Dagur - 07.09.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 07.09.1982, Blaðsíða 9
StaðaKA hættuleg Á Iaugardaginn fór fram síð- asti fyrstu deildar leikurinn í knattspyrnu sem leikinn verð- ur á Akureyri á þessu keppn- istímabili. Þetta var, eins og aðrir leikir deildarinnar, einn af úrslitaleikjunum. Þá leiddu saman hesta sína KA og Vík- ingur, eða topp og botn liðið. Leikir fóru þannig að topplið- ið sigraði, Víkingar skoruðu tvö mörk en KA ekkert. Víkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti, og áttu strax hættuleg tækifæri. Peir fengu aukaspyrnu á 2. mín., rétt utan vítateigs en skutu rétt framhjá. Á 3. mín. átti kolrangstæður Víkingur dauðafæri en skaut í þverslá. Á 10. mín. fengu Vík- ingar ennþá dauðafæri en bolt- inn skoppaði þvert fyrir markið án þess að þeim tækist að pota í boltann. Á 27. mín. kom fyrsta markið. t>á lék Ragnar Gíslason lag- lega á Elmar alveg út við enda- mörk og gaf vel fyrir markið, og Sverrir Herbertsson skoraði ör- ugglega. Á 40. mín. fengu Víkingar aukaspyrnu og Stefán Halldórs- son sendi fastan bolta upp að markinu sem .small í þverslá. Á síðustu mín. fyrri hálfleiks átti Ásbjörn hörkuskot úr skyndi- sókn hjá KA, en skot hans fór rétt yfir. Eins og fram kemur í þessari upptalningu voru Vík- ingar mun betri í fyrri hálfleik og skot Ásbjörns nánast fyrsta skotið á Víkingsmarkið. KA-strákarnir komu hins veg- ar mun frískari til síðari hálfleiks og sóttu þeir mun meira en Víkingar. Á 4. mín. fengu KA-menn aukaspyrnu rétt utan vítateigs en gott skot var auðveldlega var- ið af markmanni Víkinga. Á 12. mín. átti Gunnar Gíslason fast- an skallabolta rétt yfir þverslá eftir fyrirgjöf frá Eyjólfi. Á 17. mín. fengu Víkingar gott mark- tækifæri en kiksuðu í dauðafæri. Á 30. mín. komu KA-menn boltanum í netið en dómarinn taldi að brotið hefði verið á markmanninum og markið því ekki gilt. Á 34. mín. fengu KA-menn sitt besta marktækifæri og voru sannarlega óheppnir að skora ekki. Þá áttú þeir mjög vel út- færða sókn sem endaði með því að Elmar renndi boltanum á Hinrik í dauðafæri fyrir opnu marki, en hann skaut heldurfast og boltinn fór í þverslá. Á 36. mín. varði Þorvaldur mark- maður hjá KA mjög vel skot frá Ómari Torfasyni. Síðara markið kom svo á 40. mín. Þá skoraði Jóhann Þorvarðarson eftir að Þorvaldur hafði varið skot frá Heimi en misst boltann frá sér og Jóhann fylgdi vel eftir og skoraði. Ekki gulltryggðu Víkingar sér íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri því Vestmannaey- ingar geta náð þeim að stigum, ef þeir vinna síðasta Jeikinn og Víkingar tapa. KA er nú neðst í deildinni en á ennþá fræðilegan möguleika á að tolla í deildinni, ef síðasta umferðin spilast þeim í hag og þá verða þeir að vinna Breiða- blik. Sigurður sigraði Sigurður Ringsted frá Golf- klúbbi Akureyrar varð sig- urvegari í opna Volvomótinu sem fram fór á Sauðárkróki um helgina, en þá vígðu félag- ar í Golfklúbbnum þar nýjan 9 holu golfvöll, Hlíðarendavöll. Sigurður lék 18 holurnar á 84 höggum og var einu höggi betri en Jón Þór Gunnarsson Golf- klúbbi Akureyrar. Norður- landsmeistarinn Kristján Hjálmarsson frá Húsavík hreppti þriðja sæti á 86 höggum. í forgjafarkeppninni urðu þeir jafnir Halldór Svanbergs- son frá Ólafsfirði og Baldur Karlsson frá Húsavík á 74 högg- um og hafði Halldór heppnina með sér er varpað var hlutkesti um hvor skyldi hreppa 1. sætið. Þriðji varð Stefán Petersen frá Sauðárkróki á 76 höggum. Félagar í Golfklúbbi Sauðár- króks eru á bilinu 35-40 og hafa þeir unnið mikið starf við þenn- an nýja völl. Hann er vel á veg kominn, og nú er fyrirhugað að ráðast í byggingu 190 fermetra golfskála á vallarsvæðinu. Naumt tap hjá KA-stúlkunum Um helgina léku stúlkur úr KA síöari leik sinn við stöllur sínar úr Víði úr Garði, til úr- slita um sigur í annarri deild. Fyrri leikur þessara aðila var leikinn um síðustu helgi en þá fengust ekki úrslit. KA-stelpurnar sóttu ekki gull í greipar stallna sinna úr Garðin- um því þær sigruðu með einu marki gegn engu. Að sögn Trausta Haraldssonar þjálfara stúlknanna áttu þær mun meira í leiknum, en þeim tókst ekki að skora. Víðisstúlkur skoruðu sitt mark í fyrri hálfleik og það dugði þeim til að sigra aðra deildina og leika í fyrstu deild næsta keppnistímabil. í 1. deild orðin MMM Steingrúnur Birgisson skorar fyrir KA - en ntarkið var dæmt ógilt. Ljósm.: KGA. Þórsarar sóttu en töpuðu samt Þór lék sinn næst síðasta leik í annarri deild á sunnudaginn en þá sóttu þeir Þróttara suður, en Þróttur hafði þegar unnið deildina. Að sögn Ragnar Þorvaldssonar far- arstjóra bjá Þór, gekk þeim illa að skora. Að frágengnum fyrstu 10 mínútum leiksins sóttum við all- an leikinn, sagði Ragnar en okk- ur tókst ekki að skora nema eitt mark. Þróttarar fengu tvö hættuleg marktækifæri, og skor- uðu úr þeim báðum. Þetta tap hjá Þór gerði það að verkum að Reynir frá Sandgerði getur náð Robert McField leikur með Þór Þórsarar hafa ráðið bandarísk- an leikmann til að leika með 1. deildar liði félagsins í körfu- knattleiknum í vetur. Heitir kappinn Robert McField og er 1.95 metrar á hæð. McField er blökkumaður og leikur stöðu bakvarðar. Hann mun einnig sjá um þjálfun 1. deildarliðs Þórs og að auki sjá um yngri flokka deildarinnar. Robert McFiels hefur leikið með nokkr- um góðum liðum, og má í því sambandi nefna háskólaliðið Indiana State sem er í fremstu röð háskólaliða í Bandaríkjunum. þeim að stigum með því að vinna síðasta leikinn og þá verður Þór að tapa. Þór leikur síðasta leik- inn á laugardag gegn Skalla- grími sem berst í fallbaráttu. Björn Axelsson varð sigur- vegari í 36 holu unglingamóti í golfí sem fram fór hjá Golf- klúbbi Akureyara um helg- ina. Björn lék á 166 höggum og var tveimur höggum betri en Olafur Þorbergsson sem hafði leitt eftir fyrri dag keppninnar. í þriðja sæti var svo Ólafur Gylfason á 177 höggum. í forgjafakeppninni sigraði Ólafur Þorbergsson ' á 136 höggum, Björn Axelsson varð í öðru sæti á 142 höggum og Ólaf- urGylfasonþriðji á 146 höggum. Það voru Borgarsalan og Trésmíðavinnustofan Þór hf. sem gáfu verðlaun til keppninn- ar. Auk þess gáfu Híbýli hf., Sporthúsið, Tak hf. og Ferða- Við munum ekkert gefa eftir í þeim leik sagði Ragnar því jafn- vel þótt okkar markahlutfall sé mun betra en Reynis verðum við að ná stigi í þessum leik. skrifstofa Akureyrar vegleg aukaverðlaun og hlutu þau þessir: Kristján Gylfason fyrir að vera næstur holu á 4. braut fyrri daginn, Ólafur Sæmundsson fyrir að vera næstur holu á 14. braut fyrri dag og hann hlaut einnig verðlaun fyrir besta 9 holu hring með forgjöf fyrri daginn. Kristján Gylfason fékk verðlaun fyrir fæst pútt síðari daginn, Ólafur Gylfason fyrir lengsta upphafshögg á 9. braut síðari daginn, Ólafur Sæmunds- son hlaut verðlaun fyrir að vera næstur holu á 11. braut síðari daginn, Björn Axelsson fyrir bestu 9 holur án forgjafar síðari daginn og Olafur Sæmundsson að vera næstur holu á 18 braut. Bjorn var bestur af ung- lingunum 7. september 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.