Dagur - 23.07.1982, Side 7
Gamlar myndir og fatahengi í vinnustofu málarans.
„Ef Alla Vestmann gekk illa að teikna hendur módelanna átti hann það til að setja á þær
vettlinga.“
„. . . og teiknaði klámmyndir fyrir vinnufélagana. Mér leið ckki vel þessi ár.“
*7,
- Viðtal við Hring Jóhannesson listmálara, frá Haga í Aðaidal
Hringur í vinnuskoti sínu. Ófullgerð mynd af þvotti á snúru á trönunum.
Að rísa þumlung
upp úr meðal-
mennskunni
„Þú sagðir einhvern tíma í við-
tali að ef einhver risi þumlung upp
úr meðalmennskunni væri allt
reynt til að slá hann flatann. Það
hefur oft verið talað um að lista-
menn færu ekki allt of góðum orð-
um hver um annan. Er þetta til-
fellið?“
„Ég hef alltaf lagt mig fram um
að tala vel um kollega mína og
þess vegna er mér ekkert ljúft að
tala um þetta. Það má þó segja að
maður hitti ekki svo leikara eða
rithöfund og þetta á vafalaust við
um myndlistamenn líka, að þeir
séu ekki að rakka hvern annan
niður, ef þeir t.d. -fást við annars
konar myndlist en þeir sjálfir.
Kannski stafar þetta að einhverju
leyti af minnimáttarkennd og öf-
und, af fýlu vegna þess að mönn-
um 'finnist þeir settir hjá og ekki
taka við nógu eðlilega sem arftak-
ar gömlu meistaranna. Það er oft
grunnt á öfundinni. Ég hef t.d.
heyrt menn níða Erró niður eftir
að hann varð frægur.“
Menn verða að
sanna sig fyrir
sunnan
Við spyrjum Hring um mynd-
list á Akureyri en sem kunnugt er
fengu akureyrskir myndlistar-
menn heldur afleita dóma er þeir
héldu samsýningu í Reykjavík
fyrir all mörgum árum.
„Ég hef nú ekki getað fylgst svo
náið með myndlistarmálum á Ak-
ureyri en tilfellið er að meðan
menn sanna sig ekki fyrir sunnan
er litið á þá sem annars flokks
listamenn. Þetta er staðreynd. Þó
held ég að þetta stafi að nokkru
leyti af fordómum og hún hefur
minnkað. En vígstöðvarnar eru
fyrir sunnan, þar eru söfnin, krít-
íkin og stór hópur manna sem sér
hverja einustu sýningu. Menn
verða að leggja verk sín undir
þennan dóm ef þeir ætla að hljóta
viðurkenningu."
Hringur Jóhannesson, bóndasonurinn frá Haga I Aðaldal, lág-
vaxinn, sterklegur, útitekinn og strákslegur tekur á móti okkur
eitt rigningarkvöld fyrir skömmu í bakdyragættinni á óðali
feðra sinna. Þar býr bróðir hans búi en Hringur hefur komið sér
upp vinnustofu i viðbyggingu bakatil við húsið. Þar málar hann
hvert sumar. Mun hafa byrjað á þessu 1967 og komið síðan á
hverju sumri. í anddyrinu eru stígvél og vinnufatnaður hangir á
snögum, þar sefur hundurinn á bænum, þar skín annríki sveita-
heimilisins í gegn um hvern hlut. Inn af þessu anddyri er vinnu-
stofa Hrings, hurðin merkt nafni hans og rofnir óreglulegir
hringir málaðir utan um. Lykt af olíumálverki kemur á móti
okkur, ófullgerð mynd á trönum, blautir olíulitir á palletti og
einar sjö eða átta stórar olíumyndir snúa andliti að vegg. Þetta
er greinilega vinnustofa, ekkert allt of fáguð og fín og ekki
býsna stór en kemur að góðum notum. Það sýna myndirnar
sem Hringur hefur látið frá sér fara síðustu árin. Lítið svefnloft
er yfir hluta stofunnar og þar undir gamall grænn sófi, borð
með leirkrúsum og kaffibrúsi. Hringur býður upp á kaffi, við
ræðum saman um hitt og þetta, förum okkur hægt. Það þýðir
ekkert að taka viðtal við Hring með einhverju offorsi. Hann
ber það með sér að vera hæglátur, jafnvel svolítið inn í sig, eins
og menn oft eru sem vinna mikið einir með hugsunum sínum. A
það þó til að taka glettnisskorpur og hlær þá hressilega.
ryðgaður bíll í snjó getur verið
gullfallegur og dalalæðan er stór-
kostleg."
Að sætta sig við lífið
og tilveruna
„Er boðskapur í myndum
þínum?“
„Það hefur nú eiginlega aldrei
hvarflað að mér. Það getur verið
að svo sé en þá ekki af yfirlögðu
ráði. Það má svo sem finna út all-
an fjandann í þessum efnum, t.d.
að boðskapurinn sé sá að sætta sig
við lífið og tilveruna, sjá fegurð í
ljótum hlutum og smáum sem við
veitum almennt ekki athygli.
Annars hef ég gert eina pólitíska
mynd, mynd sem var hugsuð sem
slík. Ég gerði hana fyrir hernáms-
andstæðinga og hún sýndi hvar
verið var að þurrka af rúðu en á
henni var bandaríski fáninn og
skyggði á Keilinn. Það var svona
eins og verið væri að hreinsa
Suðurnesin. NjörðurP. Njarðvík
keypti hana síðan.“
„Hefur þú ekki lagt lag þitt við
neinar aðrar listgreinar?“
„Eg er hrifinn af ljóðlist og ég
set saman vísur svona rétt eins og
aðrir Þingeyingar."
Við kveðjum þennan hógværa
Þingeying. Hann er búinn að sýna
okkur myndir sem hann hefur
gert þetta sumarið og er að vinna
í. Þar á meðal er mynd af tveimur
grastoppum og uppsprettulind,
frábær í litum. „Ég á nú erfitt með
að dæma myndir mínar sjálfur en
þessi finnst mér svolítið sérstök.
Ef ég sný henni á hlið er hún ekki
ósvipuð mynd af einhverri kynja-
veru utan úr geimnum.“
„Ég þarf helst að gera eina olíu-
krítarmynd á dag, en nú er ég
eina fimm daga á eftir áætlun.
Góða veðrið í júní setti strik í
reikninginn. Annars kem ég hing-
að til að vera duglegur. Ég er j afn-
vel latur fyrir sunnan á veturna af
ásettu ráði og bæti það svo upp á
sumrin. Vinn þá gjarnan myrkr-
anna á milli. Ég er reyndar ekki
byrjaður að vinna fyrr en um kl.
10 á morgnana, oftast nær, en það
vill oft dragast að hætta á kvöldin.
Ég fer út í náttúruna hér í kring,
út á Tjörnes og víðar, geri olíu-
krítarmyndir og teikningar og
vinn síðan úr þessu hér í vinnu-
stofunni á léreft,“ segir Hringur.
Eins og sjá má á myndum hans
hefur hann óvenju næmt auga
fyrir „mótívum“ í umhverfi sínu.
Lítil tjörn er utan við glugga
vinnustofunnar. Hún hefur orðið
uppspretta margra góðra lista-
verkanna. Þar er og snúrustaur
með klemmum á snúrum. Slíkir
hlutir verða að ljóðrænum lista-
verkum þegar Hringur hefur
komið þeim á léreftið. Á veggjum
vinnustofunnar, sem klæddir eru
hvítu einangrunarplasti, hanga
alls kyns gömul verkfæri sem til-
heyrðu gamalli búskapartíð,
steðjar, hrífuhausar, rislur, sauð-
skinnsskór og fjölmargir þessara
gripa hafa orðið tilefni mynda,
sjónarhornið oft óvenjulegt.
Hann sýnir okkur hlutina í öðru
Ijósi, frá annari hlið en við eigum
að venjast. Hann sýnir okkur'
hluti sem við höfum aldrei raun-
verulega tekið eftir.
Teiknaði klám-
myndir fyrir vinnu
félagana
Fyrstu kynni Hrings af list voru
þau að hann sá, ungur fermingar-
drengur, Svein Þórarinsson festa
landslag í Aðaldal á léreft. Fimm-
tán ára fékk hann að fara til Húsa-
víkur að læra teikningu í hálfan
vetur hjá Jóhanni Björnssyni
. fýlu vegna þess að mönnum finnist þeir settir hjá og ekki taka við nógu
eðlilega sem arftakar gömiu meistaranna.“
myndskera. Raunar tálguðu faðir
hans og afi dýra-og mannamyndir
úr tré. Hringur minnist þeirra
með ánægju - einfaldar og „stíli-
seraðar“ - eins og beinamyndir
eskimóa. Árið 1949 fór Hringur í
Handíða- og myndlistarskólann
og útskrifaðist úr kennaradeild
1952 með hæstu einkunn. Fyrstu
sýningu sína hélt hann ekki fyrr
en tíu árum síðar.
„Árið 1953-1959 gerði ég eigin-
lega ekki neitt. Ég vann á vellin-
um í brúarvinnu og fiski og teikn-
aði klámmyndir fyrir vinnufélag-
ana. Mér leið ekki vel þessi ár. Eg
fann mig ekki. Abstrakt tískan
var svo sterk. Ég reyndi svolítið
fyrir mér í abstrakt en var ekki
ánægður.“
„Nú kemur þú á hverju sumri á
þennan stað. Er þetta umhverfi
þér ótæmandi uppspretta til list-
sköpunnar?“
„Já, það má eiginlega segja
það, ég sé alltaf eitthvað nýtt.
Héma finnst mér ég alltaf vera
heima hjá mér og mér finnst
hvergi betra að vera. Ég gæti t.d.
ekki farið út á Snæfellsnes og unn-
ið þar olíumyndir í skorpum eins
og ég geri hér. Hins vegar er við-
búið að ég myndi lokast fyrir um-
hverfinu ef ég dveldi hér allan árs-
ins hring. Eg er þó jafnvel að
hugsa um að koma hér aftur í
haust og svo í vetur, um páska-
leytið, og reyna við þá stemmn-
ingu sem þá ríkir í náttúrunni. Ég
var svo heppinn að komast á
starfslaun og því ætti þetta að vera
mögulegt."
Teiknaði vettlinga
í stað handa
Mótívin eru oft einföld. Hér er það skuggi gamallar dráttarvélar áhúsvegg.
Honum verður hugsað til skóla-
félaganna í Handíða- og mynd-
listarskólanum í Reykjavík.
Meðal þeirra voru Erró, Stein-
þór, Kári, Einar Helga, Björn
Birnir, Aðalsteinn Vestmann og
fleiri. „Alli Vestmann, hann var
svo gamansamur. Ef honum gekk
illa að teikna hendur módelanna
átti hann það til að setja á þær
vettlinga,“ segir Hringur og hlær.
„Nú eru myndir þínar oft af
smáatriðum, eins og klemmum á
snúrum, hluta af sauðskinns-
skóm, lækjarbakka eða horni af
heysátu með yfirbreiðslu. Hefur
þetta eitthvað að gera með smá-
munasemi eða þröngsýni?“
„Nei, alls ekki, ég viðurkenni
hvorki að vera smámunasamur né
þröngsýnn. Það er hins vegar búið
að framleiða svo mikið af víðáttu-
myndlist að mér fannst tímabært
að reyna eitthvað annað.“
Það er eins og allir hlutir verði
fallegir eftir að Hringur hefur
komið þeim á léreftið, smáir og
stórir. Hann segist ekki mála með
það í huga að fegra hlutina, „en
„Ég þarf helst að gera eina olíukritarmynd á dag.“
Að sjá fegurð í ljótum
hlutum og smáum
v 7
6 —DAGUR-23. júlí 1982
23. júlí 1982 — DAGUR — 7