,1982- DAGUR-5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.