Dagur - 09.09.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 09.09.1982, Blaðsíða 5
Frá Kjamaskógi. hlutfalli þarf að breyta. Ekki er það ósk okkar sem tölum fyrir úti- vist og skógrækt í bæjarlandinu að búskapur verði með öllu lagður niður, en hitt er Ijóst að honum verður að setja einhver vaxta- mörk og búskap á lögbýlum, sem lenda innan skipulagðra útivistar- svæða verður að aðlaga í áföng- um, þannig að hann geti orðið þáttur í þeirri upplifun og þeim tengslum bæjarbúa við náttúruna, sem við viljum að útivistin verði. Af því sem hér að framan er sagt er ljóst að skógrækt og stækk- un útivistarsvæða er að nokkru stefnt gegn þeim sem stunda bú- skap í bæjarlandinu. Hér rekast á sjónarmið sem þarf að leysa, sjón- armið sem eru í raun pólitísk en ný viðhorf í framleiðslurnálum landbúnaðarins ættu að auðvelda sveitarstjórnarmönnum ákvarð- anatöku þegar fjallað er um hefð- bundinn búskap í þéttbýli. Víkjum nú að Kjamarskógi, eina skipulagða útivistarsvæði bæjarins. Upphaf skógræktar á svæðinu var á þann veg að árið 1952 fékk Skógræktarfélag Akar- eyrar um 80 ha. úr landi jarðar- innar Kjarna á erfðafestusamning hjá Akureyrarbæ. Nokkru fyrr, eða 1947, hafði Skógræktarfélag Eyfirðinga keypt erfðafestu á 18 ha. aðallega úr landi Steinagerðis sem var norðan Brunnár en við • hlið Kjarna. Á þvi svæði stendur nú uppeldisstöð félagsins. Kjarnaland var í upphafí lokað íajid eins og flest skógræktarsvæði voru fyrr á árum. En eftir því sem skógurinn óx og áhrif friðunarinn- ar urðu meiri fór fólk að sækja staðinn heim. Þegar komið var fram á miðjan sjöunda áratuginn var orðið ljóst að svæðið hafði það mikið aðdráttarafl að nauðsynlegt þótti að breyta þar um fram- kvæmdaaðferðir. Taka þurfti meira tillit til þeirra sem komu inn á svæðið til gönguferða eða dag- dvalar og miða skógræktina að mestu við þarfir fólksins. Þannig var reynt að auka fjölbreytni teg- unda og skipuleggja gróðursetn- ingar þannig að þær skipta svæð- inu í þétt skógarsvæði og opin dvalarsvæði. Árið 1972 er svo gerður nýr samningur við Akureyrarbæ um Kjarnarskóg. í honum er svæðið nefnt útivistarsvæði og Akureyr- arbæ er afhent öll ræktun á svæð- inu, en með því skilyrði að félagið sjái þar áfram um framkvæmdir. Gert er ráð fyrir því að skógrækt- arfélagið ieggi til við bæjarráð hvað framkvæma skuli hverju sinni. Einnig hefur bæjarráð heimild til að óska eftir ákveðnum framkvæmdum á svæðinu. Breytingar voru hægfara í fyrstu. Verulegar fjárveitingar til svæðisins komu ekki fyrr en 1974, en þá var ákveðið að héraðshátíð Eyfirðinga vegna 1100 ára byggð- ar íslands yrði haldin í Kjarna- skógi. A þessari héraðshátíð var úti- vistarsvæðið reyndar formlega opnað af þáverandi bæjarstjóra að viðstöddum 4000 gestum. Síð- an hafa fjárveitingar bæjarsjóðs oftast gert betur en að halda í við verðbólguna. Um aðsókn bæjarbúa að svæð- inu er varla nógu mikið vitað til þess að hægt sé að fullyrða nokk- uð í tölum. Engin talning önnur en umferðatalning á akvegum svæðisins hefur farið fram, hún sýndi að vísu 60% aukningu milli áranna 1976-77 og 80% aukningu milli áranna 1977-78. En okkur sem þarna vinnum er Ijóst að að- sóknin er mikil og vaxandi. Skógræktarfélagið hefur líka haft sem markmið með rekstri svæðisins að þar sé eitthvað í boði sem örvar fólk til útivistar. í þessu skyni var m.a. lögð rúmlega 2 km löng upplýst trimmbraut sem not- uð er sem skíðagöngubraut yfir vetrartímann. Sett hafa verið upp leiktæki og líkamsræktartæki. Á síðasta ári var keyptur snjótroðari til að auðvelda viðhald skíða- slóða. Allt er þetta gert til að örva fólk til hollrar útivistar. Nú kann einhver að spyrja hvort Skógræktarfélag Eyfirðinga hafi endanlega glatað sínum upp- runalegu markmiðum, sé orðið einskonar útivistar- og líkams- ræktarfélag sem leitast við að varðveita tengsl stressaðra bæjar- búa við uppruna sinn og endur- vekja í þeim frummanninn á sól- ríkum sumardögum. Svo er ekki. Félagið heldur áfram skógrækt að fullum krafti á mörgum stöðum í sýslunni, en það verður að viður- kennast • að á flestum stöðum framkvæmum við nú skógræktar- stefnu sem er ætlað að þjóna fyrst til útivistar og síðar til annarra nytja. Þetta eru markmið sem mjög auðvelt er að samræma, sé það gert strax í upphafi. Á þenn- an hátt teljum við okkur líka sinna best ræktun lands og lýðs. Ég vil því hvetja þau skógræktar- félög, sem eru í aðstöðu til, að sinna útivistarmálum meira en gert er. Á þann hátt opnast leiðir til fjármögnunar í gegnum sveit- arfélögin og á þann hátt fær al- menningur að kynnast skógrækt- arstarfinu og upplifa skóginn. Nú á síðasta ári fékkst hluti af því fé sem lagt hefur verið í trimmbrautir og lýsingu í Kjarna- askógi endurgreiddur af íþrótta- sjóði ríkisins. Það ætti að vera okkur hvatning til frekari fram- kvæmda á skógræktarsvæðum. Ég hef nú rætt um nánasta um- hverfi Akureyrarbæjar, framtíð- aráform og skógrækt á því svæði. Ekki get ég þó lokið máli mínu án þess að minnast á önnur skóg- ræktarsvæði í sýslunni sem þegar eru orðin vettvangur útivistar,- í þeim flokki eru m.a. Leyningshólar sem girtir voru 1936-1938, þar er nú umferð ört vaxandi og hefur hreppsnefnd Saurbæjarhrepps óskað eftir við- ræðum við félagið um hvernig bregðast skuli við vaxandi vanda- málum sem sú umferð skapar. Vaðlareitur girtur 1936, hefur mikla fjölbreytni sem útivistar- svæði vegna legu sinnar að sjó. Þar er líka að finna einu ó- skemmdu fjöru innan Oddeyrar- tanga. Öll málefni svæðisins eru í biðstöðu vegna fyrirhugaðrar vegagerðar um reitinn. Miðhálsstaðir í Öxnadal. Svæði sem ef til vill væri skynsamlegt að skipuleggja sem sumarbústaða- land ef samþykki hreppsnefndar fengist. Hánefstaðir í Svarfaðaral, skógarreitur um 10 ha., gefinn af Eiríki Hjartarsyni. Staðurinn er mikið notaður af Dalvíkingum og Svarfdælingum. Þessir staðir sem hér eru nefnd- ir eru þegar orðnir vinsælir útivist- arstaðir og Skógræktarfélagið verður að taka tillit til þess í sín- um framkvæmdum. Verkefni eru spennandi og vin- sæl og hvað er félagsskapnum meira virði en ný viðfangsefni, sem færa hann nær fólkinu sem hann vinnur fyrir. Ég hvet öll skógræktarfélög til þess að sinna þessum málum í samvinnu við sveitarstjórnir. Norðurlandsmót í sundi: Mörg góð afrek Helgina 4.-5. september fór fram sundmeistaramót Norður- lands 1982. Helstu úrslit urðu þessi: 50 m flugsund meyja: 1. Gíslína Salmansd. KS 44.5 2. Anna María Björnsd. KS 49.8 3. Ásdís Sigurðard. KS 50.8 50 m skriðsund meyja: 1. Þuríður Þorsteinsd. UMSS 38.8 2. Gíslína Salmansd. KS 40.5 3. Elísabet Stefánsd. Óðni 40.6 50 m baksund meyja: 1. Þuríður Þorsteinsd. UMSS 49.0 2. Pála Pálsd. UMSS 49.3 3. Berglind Bjömsd. USAH 49.5 50 m bringusund meyja: 1. Gíslína Salmansd. KS 45.2 2. Þuríður Þorsteinsd. UMSS 47.6 3. Una Loftsd. USAH 49.6 50 m bringusund sveina: 1. SvavarÞ. Guðmundsson Óðni 45.2 2. Jón Kr. Sigurðsson KS 45.6 3. Sveinbjörn Jóhanness. Óðni 49.1 50 m baksund sveina: 1. Svavar Þ. Guðmundss. Óðni 42.5 2. Óskar Einarsson KS 48.6 3. Sveinbjöm Jóhanness. Óðni 50.5 50 m flugsund sveina: 1. Svavar Þ. Guðmundss. Óðni 40.7 2. Óskar Einarsson KS 45.7 3. Sveinbjörn Jóhanness. Óðni 51.2 50 m skriðsund sveina: 1. Svavar Guðmundsson Óðni 35.2 2. Sveinbjörn Jóhanness. Óðni 36.7 3. Óskar Einarsson KS 38.3 4x50 m bringusund sveina: 1. A-sveit Óðins 3:16.2 2. Sveit KS 3:35.8 3. B-sveit Óðins 3:41.2 4. Sveit USAH 3:42.8 4x50 m bringusund meyja: l.SveitKS 3:21.1 2. Sveit UMSS 3:27.0 3. Sveit USAH 3:30.7 4. Sveit USVH 3:46.8 100 m skriðsund telpa: 1. Ragnh. Valgarðsd. Óðni 1:19.3 2. Harpa Zophaníasd. UMSS 1:23.0 3. Kolbrún Björgvinsd. KS 1:23.8 50 m flugsund telpna: 1. Kolbrún Björgvinsd. KS 40.3 2. Ragnheiður Valgarðsd. Óðni 42.2 3. Rut Valgarðsd. Óðni 44.7 50 m baksund telpna: 1. Harpa Zophoníasd. UMSS 42.5 2. Kolbrún Björgvinsd. KS 44.6 3. Ragnheiður Valgarðsd. Óðni 45.7 100 m bringusund telpna: J. Ragnheiður Valgarðsd. óðni 1:41.0 2. Ragna Hjartard. UMSS 1:42.4 3. Harpa Zophaníasd. UMSS 1:44.2 4x50 m skriðsund telpna: 1. Sveit Óðins 2:35.3 2. A-sveitKS 2:41.7 3. SveitUMSS 2:49.1 4. Sveit USAH 3:12.5 Gestir B-sveit KS 3:00.3 50 m baksund drengja: 1. Eiríkur Jóhannsson Óðni 38.2 2. Gunnar Árnason Óðni 40.4 3. Guðmundur Ragnarsson US AH 42.9 100 m bringusund drengja: 1. Gunnar Ámason Óðni 1:35.7 2. Björgvin Þorsteinsson USVH 1:40.5 3. Páll Jónsson USAH 1:41.5 4x50 m skriðsund drengja: 1. A-sveit Óðins 2:17.4 2. Sveit UMSS 2:36.3 3. B-sveit Óðins 2:50.7 4. Sveit USAH 3:00.9 5. Sveit USVH 3:01.6 50 m flugsund drengja: 1. Eiríkur Jóhannsson Óðni 35.8 2. Gunnar Árnason Óðni 40.6 100 m skriðsund drengja: 1. Gunnar Árnason Óðni 1:14.4 2. Eiríkur Jóhannsson Óðni 1:15.4 3. Svavar Guðmundsson Óðni 1:15.8 100 m baksund kvenna: 1. IngibjörgÓ. Guðjónsd. UMSS 1:25.2 2. Sigurlaug Guðbrandsd. KS 1:28.7 3. Svanfríður Jóhannsd. KS 1:32.5 100 m skriðsund kvenna: Ingibjörg Guðjónsd. UMSS 1:12.9 Harpa Guðbrandsd. UMSS 1:16.2 Pálína Kristinsd. KS 1:17.5 4x100 m skriðsund kvenna: l.SveitUMSS 5:17.2 2. Sveit KS 5:26.7 3. SveitÓðins 6-01.6 200 m fjórsund kvenna: 1. IngibjörgÓ. Guðjónsd. UMSS 2. Svanfríður Jóhannsd. KS 3. Pálína Kristinsd. KS 2:55.5 3:10.7 3:10.7 100 m bringusund kvenna: 1. Ingibj. 0. Guðjónsd. UMSS 1:27.9 2. Svanfríður Jóhannsd. KS 1:36.8 3. Þorgerður Sævarsd. UMSS 1:37.6 100 m baksund kvenna: 1. Ingibj. Ó. Guðjónsd. UMSS 1:25.2 2. Harpa Guðbrandsd. UMSS 1:27.1 3. Pálína Kristinsd. KS 1:29.1 200 m fjórsund karla: 1. Ingimar Guðmundss. Óðni 2:49.1 2. Haraldur Guðmundss. Óðni 2:55.3 3. Ármann H. Guðmundss. Óðni 3:00.7 100 m bringusund karla: 1. Ingimar Guðmundss. Óðni 1:21.5 2. Ólafur Árnason Óðni 1:25.0 3. Haraldur Guðmundss. Óðni 1:25.2 100 m baksund karla: 1. Ingimar Guðmundss. Óðni 1:22.1 2. Haraldur Guðmundss. Óðni 1:24.7 3. Ármann Guðmundss. Óðni 1:24.8 100 m flugsund karla: 1. Ingimar Guðmundss. Óðni 1:14.9 2. Haraldur Guðmundss. Óðni 1:24.3 3. Ólafur Árnason Óðni 1:36.9 100 m skriðsund karla: 1. Ármann Guðmundss. Óðni 1:05.8 2. Birgir Friðrikss. UMSS 1:07.7 3. Ingimar Guðmundss. Óðni 1:08.9 4x100 m skriðsund karla: 1. A-sveit Óðins 4:42.0 2. Sveit UMSS 5:00.7 3. B-sveit Óðins 5:08.4 Úrslit I stigakeppni félaganna tirðu þessi: Óðinn 303 stig KS 176 stig UMSS 140 stijf USAH 33 stig USVH lOstig Sú misritun átti sér stað í blaðinu sl. þriðjudag, þar sem skýrt var frá úrslitum í unglingagolfmóti, að farið var rangt með nafn eins vinningshafans. Þar stóð að Ólafur Sæmundsson hefði verið næstur holu á 11. braut stðan keppnisdag, en þarna átti að standa Örn Ólafsson. Er beðist velvirðingar á þessum mistök um. 9. september 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.