Dagur - 20.07.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 20.07.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA SKRÍNUM GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 20. júlí 1982 77. tölublað Árni Reynisson, erindreki Stálfélagsins: Talið að 2 þúsund tonn af brotamálmi séu á Akureyri — Stálfélagið kannar möguleika á samstarfi við sveitarstjórnir, fyrirtæki og búnaðarsambönd um söfnun brotajárns „Talið er að til falli í landinu ÖIIu um 15 þúsund tonn af brotamálmi á ári að meðaltali, og að úr þessu megi vinna 13 þúsund tonn af steypustyrktar- járni, sem er nokkurn veginn ársþörfin. Hugmyndin er að ná samstarfi við sveitarfélög og fleiri aðila víðs vegar um landið um hagkvæmustu lausn fyrir alla aðila við að safna þessu saman, en víða er brotajárn mikið umhverfisvandamál. Sem dæmi má nefna, að talið er, að um 500 tonn af brotajárni úr niðurbrotnum sfldarverk- smiðjum liggi á Siglufirði. „Sumt hefur verið grafið með ærnum tilkostnaði og þar sem þetta er grafið er t.d. ekki hægt að byggja, því að við byggjum ekki á stáli. Það er einfaldlega of dýrt að grafa skurði með Iogsuðntækjum,“ sagði Árni Reynisson, sem ráðinn hefur verið erindreki Stálfélagsins, í viðtali við Dag. Undirbúningur að brotajárns- verksmiðju hefur nú staðið hátt á annan áratug. Stálfélagið var stofnað í apríl sl. og í kjölfarið fylgdu lög, sem heimila ríkinu að kaupa allt að 40% hlutafjár f stál- bræðslu. Félagið hefur tryggt sér lóð í Straumsvík, og þar er nú þegar hafin móttaka brotamálms. „Meðal staða, sem ég hef farið til, eru Siglufjörður, Dalvík og Skagaströnd, og á öllum þessum stöðum hefur erfiðlega gengið að losna við brotajárnið. Ég get nefnt, að talið er, að um 2 þúsund tonn af brotajárni gætu legið á Akureyri, vítt og breitt um bæinn. Erindi mitt um landið er að ræða við fulltrúa sveitarstjórna, fyrir- tækja, búnaðarsambanda og fleiri um hvernig best sé að nálgast allt það brotajárn, sem er í landinu og hvernig auðveldast sé að koma því á vinnslustað. Eins og stálverð er í dag, er vart hægt að segja, að í þessu járni sé verðmæti, þar sem flutningskostnaður er um sjö sinnum meiri en fæst fyrir góðan málm. Því þarf samvinnu þessara aðila, sem ég nefndi um að leysa þetta umhverfisvandamál og jafn- framt reyna að gera verksmiðjuna arðbæra, athuga hvaða möguleik- ar eru á tilfallandi flutningum og koma upp söfnunarportum út um landið, þar sem málmurinn yrði búinn til flutnings," sagði Arni Reynisson ennfremur. Hann sagði, að komið hefði til tals að reisa fyrirtækið í þremur áföngum, byrja á brotajárnsgarði með fullkomnum tækjum til for- vinnslu, þ.e. skurðar og press- unar, síðan kæmi bræðslan og þar næst úrvinnslan, sem væri lang- arðbærust. Því væri best að reisa verksmiðjuna í einu lagi, en ef söfnun gengi ekki alveg að óskum, væri ágætlega fært að byggja verksmiðjuna í áföngum. Árni sagði, að móttökur hefðu verið mjög jákvæðar víðast hvar, bæði varðandi söfnunina og þátt- töku í fyrirtækinu. Hann sagði, að fjárfestingin væri eins og í tveimur skuttogurum, starfslið í verk- smiðjunni yrði eins og áhafnir tveggja togara og allt starfið í kringum þetta samsvaraði vinnu fyrir fólk, sem samsvaraði starfs- mannafjölda eins frystihúss, eða þar um bil, svo að notaðar væru kunnar samlíkingar. Ef allt gengi að óskum, gæti verksmiðjan risið á tveimur árum. Ekið ápilt Tólf ára piltur liggur nú meðvit- undarlaus á sjúkrahúsinu á Ak- ureyri eftir hörmulegt umferð- arslys sem varð á móts við bæ- inn Spónsgerði í Arnarnes- hreppi á föstudag. Ekið var aftan á piltinn þar sem hann var á ferð á reiðhjóli og var hann fluttur á sjúkrahús. Sam- kvæmt þeim fréttum sem Dagur aflaði sér í gær var drengurinn mikið slasaður og ennþá meðvit- undarlaus. Valur tapar í gærdag tók dómstóll Knatt- spyrnusambands íslands fyrir kæru Isfirðinga gegn Val, en ís- firðingamir kærðu valsmenn fyrir að hafa notað ólöglegan leikmann - Albert Guðmunds- son - í leik liðanna í 1. deild. Áður hafði dómstóll Knatt- spyrnuráðs Reykjavíkur fjallað um málið og dæmdi hann Isfirð- ingum í vil þannig að leikurinn skyldi vera Val tapaður. Dómstóll KSÍ staðfesti síðan þann dóm í gær. Þetta mál snertir fleiri félög því eins og þeir sem fylgjast með knattspyrnu vita kærði KA vals- menn á sömu forsendum og ís- firðingarnir. Er því hægt að ganga út frá því sem gefnu að KA muni vinna sitt kærumál. Þáð þýðir ein- faldlega að KA skýst upp í 2. sæt- ið í 1. deild, en á botninum sitja Valsmenn með sárt ennið. Ljósmynd: KGA. Drangur hinn nýi kom til Akureyrar í gærmorgun í fyrsta sinn. Skapa þarf 4000 ný atvinnu- tækifæri Unnin hefur verið skýrsla á vegum Fjórðungssambands Norðlendinga, sem ber yfir- skriftina „Spá yfir mannafla á Norðurlandi eftir atvinnugrein- um 1980-1990“. Höfundur hennar er Hafþór Helgason starfsmaður samtakanna. Skýrslan var lögð fram á fundi stjórnar FSN og fulltrúa vinnu- markaðarins í síðustu viku. í skýrslunni kemur m.a. fram að gera megi ráð fyrir fólksfjölgun hlutfallslega undir landsmeðaltali á þcssum áratug en að hlutfalls- legur vöxtur mannafla verði meiri á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu á sama tíma. Einnig er í skýrslunni gert ráð fyrir áframhaldandi fækkun árs- verka í frumvinnslugreinunum, landbúnaði og fiskveiðum en fjölgun í úrvinnslugreinum og þjónustugreinum og reiknað með að skapa þurfi ný atvinnutækifæri fyrir rúmlega 1300 manns í úr- vinnslugreinum og tæplega 2700 manns í þjónustugreinum á ára- tugnum, samtals 4000 manns. I lok skýrslunnar kemur fram að hlutfallsleg fólksfjölgun í fjórðungnum er mun minni en á landinu í heild og haldi sú þróun áfram er fyrirsjáanlegur sam- dráttur á öllum sviðum. Einnig kemur fram að tekjur manna í fjórðungnum eru yfirleitt undir landsmeðaltali og skráð atvinnu- leysi hlutfallslega hærra. Sjá kafla úr skýrslunni bls. 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.