Dagur - 07.09.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 07.09.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKFIIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Stjórnarandstaðan ber fulla ábyrgð Á 19. þingi Sambands ungra Iramsóknar- manna, sem haldið var á Húnavöllum, var m.a. fjallað um efnahagsmál og samþykkt ályktun þar sem fram kemur að þær ráðstafanir sem felast í nýsettum bráðabirgðalögum og yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi aðgerðir hafi verið nauðsynlegar til að tryggja rekstur atvinnufyrirtækjanna og þar með atvinnuöryggi. „Stjórnarandstaðan hefur ekki bent á nein- ar raunhæfar leiðir til lausnar efnahagsvand- anum. Fari svo að tillögur ríkisstjórnarinnar nái ekki fram að ganga á Alþingi mun stjórnar- andstaðan bera fulla ábyrgð á því stjórnleysi sem þá hlýtur að skaþast," segir í ályktun þingsins. Þá er lögð á það höfuðáhersla að krafa Fram- sóknarflokksins um breytt vísitölukerfi nái fram að ganga. Saga undanfarinna ára sýnir að núverandi vísitölukerfi hefur magnað verð- bólgu og þar með breikkað bilið á milli þeirra sem minnst mega sín og hinna sem hæst laun hafa. Samfara breyttu vísitölukerfi telur þingið nauðsynlegt að kjör hinna tekjulægstu í þjóð- félaginu verði tryggð með fjölskyldubótum og hækkuðum lífeyri frá almannatryggingum. Þá verði tekjuskattur af meðaltekjum og lægri tekjum afnuminn og tekjutapi ríkissjóðs af þessum sökum verði mætt með samdrætti og sparnaði í ríkisrekstri. Aukin fræðsla um fíkniefnamál A þingi Sambands ungra framsóknarmanna var einnig rætt um neyslu fíkniefna. í ályktun um fíkniefnamál segir: „Með hliðsjón af þróun fíkniefnamála í nágrannalöndum okkar er ljóst að samhliða aukinni fíkniefnaneyslu aukast glæpir svo sem líkamsmeiðingar, auðgunar- brot og vændi. Telur þingið því nauðsynlegt að leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir. “ Síðan er lagt til að lögbundin verði fræðsla í grunnskólum landsins um skaðsemi neyslu fíkniefna. í því skyni verði gefin út kennslubók á komandi vetri fyrir yngri deildir grunnskól- anna. Telur þingið nauðsynlegt að skipaður verði starfshópur til að semja slíkt námsefni hið fyrsta. SUF-þingið bendir á þá staðreynd að neysla fíkniefna hafi á skömmum tíma breiðst út um landið allt. Til að hafa áhrif á hugarfar alls al- mennings um skaðsemi fíkniefna er lagt til að Æskulýðsráð ríkisins hlutist til um að haldnir verði fræðslufundir í öllum héruðum landsins til að gefa foreldrum og öðrum uppalendum kost á að læra að þekkja einkenni fíkniefna- neyslu og útlit þeirra efna sem um er að ræða. Samband ungra framsóknarmanna beinir því til þingmanna flokksins að þeir beiti sér fyrir gagngerri endurskoðun á viðurlögum vegna fíkniefnamisferlis og einnig hvað varð- ar fullnustu dóma vegna fíkniefnabrota._ 4 - DAGUR-7. september 1982 Sigurður Sigurðsson dýralæknir: „Riðan breiðist fyrst og f remst út með fjárkaupum“ „Þessi fundur í Hlíðarbæ í Glæsibæjarhreppi var í því skyni haldinn að kynna mönn- um útbreiðslu og stöðu mála, og hvað væri áformað að gera af hálfu stjórnvalda gegn veik- inni,“ sagði Sigurður Sigurðs- son dýralæknir á rannsóknar- stofú landbúnaðarins að Keldum er Dagur ræddi við hann en Sigurður hélt fyrr í þessum mánuði fund um riðu- varnir með bændum af Eyja- fjarðarsvæðinu, og sóttu þann fund um 50 bændur. „Hægt er að aðstoða menn við að búa við veikina áfram og jafnframt að stuðla að því að veikar kindur séu teknar strax úr umferð og þeim komið fyrir á forsvaranlegan máta. Það hefur aðeins borið á því að menn væru að halda í veikar kindur í þeirri von um að þær skiluðu lömbum eða einhverjum arði, en ef veik- ar kindur eru látnar eiga lömb, magnast smithættan stórlega. Smithættan er að miklu leyti bundin við fósturvatn og hildar." - Hvað er átt við þegar talað er um að koma veikum kindum fyrir á forsvaranlegan máta? „Það er að eyða hræjunum, annaðhvort að brenna þau eða grafa þau djúpt. Ekki að láta þau vera ofanjarðar eða ofar- lega í jörðu þannig að hægt sé að róta ofan af þeim af vargfugli eða músum og rottum sem gætu borið út líffærahluta. Eins er hægt að greiða mönn- um bætur fyrir kindur sem tekn- ar eru úr hjörðinni og þá um leið við að aðstoða menn við að breyta til, taka upp aðra búhætti og búgreinar eða að aðstoða menn við fjárleysi um hríð. Niðurskuröur og fjárskipti hafa dugað misjafnlega vel til að hamla gegn veikinni því hún hef- ur komið upp á sömu bæjunum eftir að nýtt fé hefur komið og þá er unnið fyrir gíg sú fyrirhöfn." - Hvað veldur því? „Það er tvennt að við höldum. Annarsvegar þarf að vera nógu öruggt með að það fé sem fengið er í staðinn sé ósýkt, og hinsveg- ar að húsnæði sé hreinsað mjög rækilega og öll tæki og ílát, hlöð- ur og næsta nágrenni fjárhús- anna.“ - Fer þessi veiki framhjá mönnum ef hún er á byrjunar- stigi? „Hún getur gert það, því miður. Hún hagar sér dálítið misjafnlega og menn hafa bitið í sig að veikinni fylgi ákveðin einkenni sem getur vantað á ein- um stað þó þau séu til á öðrum. Annars hefur einkennum verið lýst all rækilega í handbók bænda 1979, og Frey, blaði númer 5 1981 og víðar.“ - Hvernig er ástandið á Eyjafjarðarsvæðinu varðandi þessi mál heilt á litið? „Ástandið á þessu svæði er þannig að riðuveiki er í nokkuð miklum mæli vestanmegin, sér- lega í Svarfaðadal. Það er minna á Árskógströndinni. Það hefur lítið borið á riðu við innanverð- an Eyjafjörð um langt skeið, en hún fannst í vor á tveimur bæjum í Saurbæjarhreppi, á Möðruvöllum og Villingadal. Það hefur verið dálítið um það að menn væru að kaupa og selja fé en það er hættulegt þeg- ar riðan er annarsvegar vegna þess að hún breiðist fyrst og fremst út með fjárkaupum og hættan er tvíþætt í því sam- bandi. Þegar fé er flutt á milli staða getur það borið með sér riðusmit á nýjan stað og eins smitast á nýja staðnum ef þannig háttar til og flutt smitið með sér frá þeim stað.“ - Er Eyjafjarðarsvæðið verr sett varðandi riðuna en önnur svæði hér á landi? „Ekki vil ég segja það. Það eru mörg svæði þar sem veikin virðist fara yfir með meiri hraða og jafnvel valda meira tjóni á öðrum stöðum. Þetta eru t.d. nokkur svæði á Austurlandi, Borgarfjörður eystri, Norð- fjörður og fleiri. A gömlu riðu- svæðunum sem eru á mið- Norðurlandi hefur þetta faríð hægar yfir og valdið tjóni á eins- taka bæjum eða einstaka byggð- arlögum en lítið borið á því á öðrum svæðum.“ - Eiga bændur sem eiga við þennan vágest að glíma nokkra aðra leið en að skera niður hjá sér? „Það virðist vera hægt að búa við þetta sumstaðar með sæmi- legu móti ef menn merkja fé sitt, fylgjast með ættum þess og velja til undaneldis það sem reynist standast veikina best. Það þarf mikla natni við hirðingu og þrifnað. Þannig hafa menn víða um Norðurland búið sæmilega þótt veikin sé búin að vera hjá þeim í langan tíma.“ - Sýktar skepnur eru hins- vegar ávallt aflífaðar er ekki svo? „Þeim er alltaf lógað því það er engin lækning til við rið- unni.“ - Voru þeim mönnum sem sóttu fupdinn í Hlíðarbæ lagðar einhverjar línur varðandi það hvernig þeir ættu að snúa sér í baráttunni við riðuna? „Það má segja það. Það er í undirbúningi endurskoðun á reglugerð um þessi mál, og þar er gert ráð fyrir að skipaðar séu riðunefndir í hverri sveit þar sem einhver riðuhætta er. í þeirri reglugerð er kveðið á um hvert hlutverk riðunefndanna eða heimamanna er í þessari baráttu." - Er til einhver sjóður sem aðstoðar þá bændur fjárhags- lega sem verða fyrir því að þurfa að skera niður fjárstofn sinn vegna þessarar veiki? „Það er ekki, en lengi vel hef- ur verið reynt að veita bændum aðstoð í þeim tilfellum er þeir hafa orðið að lóga fé sínu og skipta um fjárstofn. Þá hefur komið til styrkur úr ríkissjóði en sá styrkur hefur alla tíð verið lítill þótt hann hafi sjálfsagt komið að einhverju gagni. í hin- um nýju reglum er hinsvegar gert ráð fyrir að bændur fái meiri aðstoð til þess að mæta þessum erfiðleikum en verið hefur til þessa.“ - Hvað er langt síðan riða gerði fyrst vart við sig hér á landi? „Það veit sennilega enginn með fullri vissu, en að öllum lík- indum eru um 100 ár síðan veik- in barst til landsins með kind er- lendisfrá.“ gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.