Dagur - 20.07.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 20.07.1982, Blaðsíða 7
Þurrkur Smábændur þurfa líka að taka til hcndinni þegar þurrkurinn er annars vegar. Það er þurrkur og allt brjálað að gera í sveitinni. Sólin glennir sig af öllum kröftum framan í iðagrænan og ilmandi flekkinn sem bíður þess að vera sópað upp í vagn og dælt inn í hlöðu. En áður en það gerist hafa ýms- ir aðilar komið við sögu á tún- inu og breytt grasi í hey. Fyrst kom sláttuþyrlan æðandi yfir skákina eins og víkingaher- sveit og felldi allt sem á vegi henn- ar varð. Þá kom fjölfætlan bað- andi út öllum öngum hvað eftir annað og rótaði upp heyinu. Og nú er þurrkurinn alveg ær- andi og meiningin að hirða. Dráttarvélar eru tengdar fyrir heyvinnuvélarnar, heyhleðslu- vagn, múgavél og blásara og þær gerðar klárar fyrir átök dagsins. Núorðið er smursprautan orðin þarfasti þjónninn í heyskapnum. Smurkopparnir eru óteljandi á heyvinnuvélunum og allir þurfa þeir sinn reglulega skammt af koppafeiti. Það á fátt skylt við heyskaparrómantíkina. Þegar allt er klárt og flekkurinn orðinn þurr er brunað út á tún í ofboði og byrjað að raka saman. Hring eftir hring fer múgavélin og múgarnir stækka jafnhliða því að flekkurinn minnkar. Á eftir siglir vagninn og rífur í sig heyið af áfergju eins og hungraður úlfur. Á endanum getur hann þó ekki innbyrt meira og rymur af ofáti, kjagar síðan heim að hlöðu og skilar öllu gumsinu aftur í blásar- ann sem blæs því inn í hlöðu. Vagninn brunar aftur út á tún jafn óseðjandi og áður og hakkar í sig meira af heyinu. Flekkurinn minnkar stöðugt og alltaf hækkar í hlöðunni þar til öllu hefur verið smalað inn. Og engu síður en vélarnar keppist mannskapurinn við. Allir sem vettlingi geta valdið hópast út á tún. Sumir stjórna vélum, aðrir raka og enn aðrir moka inn í blás- arann. Ekki er að vita nema hann byrji að rigna seinni partinn og þá er allt um seinan. Heyskapurinn verður að hafa algeran forgang, menn mega varla vera að því að borða á svona dögum. Þó svo að tækninni fleygi fram og vélar vinni öll erfiðustu verkin liggur ekkert minna á að koma þurri töðu í hlöðu nú en áður og menn hamast engu minna. Á öllum bæjum er sömu sögu að segja. Hvert sem litið er eru dráttarvélar, múgavélar, hey- hleðsluvagnar og fólk á fullri ferð í flekknum og við hlöðuna. Svo sannarlega er heyskapurinn hafinn. Keppst við að moka í blásarann. 20. júlí 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.