Dagur - 10.08.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 10.08.1982, Blaðsíða 5
„Úllen, dúllen, doff“ endurtekið „Úllen, dúllen, dofT“ revíu- flokkurinn skemmti Akureyr- ingum í Sjallanum sl. sunnu- dagskvöld. Uppselt var á skemmtunina og komust reyndar færri að en vildu. Vegna þess hefur verið ákveð- ið að endurtaka revíuna og verður hún sýnd annað kvöld í Sjallanum kl. 21 og síðan verður dansleikur á eftir. Mjög mikil stemmning var í Sjallanum á sunnudagskvöldið enda fara ieikararnir fjórir, þau Gísli Rúnar Jónsson, Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sig- urjónsson og Randver Porláks- son, hreinlega á kostum. Pá er tónlistin í höndum manna sem kunna til verka en það er Hljóm- sveit Björgvins Halldórssonar sem sér um þá hlið málsins. í revíunni „Úllen, dúllen, doff“ koma margir við sögu. Nefna má hina frægu Túrhillu Johansson, eldverja frá fær- eyska Logadrepafélaginu, Dolla og Dodda, bræðurna og skemmtikraftana sem komu Hólahátíð á sunnudag Hólahátíðin 1982, hin árlega hátíð verður haldin nk. sunnu- dag, og hefst með klukkna- hringingu og skrúðgöngu presta til dómkirkju kl. 13.45. Kl. 14 hefst hátíðarguðsþjón- usta og þjóna þeir sr. Birgir Snæ- björnsson, sr. Vigfús P. Árnason, sr. Sighvatur B. Emilsson og sr. Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup fyrir altari. Prédikun flytur sr. Stefán Snævar prófastur, kirkjukór Svarfdæla syngur undir stjórn Ólafs Tryggvasonar. Barnasamkoma hefst í skóla- húsinu kl. 16 og verður í umsjá Stínu Gísladóttur. Kl. 16 hefst einnig í dómkirkjunni hátíðar- samkoma. Sr. Árni Sigurðsson formaður Hólafélagsins flytur ávarp, Anna Þórhallsdóttir syng- ur og leikur á langspil, dr. Broddi Jóhannesson flytur ræðu, kirkju- kór Svarfdæla syngur og sr. Sig- urður Guðmundsson vígslubisk- up flytur ritningarorð og bæn. Að lokum verður almennur söngur. fram í áramótaskaupi sjónvarps- ins og sögðu drepfyndnar sögur af afa sínum sem voru alveg drepfyndnar eins og þær komu út úr afa þeirra þegar hann sagði þær. Annar hluti revíuflokksins er eins og fyrr sagði Hljómsveit Björgvins Halldórssonar en hana skipa auk Björgvins, þeir Magnús Kjartansson, Hjörtur Howser, Björn Thoroddsen og Svíarnir Hans Rolin og Mikael Berglund en þeir síðasttöldu komu hingað til lands sérstak- lega í þeim tilgangi að taka þátt í ferð „Úllen, dullen, doff“ revíu- flokksins um landið. Þeir sem misstu af „Úllen, dúllen, doff“ á sunnudagskvöld- ið ættu ekki að láta revíuna fara framhjá sér á morgun, því hér er úrvals skemmtiefni á ferðinni enda viðtökurnar í Sjallanum á sunnudagskvöldið mjög góðar. Tannsmiður Óskum eftir að ráða tannsmið eða tannsmiða- nema frá og með 1. september í gull og plastvinnu. Fyrirspurnir leggjast inn á afgreiðslu Dags fyrir 20 ágúst merkt: „Tannsmiður". Vinnuskólafólk Opið hús verður fyrir þá er starfað hafa í vinnu- skóla Akureyrar í sumar nk. fimmtudagskvöld, 12. ágúst, í Dynheimum. Mætum nú öll og skemmtum okkur saman eina kvöldstund áður en störfum lýkur. Til sölu 45-50 fm timburskúr, einangraður sem frystiklefi. Mætti t.d. breyta í sumarbústað eða nota sem geymslu. Hagstætt verð. Upplýsingar gefur Jón Steinn Elíasson sími 91- 86003 eða 91 -39903 eftir kl. 20. Partner vörurnar á Akureyri. Buxur, peysur, stakkar, bæði á börn og fullorðna. Frábærir vatnsheldir jakkar kallaðir „Veiðimannajakkinn“ Verslunin G.B .J. sf. Skipagötu 13, sími 22171 Malibu Sedan árgerð 1979 sjálfskiptur með vökvastýri Cortina 1300 árgerð 197 9 Toyota Corolla árgerð 1975 Toyota Mark II árgerð 1974 Véladeild KEA símar 21400 og 22997. Til sultugerðar Tectinal sultuhleypir Bensonat Vínsýra Ódýr strásykur Stórútsala Bútasala VerksmiðjugaUaðar buxur á mjög vægu verði Mittisj akkar unglinga peysur barnanáttföt unglingaskyrtur sjóliðapeysur dömublússur dömuanorakkar m/hettu pils kjólar herrajakkar herranáttföt kr .JSZm- kr. 199.00 kr.S9&eV kr. 129.00 kr.^ST kr. 65.95 kr.j5Ör9fr kr. 49.95 kr.JVhtt kr. 49.95 kr .2^mr kr. 199.00 kr.ÁMFee- kr. 359.00 kr._L99r0O" kr. 99.00 kr .329700" kr. 199.00 kr.jmrdfT kr. 399.00 kr._L29r00" kr. 79.95 HAOKAUP Norðurgötu 62, Akureyri. 10. ágúst 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.