Dagur - 23.07.1982, Síða 11
Tónleikar
Kristjáns
Um helgina halda þau tón-
leika á tveimur stöðum. í Ýdöl-
um í Aðaldal á sunnudaginn kl.
21 og í íþróttaskemmunni á Ak-
ureyri n.k. miðvikudag kl. 21.
Kristján hefur nú gert sinn
fyrsta stórsamning við heims-
þekkta óperu, eða við English
Northern Óperuna. Hans fyrsta
hlutverk á Englandi verður
Pinkerton í Madama Butterfly.
Þetta er tvímælalaust ein mesta
viðurkenning sem íslenskum
tónlistarmanni hefur hlotnast
erlendis á undanförnum árum.
Guðrún Kristinsdóttir er þjóð-
kunn fyrir píanóleik sinn með
virtustu söngvurum okkar. Á
tónleikunum verða fluttir söngv-
ar og óperuaríur eftir Gounod,
Bizet, Verdi, Leoncavallo,
Tosti, Cardillo, Rossini, Doni-
zetti, Puccini, Sigfús Einarsson,
Sigurð Þórðarson, Sigvalda
Kaldalóns og fleiri.
Haukur £>ór
sýnlr lelrlist
Haukur Dór Sturluson leirlista- opnunartíma verslunarinnar til
maður opnar á morgun sýningu mánaðarmóta.
á verkum sínum í versluninni Verslunin Kompan að Skipa-
Kompan á Akureyri. Par sýnir götu 2 hefur verið stækkuð veru-
hann á morgun og sunnudag frá lega og endurbætt og opnar eftir
kl. 16-22 og síðan á venjulegum þær breytingar nú um helgina.
Kristján Jóhannsson óperu-
söngvari og Guðrún Krist-
jánsdóttir píanóleikari hafa
að undanförnu verið á tón-
leikaferð um Austur- og
Norðurland.
Kristján Jóhannsson.
Flugdagur
á laugardag
Flugdagur verður á Akureyri flug Ómars Ragnarssonar á
á laugardag. Dagskráin hefst „Frú“ sinni, flug Húns Snæ-
á flugvellinum kl. 13.30 en þar dals á TF-KEA og sennilega
verður margt um að vera, fleiri farartækjum, þotuflug,
flugminjasýning, flugmódel- listflug, svifflug, björgunarsýn-
sýning og margt, margt fleira. ingu Landhelgisgæslunnar og
Af öðrum atriðum má nefna margt fleira.
,, Oldungaleikur4 4
á Þórsvelli
Einn leikur verður háður í kvöldið eru það lið ÍBA og
„öldungakeppni“ KSÍ á Hauka frá Hafnarfirði sem eig-
mánudagskvöldið, og fer ast við. í liði ÍBA eru margir
hann fram á Þórsvellinum og leikmenn sem gerðu garðinn
hefst kl. 20. frægan hér fyrr á árum og má
Liðin sem keppa í „öldunga- nefna í því sambandi nöfn eins
deildinni" eða „Lávarðadeild- og Kára Árnason, Baldvin
inni“ eins og réttilega væri að Ólafsson, Pormóð Einarsson og
kalla hana eru skipuð leikmönn- Ragnar Porvaldsson.
um 30 ára og eldri. Á mánudags-
Rauða húsið
í dag er myndlist Rósu Kristínar
Júlíusdóttur til sýnis í Rauða
húsinu en í kvöld heldur Oliver
Kentish þar knéfiðlutónleika. Á
morgun sýnir þar Kristinn G.
Harðarson óg Magnús Pálsson á
sunnudag. Annað kvöld verður
viðburður á vegum Gísla Ingv-
arssonar og á sunnudagskvöld
les Bárður Halldórsson mennta-
skólakennari og fornbókahöndl-
ari úr þýðingu sinni á verkum
Ciceros. Báðir verða þessir við-
burðir kl. 21. Síðasta atriði þess-
ara listviðburðarríku daga í
Rauða húsinu hefst kl. 23 á
sunnudagskvöld en þá munu
þeir Jón Laxdal Halldórsson og
Guðbrandur Magnússon lesa
ljóð sín.
,, Prófessorinn“
Plötukynning
í Sjallanuin
Hinar eldhressu stúlkur, Erna,
Eva og Erna hafa nú sungið inn
á stóra plötu, og annað kvöld
(laugardag) munu þær kynna
þessa plötu sem ber heitið
„Manstu eftirþví" í Sjallanum.
Það verður útgefandi plöt-
unnar, Svavar Gests sem kynn-
ir stúlkurnar og munu þær síð-
an syngja nokkur lög af plöt-
unni.
Aðalsteinn Bergdal í hlutverki prófessorsins.
Á sunnudagskvöldið hleypir
Sjallinn á Akureyri af stað
nýrri leiksýningu sem ber
heitið „Prófessorinn“. Hér er
um að ræða allnýstárlega sýn-
ingu sem samanstendur af
gríni, glensi, brellum og
brögðum eins og segir í frétta-
tilkynningu frá Sjallanum.
Höfundur verksins er Baldur
Georgsson, landskunnur háð-
fugl hér á árum áður, en öll hlut-
verkin eru í höndum Aðalsteins
Bergdal og Lilju Guðrúnar
Þorvaldsdóttur.
Ætlunin er að „Prófessorinn“
verði á dagskrá öll fimmtudags-
og sunnudagskvöld í ágúst og
jafnvel oftar ef þurfa þykir. Sýn-
ingin byggist á brelluþáttum
töframanns (Aðalsteinn
Bergdal) sem segir sögur og
sannar þær stærðfræðilega á
töflu. Prófessorinn gerir þó
meira en segja stærðfræðilegar
sögur því áhorfendur fá einnig
að fylgjast með samskiptum
hans við heimilishjálpina, eig-
inkonuna og dótturina en Lilja
Guðrún sér um að túlka þessar
persónur.
Þetta er tilraun af hálfu for-
ráðamanna Sjallans til að lífga
upp á stemmninguna í bænum
og vonandi kunna bæjarbúar og
aðrir vel að meta.
Sýndar telknlngar af
íbúðum fyrír aldraða
I kvöld verður opnuð i
íþróttaskemmunni, sýning á
teikningum á húsnæði fyrir
aldraða.
Bæði er um að ræða húsnæði
sem búið er að taka í notkun
víðsvegar um landið, eða er í
smíðum. Alls eru það 17 aðilar
sem eiga teikningar á sýning-
unni, flestir úr Reykjavík og af
suðurlandinu. Sýning þessi er
fengin hingað úr Reykjavík, þar
sem hún var haldin hjá Bygg-
ingaþjónustunni. Við opnunina
verða haldin stutt erindi og
fimmtudagskvöldið verður
„kvöld gamla fólksins,“ en þá
mun m.a. aldraður maður halda
erindi. Annars er sýningin opin
milli klukkan 5 og 10 virka daga
og milli 10 og 12 á laugardögum
og stendur til næstkomandi
föstudags.
AR
ALDRAÐRA
Arbók Akureyrar
1981 er komin út
Hjá Bókaforlagi Odds
Björnssonar er nýútkomin
Árbók Akureyrar fyrir árið
1981 og er það annar árgangur
bókarinnar. Árbók Akureyr-
ar er 216 blaðsíður og mikill
fjöldi Ijósmynda er í bókinni,
alls yfir eitt hundrað myndir.
Ritstjóri bókarinnar er Guð-
brandur Magnússon blaða-
maður.
í Árbókinni eru fréttir sem
tengjast Akureyri raktar í tíma-
röð, en einnig eru í bókinni
greinar um ýmis málefni sem
hátt bar á árinu. Þar eru m.a.
greinar um verkmenntaskóla.
fjallað er um launadeilu fóstra
við bæjaryfirvöld, greint er frá
undirbúningi kvennaframboðs-
ins, sagt frá biskupskosningu
séra Péturs Sigurgeirssonar og
prestskosningum sem fylgdu í
kjölfarið. í kafla um atvinnulífið
er greint frá rekstri Slippstöðv-
arinnar, skýrsla um sjávar-
útvegsfyrirtæki í bænum, vikið
er að verslunarmálum, iðnaði og
sérstök grein er um samvinnu-
hreyfinguna. f menningarkafl-
anum er t.d. sagt frá tilraun á út-
gáfu ópólitísks fréttablaðs,
undirbúningi þess að stofna úti-
bú Ríkisútvarpsins á Akureyri,
taldar eru upp allar bækur sem
út komu á Akureyri, leikdómur
séra Bolla Gústavssonar í Lauf-
ási um Jómfrú Ragnheiði er
þarna, yfirlit myndlistarsýninga
og tónleika. Sérstakur kafli er
um íþróttir þar sem vikið er að
flestum greinum. Einnig eru
greinar um hestamennsku,
bridge og frímerkjasöfnun. Lát-
inna Akureyringa er getið og
fleira sem of langt mál yrði upp
að telja.
Þeir sem þess óska geta pant-
að Árbók Ákureyrar frá Bóka-
forlagi Odds Björnssonar á Ak-
ureyri.
33,júlM982~PAGUR^.11