Dagur - 09.09.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 09.09.1982, Blaðsíða 8
RÁFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI Hver bóndi fækki um 10-12 kindur „Aðalmál þessa fundar voru framleiðslumál landbúnaðarins og atvinnuréttindi bænda,“ sagði Stefán Valgeirsson, alþingismaður, en hann sat aðalfund Stéttarsambands bænda sem haldinn var í Borg- arnesi um síðustu helgi. „Samþykkt var tillaga um að komið verði á löggjöf um atvinnu- réttindin, en að mínu mati er margt óljóst í þeim málum ennþá t.d. hvaö varðar réttindi maka bóndans að honum látnum. Þá var ákvcðið að beita áfram kvóta- kerfi og kjarnfóðurgjaldi til stjórnunar landbúnaðarfram- leiðslunnar og lýst var yfir stuðn- ingi við hugmyndir um fækkun sauðfjár um allt að 50 þúsund á þessu hausti. Fyrir lá bréf frá ríkisstjórninni um að hún útvegi 10 milljónir á þessu ári og 20 millj- ónir á því næsta vegna þessa sam- dráttar. Rgiknað er með að hægt verði að greiða verðlagsgrund- vallarverð fyrir þær kjötbirgðir sem verða í landinu. Þetta sam- dráttarmál er nú í reyndinni ekki stærra en það að það dygði ef allir búandi sauðfjárbændur fækkuðu um 10-12 kindur hver. Áhersla var lögð á að hækka þurfi rekstrarlán til landbúnaðar- ins og að greiðslur berist fyrr fyrir afurðirnar. Þá var rætt um erfiða fjárhagsaðstöðu bænda og hversu það væri afleitt ef hinir yngri, vaxtarbroddur stéttarinnar sem staðið hafa í framkvæmdum, þyrftu að hætta. Samþykkt var til- laga þar sem mótmælt var hug- myndum um lækkun eða afnám útflutningsbótaréttarins, sem menn vilja að litið sé á svipað og rétt launþega atvinnuleysisbóta," sagði Stefán að lokum. Hríseyingar hafa vatn í vetur Malbikun flugvallarins: ■■ r Erum i start- holunum „Við erum í startholunum og bíðum eftir því að ríkið segi af eða á með það hvort á að fara í þessar framkvæmdir,“ sagði Helgi Bergs bæjarstjóri á Ak- ureyri er Dagur hafði samband við hann og spurði hvort farið yrði í það að malbika lengingu flugbrautarinnar á Akureyri á næstunni. Helgi sagði að unnið væri að gerð samnings varðandi máliö, því svo væri að skilja að jáyrði ríkisvaldsins fyrir því að i þessar framkvæmd yrði ráðist í haust væri á næsta leiti. „Ef það kemur já, þá vcrður reynt að fara í þetta verk alveg á næstunni," sagði Helgi. Norski uppeldisfræðingurinn Borgny Rusten mun dvelja hér á landi dagana 6.-17. septem- ber næstkomandi á vegum Um- sjónarfélags einhverfra, Lands- samtakanna Þroskahjálpar, Styrktarfélags vangefínna, Fé- lags ísl. sérkennara, Félagsráð- gjafafélags íslands, Þroska- þjálfafélags íslands og Sálfræð- ingafélags Islands. Hún mun heimsækja skóla og stofnanir í Reykjavík, á Akureyri og víðar, halda fundi með kenn- urum sérskóla, starfsliði ýmissa stofnana og foreldrum einhverfra og annarra þroskaheftra. Á Akureyri mun hún halda er- indi fyrir almenning laugardaginn 11. september um sérkennslu ein- hverfra og félagslega þjónustu við foreldra þeirra. Borgny Rusten hefur langa reynslu sem móðir einhverfs drengs, auk þess að vera sér- kennari og uppeldisfræðingur. Nú er lokið borun á holu 5 í Hrísey og er holan 1070 metra djúp og gefur 15 lítra á sekúndu af 69-70 stiga heitu vatni. Þörf Hríseyinga er áætluð 8-9 lítrar á sekúndu, en ekki eru þeir að fullu lausir við þá hættu að leir og drulla komi í þessa holu sem áður, þar sem æðin sem ber leir- inn í holuna er enn virk. En æðar sem eru á meira dýpi gefa það lítið, að ekki er hægt að stífla þá Þrjú hross drápust fyrir nokkrum dögum í Vatnsskarði er fólksflutningabifreið ók í hrossahóp þar. Bifreiðin var á leið frá Reykja- vík til Akureyrar. í brekku á móts við bæinn Vatnshlíð var hópur Samkvæmt niðurstöðum reikn- inga Krossanesverksmiðjunnar fyrir síðasta ár gekk rekstur hennar mjög vel og töluverður hagnaður varð á rekstrinum, eða samtals 6.7 milljónir króna. Verulegar framkvæmdir voru hjá fyrirtækinu á síðasta ári og má segja að verksmiðjan hafi nú að æð. En nú hafa þeir 600 metra djúpan „sokk“ til að fylla af leir, og er vonast til að hann nægi að minnsta kosti í vetur. Nú á að fara að bora holu 6, sem er áætluð 150 metra djúp, og ef hún gefur vatn verður hún til vara og vona Hríseyingar að þeir séu nokkuð tryggir með hitaveit- una í vetur. Heildarkostnaður við þessar tvær holur er á bilinu tvær og hálf til þrjár milljónir króna. hrossa á veginum, og þar sem skyggni var afar slæmt lenti bif- reiðin á miðjum hópnum. Dráp- ust þrjú hrossanna samstundis, en önnur munu hafa sloppið án meiðsla að því talið er. verulegu leyti verið endurbyggð. Þrátt fyrir mikinn samdrátt í loðnubræðslu er ekki gert ráð fyrir að tap verði á rekstri verk- smiðjunnar á þessu ári, að því er fram kom hjá Helga Bergs, bæjar- stjóra, á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag, en búast má við að hagnaður verði minni en í ár og undanfarin ár. Fólksflutningabifreið ók á hrossahóp Hagnaður á rekstri verksmiðjunnar Viðgerð á stíflu og fiskirækt — til athugunar í „Það er til athugunar hvað verður gert við stífluna. Það hafa verið lagðir fram vissir valkostir og þeir liggja alit á milli þess að fjarlægja stífluna alveg eða gera hana alveg upp,“ sagði Helgi Bergs bæjar- stjóri á Akureyri er við spurð- um hann um væntanlegar fram- kvæmdir við stífluna í Glerá. „Það hefur verið ákveðið að láta fara fram hönnun og kostnað- aráætlun á leið sem liggur þar á milli, því það er áhugi á að haida stíflunni og reyna að haga málum þannig að hún og umhverfi henn- ar verði hættuminna en nú er. En það hefur ekki verið tekin endan- leg ákvörðun um þetta ennþá, við þurfum fyrst að sjá hvað þetta kemur til með að kosta.“ - Það er ekki langt síðan þær hugmyndir komu upp að athuga með fiskirækt í ánni, er eitthvað að því að frétta? „Já, það hefur aðeins komið til tals að láta skoða það mál. Ætlun- in var að fá Veiðimálastofnun til að láta athuga það fyrir okkur en það hefur orðið minna úr því en efni stóðu til. Það þyrfti að rann- saka ána og finna út hvort grund- völlur er fyrir því að reyna að sleppa í ána einhverju af seiðum, hvort þar eru aðstæður til að ala upp seiði og þess háttar. En það var fiskur í ánni hér áður fyrr og gamlir ’Þorparar hafa sagt að þeir hafi veitt í ánni hér á árum áður,“ sagði Helgi Bergs. m Oiami # Ræðansem aldrei var flutt Birkir í Amaró ætlaði að flytja ræðu að lokinni framsögu á aðalfundi Kaupmannasam- takanna en þar sem fyrir- spurnir voru aðeins leyfðar fékk hann ræðuna birta í Verslunartíðindum. Upphaf hennar er þannig: „Fyrir um það bil 3V2 áratug var ungur og efnilegur fímleikamaður að sýna nokkrum ungum strákum fimleika á túninu sunnan við sundiaugina á Ak- ureyri. Strákarnir horfðu f for- undran á þennan bráðfima og efnilega unga mann. Þeir reyndu að apa eftir honum þessi stórkostlegu stökk svo sem flikkflakk, heljarstökk, kraftstökk og hvað það nú heftir allt saman. En hvernig sem reynt var enduðu allar til- raunir þeirra með því að við strákarnir komum venjuiega niður á hausinn. En mikil var fimi þessa unga manns og mikil var aðdáun okkar strák- anna er á horfðum. Við hrein- lega litum á þessa ffmleika sem eitt af undrum veraldar." # Hvervar maðurinn? „En árin færast yfir og strák- arnir verða fullorðnir. Þeir fara að skilja allt veraldrar- vafstrið. Þeir fara að skilja lífsbaráttuna, sumir fara út f viðskiptalífið, aðrir ieggja fyrir sig annað athafnasvið, en öllum er f fersku minni þessi ungi og efniiegi fim- leikamaður." Og hver skyldi maðurinn svo hafa verið sem Birkir talar þannig um fullur aðdáunar? Jú, enginn annar en viðskiptaráðherra, Tómas Árnason, sem einnig flutti ræðuna á aðalfundi Kaup- mannasamtakanna. „Sá maður er við strákarnir á tún- inu sunnan sundlaugar á Ak- ureyri störðum á f forundran á sínum tíma.“ # „Viðfærum allir á hausinn“ Síðan segir Birkír Skarphéð- insson m.a.: „Þessi ágæti maður, núverandi viðskipta- ráðherra, hefur sagt oftar en einu sinni og oftar en tvlsvar að hann sé hlynntur miklu meira frjálsræði f verslun en nú er... Ég efast ekki um það að viðskiptaráðherra f hjarta sínu er að meina það sem hann segir, en það er ekki nóg. Hann verður að fram- fylgja sinni sannfæringu innan rfkisstjórnarinnar... Ég verð að segja það sem sjálfskipaður fulltrúi ungu strákanna er áður var getið um, að við treystum okkur ekki til þess að fylgja eftir í dag þeim fimleikum er við- skiptaráðherra vfðhefur f nú- verandi ríkisstjórn. Ef við ætt- um að gera það færi fyrir okk- ur eins og um árið. Við færum allir á hausinn." Bara að meira af hinni póiitísku og efna- hagsiegu umræðu í landinu væri með þessum hætti. Þá væri hún skemmtileg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.