Dagur - 20.07.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 20.07.1982, Blaðsíða 5
Óráðið í stöðu bæjarritara Ekki hefur enn verið gengið frá ráðningu bæjarritara á Dalvík eins og til stóð að gera í síðustu viku og sagt var frá í Degi. Rögnvaldur Skíöi Friöbjörns- son hefur nú dregið umsókn sína til baka en að sögn Valdimars Bragasonar bæjarstjóra verður sennilega gengið frá ráðningu bæjarritara í þessari viku. í síð- ustu viku var hins vegar Stefán Jón Bjarnason ráðinn bæjarstjóri á Dalvík. Hlaut hann 4 atkvæði í bæjarstjórn. Hestamóti frestað Akveðið hefur verið að fresta hestamóti Léttis, Funa og Þráins sem átti að vera á Melgerðismel- um 24. og 25. júlí nk. til 21. og 22. ágústnk. Astæðan er í fyrsta lagi sú að fé- lagsmenn Funa og Þráins eru mjög bundnir í heyskap sem fór frekar seint af stað á Eyjafjarðarsvæðinu. í öðru lagi er mjög stutt liðið frá lands- móti og óvíst með áhuga knapa og annarra félagsmanna á að vinna að öðru móti. Mótstilhögun verður nánar auglýst síðar. Rauða húsið Ýmsir menningarlegir viðburð- ir eiga sér stað þessa dagana í Rauða húsinu. Þar á sér nú stað 10 daga samfelld röð myndlist- arsýninga og annarra viðburða sem hófst þann 16. þessa mán- aðar og endar 25. Á hverjum degi gefur þar að líta nýja myndlistarsýningu og á kvöldin kl. 21 eru tónleikar, fyrir- lestrar, upplestur eða viðburð- ir. Nú þegar hafa Kristján Guð- mundsson, Haraldur Ingi Har- aldsson, Guðjón B. Ketilsson og Jón Laxdal Halldórsson haldið myndlistasýningar og kvöldstund- ir verið í höndum Jóns Óskars Pálls Skúlasonar, Haralds Inga Haraldssonar og Jóns Laxdal Halldórssonar. í dag stendur yfir myndlistar- sýning Rúnu en hún hefur kennt myndlist í Þingeyjarsýslu undan- farna tvo vetur. Óg í kvöld kl. 21. heldur Helgi Hallgrímsson nátt- úrufræðingur fyrirlestur um Lag- arfljótsorminn. Á morgun, mið- vikudag, verður sýning á verkum hollensku myndlistarkonunnar Henriette van Egten. Annað kvöld heldur BARA- Flokkurinn tónleika kl. 21. Margt fleira verður á dagskrá í Rauða húsinu á næstunni og verður getið um það sfðar. Sjá nánar í síðasta Helgar-Degi. Vorum að taka upp Södahl vörur: Bollapör, bakka, sykursett, smjörskálar, sultukrúsir, pipar og salt Dekkservéttur, svuntur, pottalappa, bakkabönd og efni í sama mynstri Ný sending af 7lrzbetq)postui,ni, vasar, kertastjakar, krúsir og m. fleira Vatnsþétt stakkaefni 2 þykktir Röndótt draktaefni Pífu pilsefni Möve handklæði í 3 stærðum Opið á laugardögum frá kl. 10-12. alll tilsawna Sfc Is ___l_! FNR. 8164 -5760 Ýemman SKIPAGATA 14 B - SÍMI 96-23504 PÓSTHÓLF 84 - 602 AKUREYRI Lokað Vegna sumarleyfa verður skrifstofa mín lokuð frá 19. júlí til 9. ágúst. Fasteignasalan er þó opin eftir sem áður og er sölustjóri Pétur Jósefsson með fasta viðtalstíma á skrifstofunni frá kl. 16.30-19.30 alla virka daga eða á öðrum tímum eftir samkomulagi. Heimasími hans er 24485. Ðenedikt Ólafsson, hdl. 0* Lokað vegna sumarleyfa 1. ágúst til 8. ágúst. MOL&SANDUR HF. V/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI (96)21255 liteí ÖKUMENN! BLÁSUM El SUMRINU BURT |JU^JFERÐAR AKUREYRARBÆR |||| Til leigu eru tvær íbúðir Umsóknum skal beint til Félagsmálastofnunar, Strandgötu 19b, pósthólf 367, sem fyrst á um- sóknareyðublöðum er þar fást. Félagsmálastofnun Akureyrar. EINSTAKT TÆKIFÆRI! Skemmtisigling með lúxusskipi fró Reykjavík til Noregs og þýskalands (nunvtiL FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388 og 28580 Nú gefst Islendingum tækifæri á siglingu með einu glæsilegasta skemmtiferðaskipi Evrópu Ms. MAXIM GORKI (áður Hamburg) sem er 25 þús. tonna fleyta. Skipið kemur til Reykjavíkur 29. ágúst og fer kl. 8 að kvöldi 30. ágúst. Skipið verður til sýnis á Ak- ureyri sunnudaginn 25. júlí kl. 4-6 sd. Þeir sem áhuga hafa á skoðun vinsam- iegast hafið samband við Hilmar Daníels- son í síma 61318 og 61319 á vinnutíma og 61173 á kvöldin. MAXIM GORKI er lúxusskip. Allar vistarverur eru með sturtu og w.c. Á meðan dvalið er um borð er farþegum séð fyrir fullu fæði og fá þeir aðgang að öllum þægindum um borð, svo sem sundlaug, leikfimisherbergi, borðtennis, kvikmynda- og veit- ingasölum, börum og næturklúbb, svo að eitthvað sé nefnt. Umboðsmenn ATLANTIK á Norðurlandi: Akureyri: Ingimar Eydal, sími 21132 Dalvík: Hilmar Daníelsson, sími 61318 og 61173 Húsavík: Bjarni Bogason, sími 41474 Ólafsfjörður: Ágúst Sigurlaugsson, sími 62152. 20l')ú(í,4962 - PAGMR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.