Dagur - 09.09.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 09.09.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Tekju- og eignarskattur renni tii sveitarfélaga Allir þeir sem unnið hafa að eða kynnt sér að ráði sveitarstjórnarmál vita hversu litlu sveit- arfélögin geta í rauninni ráðið um mörg sín helstu málefni. Um fjölmörg atriði er mælt fyrir í lögum og reglugerðum, sem framkvæmda- valdið hefur sett. Sumt af þessu er gott og mið- ar að samræmingu, tryggir jöfnuð ef svo má segja. Á það við um mörg velferðarmálefni. Á hinn bóginn hafa sveitarstjórnarmenn ályktað hvað eftir annað um aukið sjálfræði sveitarfél- aganna. Á síðasta fjórðungsþingi Norðlendinga var samþykkt ályktun um endurskipurlagningu sveitarstjórnarkerfisins með það fyrir augum að sveitarfélögin verði gerð að öflugri stjórn- einingum. „Þannig geta þau tekið við auknum verkefnum sem gætu jöfnum höndum náð til einstakra sveitarélaga svo sem með sameig- inlegum starfsmanni svo og sameiningu, þar sem aðstæður eru fyrir hendi og vilji fólks fyrir sameiningunni liggur fyrir. Fjórðungsþingið vekur athygli á því að með samvinnu sveitar- félaga hefur náðst mikill árangur. Jafnframt er það skoðun þingsins að samvinna hafi styrkt sveitarfélögin sem stjórneiningar. Fjórðungsþingið telur að ein meginforsenda sjálfstæðis sveitarfélaga sá að þau séu fjár- hagslega sjálfstæð og með sjálfstæða afmark- aða tekjustofna. Því vekur þingið athygli á samþykkt síðasta fjórðungsþings um að tekju- og eignaskattur renni alfarið til sveitarfélag- anna og að til viðbótar komi jöfnunarsjóður sveitarfélaganna, sem hafi eingöngu það hlut- verk að jafna aðstöðumun sveitarfélaga til tekjuöflunar miðað við útgjaldabyrði. Þingið leggur áherslu á að verkefnanefnd ríkisvalds og sveitarfélaga taki þessa ábendingu til at- hugunar sem grundvöll að glöggum fjárhags- skilum milli ríkis og sveitarfélaga. Þingið hvetur til að langtímasjónarmið verði látin ráða þegar rætt er um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Grundvallarregla við verkaskiptinguna skal vera að fjárhagsleg ábyrgð og stjórn fari saman. Þar sem nauðsyn- legt er að til kasta ríkissjóðs komi verði það í formi framlaga í hlutfalli við framlög heimaað- ila og að yfirstjórn verði heima fyrir. “ Nú er starfandi nefnd sem félagsmálaráð- herra skipaði í fyrra til að endurskoða sveitar- stjórnarlög. Aðdragandinn að stofnun þessar- ar nefndar var sú að árið 1976 var skipuð önn- ur nefnd til að fjalla um skiptingu verkefna og tekjustofna milli ríkis og sveitarfélaga svo og önnur samskipti þeirra. Vonandi er að allar ályktanimar og nefnd- imar leiði fljótlega til niðurstöðu þar sem sveitarfélögunum verði ætlað meira sjálfdæmi í eigin málum og þar með meiri fjárráð. í piörg- um málum er það affarasælast að heimamenn ráði þeim sem mest sjálfir. Hallgrímur Indriðason: Utivist, landnýting og skógrækl í þéttbýli Erindi þetta var flutt sem fram- söguerindi á aðalfundi Skóg- ræktarfélags íslands á Akur- eyri 27.-29.08.1982. Tilgangur þess er að gefa hugmynd um landnýtingarmál Akureyrar- bæjar, skógrækt og útivistar- möguleika á skógræktarsvæð- um. Ekki er langt síðan við fórum að gera okkur grein fyrir gildi úti- vistar og athvarfs í óspilltu um- hverfí til bóta fyrir mannlífíð. Á síðustu tímum hefur jafnvel verið reynt að meta þessi gæði til fjár. Hvernig sem á það sem litið er ljóst að þörf nútímamannsins fyrir náin tengsl við umhverfíð komu ekki í ljós fyrr en tengslin höfðu nærri rofnað. Veiðimaðurinn og hellisbúinn bjuggu í nánum tengslum við náttúruna og voru reyndar eðli- legur hluti hennar. Sama má líka segja um íslenska þjóð fram yfír síðustu aldamót, en þá taka hlut- irnir að breytast. Þéttbýli vex við sjávarsíðuna og bæir verða til. Lífsviðurværið verður iðnaður, þjónusta, verslun í stað sjálfsþurftarbúskapar. Hag- sæld vex og fólki fjölgar, vinnu- tími lengist og tengsl við umhverf- ið og náttúruna breytast. Ýmsir áður óþekktir sjúkdómar, andleg- ir og Iíkamlegir, fylgja í kjölfar þessara breytinga. Síðan þessar breytingar hófust hafa liðið nokkrir áratugir, vöxtur og þróun þéttbýlis lýtur nú lög- málum skipulagningar. Markmið hennar er að leysa vanda nútíðar- innar og sjá fyrir þarfir framtíðar- innar. Sérhvert skipulag á líka að stuðla að vellíðan íbúanna ef það tekst er vel skipulagt annars ekki. í gildandi skipulagslögum er reglugerð sem ætlað er að tryggja vissan lágmarksrétt þéttbýlinga til afnota af landi, þar segir: „í skip- ulagsáætlun bæði um aðalskipu- lag og deiliskpulag skal gert ráð fyrir opnum svæðum fyrir al- menning, þá skal einnig gert ráð fyrir meiriháttar útivistarsvæðum þar sem almenningur getur dvalist daglangt." Með þessari reglugerð er sveitarstjórnum beinlínis ætlað að tryggja íbúum þéttbýlis mögu- leika á svæðum til útivistar. Fyrir rúmum 8 árum var kynnt nýtt aðalskipulag fyrir Akureyri, en með því var lagður grundvöllur að þróun bæjarins fram til 1993. í þessu skipulagi er leitast við að skilgreina helstu þróunarvanda- mál Akureyrar og finna þeim láusn, sem í senn er raunhæf og tekur mið af fjárhagsgetu bæjar- ins, en er einnig í samræmi við óskir sem flestra bæjarbúa. í þessu aðalskipulagi sem kem- ur í stað skipulags frá 1927 er í fyrsta skipti afmarkað sérstakt landssvæði til almennra nota, svo- nefnt útivistarsvæði. Ekki er nán- ar um þetta fjallað í aðalskipulagi og ekki er reynt að átta sig á því hverjar þarfir Akureyringa til slíkra svæða eru, þó er lagt til að Kjarnaskógur, sem þá þegar var mikið sóttur af bæjarbúum, verði skipulagður sem útivistarsvæði. Kjarnaskógur var á þessum tíma í eigu Skógræktakrfélags Akureyr- ar. Eins og heyra má fólust ekki í aðalskipulagi neinar Ijósar fyrir- ætlanir um hvernig útivistarsvæði skyldi skipulagt. Þó kemúr fram á skipulagskortum að skógrækt skal þar vera all umfangsmikil. Um skógrækt í bæjarlandinu segir svo í aðalskipulagi: „Hvergi í landinu hefur ræktun trjágróð- urs haft jafn afgerandi áhrif á heildarútlit bæjar og á Akureyri. Hinn góði árangur og sú þekking og reynsla, sem áunnist hefur í skógræktarmálum gerir það að verkum að sjálfsagt er að reikna með trjárækt sem mikilvægum þætti í heildarskipulagi bæjarins." Þetta mun vera í fýrsta skipti sem skóg- og trjárækt er ætlað ákveðið hlutverk í skipulagi þétt- býlis hér á landi. Hlutverkið er fyrst og fremst í því fólgið að skapa bætta aðstöðu til almennrar útivistar í bæjar- landinu. Frá því að aðalskipulag Akur- eyrar öðlaðist staðfestingu eru nú um 8 ár. í ljósi þess að skipulags- tíminn er brátt hálfnaður tel ég rétt að gera nokkra grein fyrir því hvern framgang útivistar- og skógræktarmál þéttbýlisins hafa haft og á hvern hátt þau tengjast starfí Skógræktarfélagsins. Allar varanlegar breytingar eiga langan aðdraganda svo var einnig með málaflokkinn skóg- rækt og útivist í þéttbýli. Enda þótt flestir stjórnmálaflokkar sem buðu fram til bæjarstjórnar 1974 og allir sem buðu fram 1978 hafi haft á stefnuskrá sinni eitthvað um stækkun útivistarsvæða og aukna skógrækt í bæjarlandinu kom frumkvæðið ekki úr þeirri átt. Skógræktarfélag Akureyrar, sem var deild í Skógræktarfélagi Eyfirðinga þar til deildarfyrir- komulag var lagt niður 1976, hafði frumkvæðið í þessum málum. Árið 1971 sendir það ræktun bæjarlandsins. Af fram- kvæmdum varð þó ekkert vegna styrkrar stöðu þeirra sem stund- uðu búskap í bæjarlandinu. Árið 1980 skipar garðyrkju- stjóri Akureyrar nefnd í umboði bæjarstjórnar. Nefnd þessi skal fjalla um átak í ræktunarmálum í tengslum við „ár trésins". Þessi nefnd gerði að forgangsverkefni sínu skipulag útivistar og skóg- rækt í bæjarlandinu. Tillögur sínar kynnti nefndin bæjaryfirvöldum og bæjarbúum sumarið 1980. Gefið var út blað, sem dreift var í öll hús bæjarins. í tillögum nefndarinnar er m.a. lagt til að átak verði gert í friðun og skógrækt. 1. Kjarnaskógur verði stækkaður til NÁ, þannig að framtíðarskóg- ar og útivistarsvæði myndi kraga um bæinn. 2. Krossanesborgir verði friðað- ar og leitað eftir samkomulagi við Glæsibæjarhrepp um friðun Lónsár. 3. Gert verði átak sem greiði fyrir umferð um útivistarsvæðiií. Alls er hér lagt til að 700-1000 ha. af landi Akureyrarbæjar verði ráðstafað til almennra nota, þær fela í sér umfangsmiklar friðunar- aðgerðir, sem ekki verður hrund- ið í framkvæmd á stuttum tíma. Með þessum tillögum er í raun leitað eftir vilja ráðamanna bæjarfélagsins, vilja til að lönd bæjarins verði nýtt í þágu þeirra sem í bænum búa. Ef við athugum hvernig land bæjarins er notað þ.a.s. það land, sem liggur neðan núverandi fjallgirðingar í 100-150 m.h. koma eftirtaldar staðreyndir í ljós. Upplýst sklðagöngubraut er í Kjarnaskógi að vetrartagi. bæjarstjórn hugmyndir sínar um l. Byggt og skipulagt 555 ha. rekstur útivistarsvæðis í Kjarna. 2. Lögbýlisjarðir 2208 ha. Ári síðar er gerður nýr samningur 3. Jaðarsvæði 207 ha. um svæðið við félagið. 4. Skógræktarlönd 200 ha. Skógræktarfélaginu er þar fengið nýtt og spennandi verkefni Stærð afréttarlands mælt frá sem er í því fólgið að gera skóginn núverandi fjallgirðingu að 700 aðgengilegri fyrir fólkið og þá m.h. eruum3960ha. semaðlang- opnast um leið sá möguleiki að mestu eru nýttir til beitar. Þó má gera fólkið jákvæðara og spennt- segja að samhliða beit á þessu ara fyrir hugmyndum félagsins landi sé það að nokkru nýtt til úti- um skógrækt á útivistarsvæðum. vistar. Þessar tölur seni hér eru Umfjöllun um málefni útivist- birtar gefa nokkra hugmynd um arsvæða var ekki mikil á næstu hvernig bæjarlandinú er ráðstaf- árum. Þó komu fram athygl- að, segja má að um 2% bæjarbúa isverðar hugmyndir um friðun og nýti 90% af bæjarlandinu. Þessu 4 - DAGUR - 9. september 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.