Dagur - 07.09.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 07.09.1982, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR í BlLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI Kartöf I u u ppskera varla í meðallagi „Það má heita að kartöflugras sé allsstaðar fallið á þessu svæði,“ sagði Sveinberg Laxdal bóndi í Túnsbergi í Eyjafiröi er Dagur ræddi við hann, en Sveinberg er formaður félags kartöflubænda við Eyjafjörð, „Það eru sennilega ekki nema örfáir blettir sem hafa staðið af sér þessi ágústfrost, en til marks um þau má nefna að á Mööru völlum í Hörgárdal var 9 stiga frost við jörðu aðfaranótt 29. ágúst.“ „Þegar grasið fellur svona hætt- ir vöxtur nánast alveg. Ef stöng- ullinn fellur ekki alveg sprettur eitthvað lítillega í viku til 10 daga eftir það, en ef öll blöð falla og stöngullinn einnig þá stöðvast vöxturinn alveg. Okkur fannst þetta koma 10-15 dögum of snemma varðandi sprettuna og menn ætla að hún verði í lakara meðallagi." - Eru menn þá ekki að gera sig klára til að fara að taka upp' „Ég held að það séu allir að gera sig klára til að hefja það að taka upp og margir hafa sennilega byrjað um helgina. Það er ekki eftir neinu að bíða með það, og þegar við bætist að menn kvekkt- ust illa í fyrra þá vinda menn sér bara í það að ná þessu úr jörðinni. Ég reikna með því að menn verði búnir að taka upp um 20. septem- ber ef tíð verður skapleg." Eins og menn muna fóru kart- öflubændur við Eyjafjörð mjög illa út úr síðasta hausti, frosthörk- ur og snjókoma urðu til þess að margir bændur náðu litlum hluta uppskerunnar úr jörðu. Við spurðum Svanberg hvað hafi orð- ið úr bótum eða aðstoð til þessara bænda. „Við fengum lán í maí til fimm ára úr bjargráðasjóði með 28% vöxtum og þurfum að borga af þessum lánum strax næsta vor. Menn fengu misjafnlega mikla aðstoð, það var tekið mið af því hvort menn höfðu mikinn annan búskap eða hvort kartöfluræktin var stór hluti heildarbúskapsins. Annars var gengið út frá því að bændur fengju lán sem svaraði til 70-80% af því tjóni sem þeir urðu fyrir.“ „Alla- ballar“ fengu fund „Þingmenn Alþýðubandalags- ins sem komu hingað fengu það í gegn að fá að halda hér kaffi- stofufund með starfsfólkinu, en það hefur hingað til ekki verið leyft,“ sagði Örn Ingvarsson formaður starfsmannafélags Útgerðarfélags Akureyringa í samtali við Dag. „Þetta verður til þess að tals- mönnum hinna pólitísku flokk- anna verður gefinn kostur á að halda hér einn slíkan fund. Ann- ars er stjórn starfsmannafélagsins á móti þessum fundarhöldum, og nú stendur yfir könnun meðal starfsfólksins á því hvort þeirri venju aö leyfa ekki þessa fundi verður framhaldið," sagöi Örn. Verslunarmiðstöðin í Glerárþorpi: Fjöldi verslana á einum stað Sólbakur liggur nú við Torfunefs- bryggjuna, vandlega bundinn, og mun ekki sigla fleiri ferðir eftir þeim gula. Honum hefur nú verið iagt eftir áralanga dygga þjónustu. Ljósm.: KGA. til húsa: KEA mun verða þar með al- menna dagvöruverslun, þarna verður blóma- og gjafavöruversl- un, sportvöuverslun, verslun með dömufatnað, hljómtækja- verslun, vefnaðarvöruverslun og rekstur saumastofu, verslun með bækur og ritföng, Búnaðarbank- inn verður með útibú, þarna verð- ur bókhalds- og endurskoðun- arskrifstofa, barnafataverslun, kaffistofa, skrifstofuvélaverk- stæði og verslun með skrifstofu- vélar, Ijósmyndavörur og skyldar vörur, og loks má geta um skó- verslun. Þá verður í verslunarmiðstöð- inni skrifstofuhúsnæði, KFUM verður þarna með félagsaðstöðu og fleiri fyrirtæki munu verða þarna með rekstur sinn. Eins og fram hefur komið í Degi styttist nú í það að versl- unarmiðstöðin í Glerárþorpi verði tekin í notkun, en stefnt er að því að starfsemi hefjist þar seint í haust. Ekki er endanlega vitað hvaða verslanir verða í hinni miklu og glæsitegu verslunarmiðstöð, en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum aflað okkur er víst að eftirtaldar verslanir verða þar VerslunarmiAstödin í Glerárþorpi. # Erfittaðfá upplýsingar Nú eru réttir að hefjast, og víst er að marga sem búa í þéttbýli fýsir að eyða eins og einni dagstund { fjörugum réttum einhversstaðar. Þess vegna hafa fjölmiðlar jafnan reyntað koma þeim upplýsingum á framfæri hvar réttir eru hverju sinni. Við á Degi hugðumst komast yfir upplýsingar um réttardaga á Norðurlandi, en það hefur reynst erfiðara en að segja það. Einu upplýsing- arnar sem legið hafa á lausu til þessa fengum við hjá Bún- aðarfélagi íslands, en þeirra vitneskja náði ekki yfir nema helstu réttir i Húnavatnssýslu og í Skagafirði en aðeins ein- ar réttir í Eyjafirði. Þeir sem vita eitthvað meira um réttar- daga mættu að skaðlausu setja sig í samband við rit- stjórn blaðsins. # Aðflug úr suðri Nú styttist óðum í það að tæki sem auðvelda aðflug úr suðri að Akureyrarfiugvelli verði tekin í notkun, en uppsetning þeirra stendur nú yfir. Með til- komu þessara tækja styttist flugtími til Akureyrar um a.m.k. fimm mínútur í flestum tilfellum, og einnig gera tækin það að verkum að mun oftar verður hægt að fljúga en áður, þótt lágskýjað sé og dimmt yfir. Þegar svo malbikið verð- ur komið á lengingu flug- Dalvík: Síldin að koma Hér á Dalvík eru menn byrjaðir að huga að sfldarverkun. Einn Dalvíkurbátur, Vinur EA 80 landaði í síðustu viku 47 tunn- um af sfld á Ólafsfirði til beitu- frystingar og önnur trilla hefur einnig fengið nokkrar tunnur. Á síðasta ári var saitað á vegum Söltunarfélags Dalvíkur í 2600 tunnur, en söltunarfélagið byrjaði aftur síldarsöltun fyrir tveimur árum, fyrstir á Norðurlandi. í ár hugsa söltunarfélagsmenn gott til glóðarinnar og ætla sér stærri hlut í ár en í fyrra að sögn Jóhanns Antonssonar framkvæmdastjóra. Sú síld sem þegar hefur veiðst er mjög blönduð. Hluti hennar hefur nægjanlegt fitumagn til sölt- unar en þó ekki það mikið að leyfi hafi fengist. Fitustig síldarinnar þarf að vera ofan við 12-14% eftir verkunaraðferðum. Fyrirfram- sala á saltaðri síld gefur góðar vonir um markaðshorfur að sögn Jóhanns. Varðandi síldarfryst- ingu er ekki vitað um magn og verð samkvæmt upplýsingum frá sjávarafurðadeild Sambandsins. Áð lokum má geta þess að í fyrra voru 15 bátar og trillur á síld héð- an og í ár virðist áhuginn jafnvel vera meiri. A.G. brautarinnar er loksins óhætt að segja að flugvöllurinn á Akureyri sé kominn í tölu al- vöruflugvalla. # Ermönnum mismunað? í haust hefur verið um það skrifað að atvinnuleysi væri talsvert á meðal vörubffreiða- stjóra á Akureyri, og munu víst sumir vera farnir að huga að því að selja bíla sína af þeim sökum. En mitt ( þess- um skrifum hefur heyrst einn hlutur sem menn eru víst við- kvæmir fyrir að ræða, og það er að sumir bílstjóranna hafi stanslausa vinnu á meðan aðrir fá einn og einn túr með tveggja til þriggja daga milli- bili. Mun víst vera mikill kurr í mörgum bílstjóranna út af þessu. # Góðframmi- staða Það er full ástæða til þess að þakka íþróttafréttamönnum útvarpsins fyrir frammistöðu þeirra sl. laugardag. Þá voru þeir með beinar lýsingar frá tveimur leikjum í 1. deild, og fiuttu einnig af og til nýjar fréttir frá tveimur öðrum leikj- um. Stóðu íþróttafréttamenn- irnir Hermann og Samúel sig með mikillí prýði, og svo kom sjónvarpið á eftir með leik sem ekki var einu sinni yfir- staðinn er sýning hófst á fyrri hálfleiknum. Gott framtak hjá Hemma, Samma og Bjarna Fel. og vonandi verður fram- hald á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.