Dagur - 20.07.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 20.07.1982, Blaðsíða 12
s I blóma lífsins. Ljósmynd: KGA. Margar auglýs- ingar um nauðungar- uppboð í lögbirtingablaðinu sem kom út s.I. miðvikudag eru hvorki fleiri eða færri en 49 auglýsing- ar um nauðungauppboð frá bæjarfógetanum á Akureyri og Dalvík og sýslumanninum I Eyjafjarðarsýslu. Dagur spuröist fyrir um það á bæjarfógetaskrifstofunum á Ak- ureyri hverju þetta sætti og hvort hér væri ekki um .óvenjulegan fjölda nauðungauppboðsaug- lýsinga að ræða. Freyr Ófeigsson sem varð fyrir svörum, tjáði blað- inu að ekki væri hægt að draga neinar ákveðnar ályktanir af þessu, hér gæti verið um það að ræða að safnast hefði fyrir hjá embættinu á löngum tíma þetta mikið af uppboðsbeiðnum en allt eins væri líklegt að í næsta tölu- blaði Lögbirtingarblaðsins yrði ekki um neinar uppboðsauglýs- ingar að ræða frá bæjarfógetanum á Akureyri og Dalvík og sýslu- manninum í Eyjafjarðarsýslu. # Vondi maðurinn Að undanförnu hafa þeir tek- ist á Bjarni Felixson íþrótta- fréttamaður Sjónvarpsins og Ellert B. Schram ritstjóri DV, Videósonmaður og útvarps- ráðsmaður og sakað hvorn annan um að standa í vegi fyrir því að við fengjum að sjá beinar myndír frá HM- keppninni sálugu. Bjarni skaut fyrst, en Ellert svaraðí um hæl og sagði Bjarna hafa skotið út af eins og svo oft áður. Ellert ætti að vita hvað hann er að segja, því að þeir félagar léku lengi saman (KR- vörninni hér á árum áður. Ell- ert birtir síðan langa grein í DV um helgina þar sem hann gerir hrefnt fyrir sínum dyrum, og ekki verður annað séð af lestri þeirrar greinar en að sökin (fínna þarf sökudólg vegna þess að ekki fengust fleiri leikir í beinni útsend- ingu) liggi hjá fjármálaspek- ingum Sjónvarpsins. Það er víst eftir öðru á þeim bænum að það sé allt of áhættusamt fjárhagslega að senda svona efni beint út, þótt þeir ættu að vita spekingarnir eins og aðrir landsmenn að hver ein- asta beina knattspyrnuút- sending hefur skilað umtals- verðum hagnaði í tóma kassa. Það væri fróðlegt að reikna út, hvað þyrfti marga beina knattspyrnuleiki til þess að hagnaðurinn af út- sendingu þeirra nægði fyrir eins og einum „Lénharði fóg- eta“ eða þannig sko ... # Kreppu- einkenni Hreiðar Jónsson starfsmaður á íþróttavellinum á Akureyri er gamansamur maður og „ótrúlega hittinn" þegar sá gállinn er á honum. Á dögun- um sendi hann „skotastúku- gestum“ (það eru þeir sem tíma ekki að borga sig inn og fylgjast með leikjum utan vallarsvæðisins) skemmtilegt „skeyti“, og síðan bætti hann betur um sl. föstudagskvöld. Þá léku KA og KR í 1. deild- Innl, og stór hópur fólks var í „skotastúkunni". Skyndilega vakti rödd Hreiðars athyli vall- argesta er hann ávarpaði „skotana", en þá voru 25 mín- útur til leiksloka: „Þar sem kreppueinkenni hafa hlaðíst upp hér utan vallargirðingar- innar vil ég taka það fram að það fá allir ókeypis aðgang eftir 20 mínútur.“ Kom los á „skotastúkugesti" við þetta „skeyti“ en þeir sem höfðu greitt aðgangseyri skemmtu sér konunglega! Grenivík: Útibú KEA í nýtt glæsilegt húsnæði ur er tæpir 150 fermetrar, en aö auki um 100 fermetrar fyrirbens- ínsölu með tilheyrandi olíu- og bifreiðavörum, auk verkfærasölu og svo kaffiteríu þar sem seldar verða ýmsar léttari veitingar. Slíka þjónustu hefur ekki verið hægt að fá á Grenivík til þessa. Um 20 manns geta drukkið þar kaffi samtímis. Bensínsalan verður opin frá kl. 9 til 19.30 virka dagaenfrá kl. 9 til 21 um helgar. Kaffiterían verður hinsvegar opin í sumar frá kl. 14 til 19.30 virka daga og frá kl. 9 til 21 laugardaga og sunnudaga. Almenn ánægja er ríkjandi á Grenivík og í nágrenni með þessa framkvæmd kaupfélagsins. Versl- unarhúsið er teiknað á teiknistofu Sambandsins, byggingarmeistari var Sveinn Jónsson, múrarameist- ari Magnús Gíslason og málara- meistari Ingólfur Benidiktsson. Ljósgjafinn hf. sá um raflagnir, Karl og Þórður um pípulagnir, Oddi hf. um kælingar og Ásgeir og Óskar um jarðvegsskipti. Verkfræðingur var Birgir Ágústs- son og byggingarstjóri Guðmund- ur Jónsson. Hið nýja verslunarhús KEA á Grenivík. S.l. föstudag flutti útibú KEA á Grenivík starfsemi sína í nýtt og glæsilegt verslunarhúsnæði að Túngötu 3 sem er við inn- keyrsluna í þorpið. Var öllum íbúum Grenivíkur og nágrennis boðið að skoða þessa stórbættu verslunaraðstöðu og þiggja veitingar af þessu tilefni í kaffl- teríu útibúsins. Kaupfélag Eyfirðinga hefur rekið verslunarútibú á Grenivík síðan 1941, en síðustu 20 árin hef- ur verslunin verið rekin í húsi því sem nú var flutt úr og orðið var þröngt og óhentugt fyrir verslun- ina. Framkvæmdir við nýja verslun- arhúsið hófust í júní s.l. sumar og er það nú fullfrágengið innan sem utan og aðkeyrslur og bílastæði malbikuð. Verslunin er vel búin tækjum og varningi. Húsið allt er 497 fermetrar að flatamáli, gólf- flötur aðal verslunarinnar fyrir dagvörur og aðrar nauðsynjavör- Flugdagur á Akureyri Nk. laugardag 24. júlí verður haldinn flugdagur á Akureyri og er þar um að ræða einhverja stærstu flugsýningu, sem haldin hefur verið hcrlendis. Kl. 13.30 á föstudag hefst forsala að- göngumiða á Torginu og kl. 16.00 sama dag verður happ- drættismiðum dreift úr flugvél- um yfír KA-velli, Sanavelli og Þórsvelli. Að sögn aðstand- enda dagsins má búast við a.m.k. 60 flugvélum á Akur- eyrarflugvelli á laugardaginn og jafnvel fleirum ef veður leyf- ir. Dagskráin hefst kl. 13 með flugminjasýningu. Þar verða m.a. tvö elstu flugtæki landsins, gamlir mótorar og skrúfur ásamt mörg- um öðrum gömlum og merkileg- um munum sem tengjast flugi, heimasmíðaðar flugvélar ásamt nýtísku flugvélum. Á sama tíma er módelsýning, sú stærsta sem haldin hefur verið hérlendis. Sýnd verða mótor- módel, svifflugmódel og þyrlur, allt fjarstýrt. Kl. 14.30 hefst svo flugsýning. Ómar Ragnarsson sýnir listir sínar á Frúnni, Magnús Norðdahl sýnir listflug á TF-UFO, sýnt verður fallhlífarstökk úr þyrlu í fyrsta skipti hér á landi, listflug á svifflugu, gírókoptaflug, Húnn Snædal sýnir listflug á TF-KEA, Landhelgisgæslan verður með björgunaræfingu, þotuflug verður á dagskrá og áfram mætti telja. Flugfélag Norðurlands mun kynna starfsemi sína, og Stræt- isvagnar Akureyrar verða með ferðir á flugvöllinn á hálftíma fresti frá Glerárstöð, Iðnskólan- um og Sjallanum. Kl. 12-17 verð- ur matur í Sjallanum fyrir flug- áhugamenn og kl. 19 um kvöldið verður flugveisla, þar sem boðið verður upp á flugseðil kvöldsins. Stakfell er farið á veiðar Hinn nýji togari Þórshafnar- og Raufarhafnarbúa, Stakfell, er nú farið á veiðar, en skipinu var siglt til Reykjavíkur, þar sem norskir sérfræðingar fóru um borð til að gera við vanstillingu á spilútbúnaði skipsins. Norðmennirnir fóru með skip- inu í veiðiferð en voru síðan settir í land eftir að búið var að koma spilunum í lag. Eftir því sem Dag- ur hefur fregnað gengur allt að óskum, þótt veiði hafi verið dræm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.