Dagur - 23.07.1982, Side 12

Dagur - 23.07.1982, Side 12
Akureyri, föstudagur 23. júlí 1982 ----------------BAUTINN - SMIÐJAN AUGLYSA:------------------------- Framreiðum í neðri sal Bautans, bæði í hádeginu og á kvöldin salatbar. í honum eru 13 teg. afgrænmeti, 3 teg. af „dressing", ásamt 3-4 teg. afsérbökuðum brauðum, sem ekki eru seld annars staðar, en þau eru bökuð afBrauðgerð Kr. Jonssonar. Er salatbarinn bæði seldursem sérrétturog fylgirþá súpa og kaffi og kostarkr. 55,00. Einnig getur hann fylgt öðrum réttum og kostar hann þá kr. 20,00. Úr gömluin Degi 1961 Ær slá met 8. febrúar. Þær slá öll met, ærnar í Hrísey, fimmtíu eru bornar eða komnar fast að burði. Annað en gaman að fóðra lambfé í húsi frá áramótum fram á vor. ÚA á hausinn? 11. febrúar. Togaraútgerðin á hangandi hári. Aflaleysi og erfiður fjárhagur Útgerðarfélags Akureyrar hf. — Horfir nú til vandræða. Togararnir hafa aðeins landað einu sinni hver, frá áramótum. Beðið eftir nýjum lánum. Alltaf að brenna 12. apríl. Eldsvoðar á Akureyri. Tvö hús stórskemmd af eldi. Annað er það er kennt er við BSA, skemmdist nokkuð mikið á efri hæð og risi, en er talið viðgerðarhæft. Tveim tímum síðar var kviknað í Aðalstræti 14 og eldurinn var það megnaður að ekki tókst að kæfa hann fyrr en húsið var allt brunnið að mestu og er talið ónýtt. Handritin héim 26. apríl. Samið hefur verið um heimflutning meginhluta þjóðardýrgripa okkar. Danska stjórnin lagði í gærmorgun fram frumvarp á danska þinginu um afhendingu 1949 is- lenskra fornhandrita úr söfnum í Höfn. Tvöfaldur 17. júní 21. júní. Tveir 17. júní hátíðisdagar á Akureyri. Illviðri gerðu hátíðahöldin endaslepp á laugardaginn, en á sunnudagskvöldið var fjölmennt á Ráðhústorgi og skemmtidagskráin tæmd. Lítið um síld 28. júní. Síldaraflinn fremur lítill. En mest af síldinni er saltað — 21 þús. tunnur veiddust í fyrrinótt. - Slæmt veður í miðunum. Norðlensk fegurð 28 júní. Fegurðasamkeppni á Akureyri. Keppendur voru t.iu á góðum aldri og sáu sjálfir um undirbúning, allir á aldrinum 6-10 ára. Gos 28. október. Stórkostlegt hraungos í Öskju. Hraun- straumurinn lokar Öskjuopi, eldglæringar og 200 metra glóandi gossúlur, glóandi björg voru greinileg í 30 þúsund feta hæð í gær. Vér mótmælum . .. 8. nóvember. Mótmæli gegn kjarnorkuvopnum. Fundur Akureyrardeildar MFÍK mótmælir framleiðslu og notkun kjarnorkuvopna sem og annarra vopna. Og harmar fund- urinn jafnframt að stórveldin skuli enn á ný hafa tekið upp tilraunir með þessi skelfilegu vopn. Kornrækt 15. nóvember. Fyrsta kornræktarfélagið stofnað. Þing- eyskir bændur eru að brjóta 80 ha lands á Einarsstöðum og Öxará til kornræktar. Mest verður um byggrækt. Togari tekinn 22. nóvember. Varðskipið Albert tók breskan togara fyrir ólöglegar veiðar, og varð að skjóta nokkrum skotum að togaranum áður en hann lét sig. Skipstjóri togarans var dæmdur í sekt og fangavist að auki. Þarf náttúrulega fyrst að koma mér fvrir“ _. _ _ __ Rætt við Stefán JónBjamason nýráðlnn bæjarstjóra á Dalvík Nýlega var Stefán Jón Bjarna- son ráðinn bæjarstjóri á Dal- vík og að því tilefni hafði Dag- ur samband við hann á Húsa- vík og innti hann eftir ætt og uppruna: „Ég er Húsvíkingui og hef alla tíð átt heima hér. Ég er ætt- aður úr dölunum hér fyrir framan,“ sagði Stefán og þar með var það mál afgreitt. „Ég útskrifaðist frá Sam- vinnuskóanum á Bifröst 1971 og hafði fyrir þann tíma starfað mest við verslunar- 6g verka- mannastörf, lengst af hjá Kaup- félaginu. Eftir að ég útskrifaðist vann ég í 3 ár hjá verkalýðsfélag- inu hérna en síðar vann ég við afgreiðslu Kaupfélagsins. Síðan 1977 hef ég unnið á skirfstofu Kaupfélagsins við ýmis störf og jafnframt séð um bókhald mjólkursamlagsins. “ - Hvað réði því að þú sóttir um bæjarstjóra á Dalvík? „Ég þekki mjög lítið á Dalvík. En mér líst þannig á staðinn að hann sé freistandi á margan hátt. Bærinn er hæfilega stór og upp- bygging atvinnulífsins með ágætasta móti. Það sem mestu réð var samt það að mig langaði að prófa nýtt starf og jafnvel nýj- an stað. Hugmyndin um bæjar- stjórastarf varð þó ekki til fyrr en ég rakst á auglýsinguna frá Dalvíkingum. Mér fannst það farið að nálgast síðustu forvöð að skipta um starf. Ég er 33 ára og það verður alltaf erfiðara að rífa sig upp frá því sem maður er bundinn, húsi, félögum ogöðru, eftir því sem árin líða.“ - Hvenær hyggst þú flytja til Dalvíkur? „Það er ekki endanlega ákveðið ennþá en ég reikna með að það verði nálægt mánað- armótum september-október.“ - Hvað verður fyrsta verkið þitt á Dalvík? „Það verður fyrsta verkið að kynnast bænum, bæjarbúum og þeim framkvæmdum sem þar eru í gangi. Ég þarf náttúrulega fyrst að koma mér fyrir. Það er orðið það áliðið árs að fjárhags- áætlun er löngu mótuð og verk- efni ákveðin, þannig að ég kem ekki til með að taka mikinn þátt í áætlanagerð þetta árið. En næsta ár mun ég væntanlega hafa þar hönd í bagga og það verður raunar ekki fyrr en þá að ég byrja að takast á við framtíð- ina.“ - Hvernig leggst svo framtíð- in í þig? „Hún leggst mjög vel í mig. Mér líst mjög vel á Dalvík og Dalvíkinga og ég vona bara að ég eigi eftir að eiga þar gott sam- starf við þá sem ég kem til með að vinna með. Stefán Jón Bjarnason Ný sending af sokkum, leistum og sokkabuxum í öllum regnbogans litum fyrir alla aldurshópa Það besta eródýrast

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.