Dagur - 23.07.1982, Qupperneq 5
Þorvaldur Þorsteinsson
rt*6*
T>V-C
S'SaíSSÍ'
e<
Þegar einhverjum verður það á
að ganga á ljósastaur eru það oft
fyrstu viðbrögðin að bölva
staurnum, jafnvel sparka í hann
og hljóta af verri meiðsl en ella.
„Hvern fj . . . er þessi
staurdj ... að þvælast
hér . . .?“ er gjarna hvæst út á
milli samanbitinna tannanna því
tæpast hvarflar að viðkomandi
að hann hafi gengið á staurinn.
Nei, það er staurinn sem var
fyrir honum.
Það efast líklega enginn um
að viðkomandi maður hefur ein-
faldlega verið staurblindur og á
sjálfur mesta sök á slysinu. Við
hlæjum góðlátlega að vitleys-
unni í honum og hugsum svo
ekki meira um þetta því okkar
bíður erill hversdagsins. En
hvernig skyldi þessu nú vera var-
ið hjá okkur sjálfum, einmitt í
erli hversdagsins? Erum við ekki
í stöðugri leit að sökudólgum
þegar eitthvað er öðru vísi en við
viljum hafa það? Þarf ekki alltaf
að kenna einhverju eða ein-
hverjum um þegar eitthvað ger-
ist sem í okkar augum er óæski-
legt, pirrandi eða hættulegt?
Hvort sem orsökin er einföld
eða ægiflókin, í mannlegu valdi
eða ekki, þarf að finna persónu
eða einhvern tiltekinn hóp
manna sem ber ábyrgð, er söku-
dólgurinn. Og sjaldnast tekst
okkur að nefna eigin háæruverð-
ugu sál í þvf sambandi. Sökin
liggur alltaf hinum megin.
Til að skýra mál mitt ögn bet-
ur hef ég tínt til nokkur dæmi
þessu viðkomandi, þ.e. dæmi
um vinsæla sökudólga sem gott
er að grípa til (eða í) þegar illa
stendur á.
Svo byrjað sé á stórmálunum,
verðbólgunni og dýrtíðinni, er
löngu vitað hverjir þar bera alla
ábyrgð. Það eru þingmenn, ráð-
herrar og aðrir ráðamenn þjóð-
arinnar. Sjaldan eru aðrir kall-
aðir til ábyrgðar og aldrei verð-
um við til að líta í eigin barm.
Stjórnarandstæðingar hverju
sinni eru sannfærðir um fuíl-
komna sök stjórnarinnar og
stjórnarsinnar eru jafn vissir um
að vandamálin séu frá árum fyrri
stjórna. En stórmál finnast
víðar: Þegar einhversstaðar
geysar stríð er það helv . . .
kommunum að kenna og um
daginn las ég í Mogganum að
friðarhreyfingin í Bandaríkjun-
um væri líka helv . . . kommun-
um að kenna! Og hér heima er af
nógu að taka.
Félagsleg vandamál eru sál-
fræðingum og félagsfræðingum
að kenna, einfaldlega vegna
þess að engir hafa orðið til að
benda á þau fyrr.
Ef eitthvað fer úrskeiðis í
verklegum framkvæmdum er
það þessum vitlausu verkfræð-
ingum að kenna.
Þegar við álpumst ofan í holu
á þjóðveginum er það vegagerð-
inni í heild sinni að kenna.
Öllum finnst ofsalega fyndið
að kenna veðurfræðingum um
bansetta ótíðina, en ekki er ég
grunlaus um að margir geri það
af heilum hug og sannfæringu.
Ef barninu gengur illa í skóla
er það undantekningalítið sök
kennarans eða skólakerfisins.
Kommarnir læðast líka inn í
skólakerfið því það eru þeir sem
bera ábyrgð á allri þessari and-
styggilegu innrætingu sem felst í
því ófyrirgefanlega framferði
sumra kennara að kynna nem-
endum sínum tvær hiiðar á sama
málinu.
Unglingar er síðan eini þjóð-
félagshópurinn sem hefur á sam-
viskunni flest afbrot sem þekkj-
ast í þjóðfélaginu og örugglega
öll innbrot.
Ef ekki fæst stórt Væmó-
Drulló súkkulaði handa feitu
frúnni er afgreiðslustúlkan um-
svifalaust dæmd sek og skömm-
uð í samræmi við alvöru málsins.
Maðurinn í fiskborðinu ber
alla ábyrgð á því að ekki veiðist
ýsa einn daginn og hlýtur hann
að skammast sín fyrir vikið.
Það er auðvitað ekki við neinn
annan að sakast en blaðburðar-
barnið þegar áskriftin hækkar á
blaðinu eða forsíðan blotnar lít-
illega í stórhríðinni.
Það er símastúlkunni að
kenna að forstjórinn er aldrei
við.
Það er dyravörðunum að
kenna að þú gleymdir nafnskírt-
eininu þínu heima.
Þegar knattspyrnuleik er tap-
að er sökin auðvitað dómarans.
Og enginn efast um.að það eru
bara stælar í bansettum flug-
mönnunum þegar ekki er hægt
að fljúga vegna veðurs.
Þegar þú færð matareitrun í
sólarlandaferðinni og verður
auk þess vitni að -því að dregur
fyrir sól í tvo daga er það að
sjálfsögðu engum nema farar-
stjóranum að kenna.
Þegar okkur leiðist á fimmtu-
dagskvöldi er það sjónvarpsins
sök.
Og þegar okkur hundleiðist
yfirleitt er orsökin sú að allir hin-
ir gera ekki neitt til að hafa ofan
af fyrir okkur.
Skyldi þetta vera mér að
kenna?
, 1 \ . fyksT stu r- WfiiljA/ ClU KoMA kast it) upp! itin s SLbWR SbK '
-i' M : 3 ! !/
m FU&L V/
m íí **,
m ■*-PL G-AfrB t J
Ir a r r FÓ'MA/ UPpHR. 0*!tí SrÚLkA 'AFoRia VFR5L- uaJ «> fŒM ReÍð ' rMAÐuft
mtjfí. HklÁ> 51 tíonii) > ■
is! « i f
P'LptíTb ■ / r o- W/AJOfi- Ae
StúM FUM > • y i - - UPPtlR. REÍVug
F/A- HALUG TÓa/aí JA/MA
iAM' kcMfl V y maa/m R’ft ÍRL/lrJ Df WffA'
i J
Njcfö- ekkl frAMAU > í •
MAMMS- A/ATM a/Ag * ►
DAGDVELJA
Bragi V. Bergmann
Brandarar
„Pétur, Pétur, vaknaðu maður!“
„Hva, hvað er það, Anna?"
„Þú varst með martröð og veltir þér
um á alla kanta og öskraðir: Sig-
ríður, Sigríður. „Djöfuls þvæla er
þetta, þetta var engin martröð. Þeg-
ar ég er með martröð, þá öskra ég
Anna, Anna!“
☆ -jíf ☆
“Nú verður þú að flýta þér Gústa -
annars náum við ekki í leikhúsið í
tæka tíð, klukkan er orðin hálf átta.“
„Hálf átta? Af hverju sagðir þú mér
þetta ekkifyrr...?“
„Elskan, fer það ekki illa með gar-
dínurnar, ef ég reyki?“ spurði hann
Sigrúnu sína.
„Ó, Guðni, þú ert sá tillitssamasti
maður sem ég þekki. Auðvitað fer
það illa með gardlnurnar ef þú reyk-
ir.“
„Ókey, taktu þær þá niður...
Hann hafði verið giftur svo mörgum
konum að hann hafði ekki tölu þar á.
Að lokum gifti hann sig aftur einni af
fyrrverandi konum sínum og hefði
líklega aldrei uppgötvað það, ef
hann hefði ekki þekkt aftur tengda-
mömmuna...
„Þau virðast vera mjög hamingju-
samt par, Toni. Hann kyssir hana í
hvert sinn sem hann fer út, og það
jafnvel blossakossa úti á tröppum.
Hvers vegna gerir þú það ekki?“
„Guð minn góður Sigga, svaraði
Toni. - Ég þekki hana varla
ennþá...
☆ ☆☆
Líkfylgdin silaðist áfram. Næst á
eftir kistunni fór maður með hund í
bandi og á eftir kom löng röð syrgj-
enda. Maður sem átti leið hjá spurði
hvað hafði gerst.
- Hundurinn drap konuna hans,
fékk hann að vita.
Maðurinn gekk þá til hins syrgjandi
eiginmanns og sagði: - Get ég
fengið hundinn þinn lánaðan?
Maðurinn benti aftur fy rir sig - farðu
þá í röðina.
☆ ☆ ☆
- Ég sé eftir því að hafa gifst þér,
sagði Jón.
- Jæja, svaraði Magga, - Þú getur
ekki sagt að það hafi verið ég sem
elti þig.
- Nei, nei, sagði Jón - Þú veist að
gildran hleypur aldrei á eftir músinni
en veiðir hana samt...
☆ ☆ ☆
- Hvort ætti ég að fara í loðkápuna
eða þunnu poplínkápuna elskan?
- 0, það skiptir ekki máli. Ég elska
þig gegnum þykkt og þunnt...
☆ ☆☆
- Heyrðu elskan ... ég sá svo af-
skaplega sætan lítinn hatt í bænum
í dag ...
- Jæja, settu hann þá upp og leyfðu
mér að sjá ...
• ☆☆☆
- Heldurðu að þú elskir mig, þegar
ég verð orðin Ijót og hrukkótt?
spurði Magga Jón sinn við við morg-
unverðarborðið.
- Að sjálfsögðu elskan, sagði
Jón ... bak við dagblaðið ...
☆ ☆☆
í 25 löng ár vorum við konan mín,
algjörlega hamingjusöm.
- Þá kynntumst við.
23. júlí 1982 — DAGUR - 5