Dagur


Dagur - 24.08.1982, Qupperneq 4

Dagur - 24.08.1982, Qupperneq 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SÍMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON ÐLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Nauðsynlegur millivegur Þær aðgerðir sem nú hefur náðst samkomulag um í ríkisstjórninni mótast af fjórum megin- markmiðum. í fyrsta lagi að draga verulega úr viðskiptahalla þannig að ú næstu tveimur árum megi í áföngum ná hallalausum viðskipt- um við önnur lönd. í öðru lagi að treysta undir- stöður atvinnulífsins með aðgerðum til að auka framleiðni og framleiðslugetu þjóðar- búsins og tryggja þannig öllum landsmönnum næga atvinnu. í þriðja lagi að verja lægstu laun eins og unnt er fyrir þeim samdrætti sem orðið hefur í þjóðartekjum og í fjórða lagi að veita viðnám gegn verðbólgu. Með þessum efnahagsráðstöfunum hefur tekist að fara þann milliveg sem nauðsynlegt var. Of harðar aðgerðir í leiftursóknarstíl hefðu haft í för með sér samdrátt þegar til lengri tíma er litið. Þessar aðgerðir miðast við að gera nægilega mikið til að jafna viðskipta- hallann, halda atvinnuvegunum gangandi og draga úr óðaverðbólgunni, sem ella hefði að líkindum riðið atvinnulífinu að fullu. Það er ástæða til að vekja athygli á því að þjóðarbúið hefur orðið fyrir meira áfalli nú heldur en nokk- urt undanfarið ár. Þetta veit allur almenningur og áróður stjórnarandstöðunnar um annað breytir þar litlu um. Því er hins vegar ekki að neita að framsókn- armenn hefðu kosið að vinna með öðrum hætti að efnahagsmálum og taka þau fastari tökum frá byrjun, eins og raunar var stefnt að. Það var afleitt að ekki skyldi nást samkomulag um meiri aðgerðir um síðustu áramót. Ef svo hefði verið væri vandinn ekki eins stór nú. Á hitt er þó að líta, að allt fram á síðustu stundu hafa verið að berast nýjar og enn ógnvænlegri upp- lýsingar um stöðu þjóðarbúsins vegna óhag- stæðrar þróunar viðskiptajafnaðar. Þessi nei- kvæða þróun hefur m.a. leitt til mjög aukinnar greiðslubyrði á erlendum lánum, sem nú er talin yfir 20% af útflutningstekjum og hefði stefnt í 30% ef ekkert hefði verið að gert til að draga úr viðskiptahallanum. Auðvitað er það alvarlegt mál og óskemmti- legt að þurfa að hafa áhrif á kaupmátt launa með því að skerða vísitölubætur á laun. Hins vegar er rétt að hafa það vel í huga, að ef ekki hefði verið brugðist við hefði kaupmáttur rýrn- að enn meira, ef að líkum lætur. Óðaverðbólg- an hefði séð til þess. Hún hefði einnig séð til þess að veruleg hætta hefði orðið á atvinnu- leysi og fólk getur velt því fyrir sér hver kaup- máttur atvinnuleysisbóta hefði orðið. Þegar þjóðfélagið verður fyrir slíkum áföll- um sem hér hafa orðið verða allir að taka þátt í að reisa efnahaginn við. Sjálfsagt hefði ýmis- legt mátt betur fara í stjórn efnahagsmálanna og einkum þó það að vinna hefði þurft mark- vissar og með tíðari aðgerðum að niðurtaln- ingunni. Allir sanngjarnir menn sjá hins vegar að þjóðarbúið hefur orðið fyrir miklum utanað- komandi áföllum. Miðað við það eru þessar ráðstafanir viðunandi. Enginn skyldi þó ætla að ekki þurfi að gera meira til að halda í horf- inu. 4 - DAGUR - 24. ágúst 1982 Leikfélag Akureyrar: Æfingar hafnar á Atómstöðinni Hluti leikaranna í Atómstöðinni eftir Halldór Laxness. Æfingar eru nú hafnar á fyrsta verkefni Leikfélags Akureyr- ar á leikárinu, en það er Atómstöðin eftir Halldór Laxness í nýrri leikgerð Bríet- ar Héðinsdóttur sem jafn- framt verður leikstjóri. Leik- mynd gerir Sigurjón Jóhanns- son og í leikritinu koma fram alls 19 leikarar. Með aðalhlut- verkin fara Guðbjörg Thor- oddsen sem leikur Uglu, Ar- landshjónin eru leikin af Sunnu Borg og Theódóri Júl- íussyni og organistann leikur Marinó Þorsteinsson. „Næsta - verkefni verður barnaleikrit, en því miður hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvaða verk það verður, en það verður frumsýn- ing á nýju norsku barnaleikriti eða nýju íslensku verki,“ sagði Signý Pálsdóttir leikhússtjóri er við ræddum við hana um verk- efnin í vetur. „Þriðja verkefni okkar er skemmtileikur sem hefur verið mjög vinsæll í Skandinavíu og heitir „Bréfberinn frá Arles“. Þetta verk er eftir Dana sem heitir Ernst Bruun Olsen, og gerist á síðustu æviárum Van Gogh, listmálarans fræga. Van Gogh og Gauguin listmálari ganga þar um ljósum logum, en aðalpersóna leikritsins er þó bréfberinn sjálfur, hjálparhella Van Gogh. Lokaverkefni okkar í vetur verður frumsýning á nýju ís- lensku verki sem höfundur skrif- ar sérstaklega fyrir Leikfélag Akureyrar. Leikfélagið hefur auglýst eftir tillögum að leikriti sem yrði nokkurskonar byggða- leikrit, væri úr sögu eða lífi Norðlendinga. Við auglýstum í vor og höfum fengið undirtektir, en ekki nægilega miklar þannig að við höfum framlengt skila- frestinn til 15. september. Ákveðið er að ráða menn á þriggja mánaða laun til þess að vinna þetta verkefni,“ sagði Signý að lokum. Bríet Héðinsdóttir leikstjóri ræðir við leikarana Guðbjörgu Thoroddsen og Marínó Þorsteinsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.